Innlent

Meira en helmingur heimila stefnir í óviðráðanlega skuldabyrði

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Meira en helmingur íslenskra heimila stefnir í óviðráðanlega skuldabyrði segir stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna sem gagnrýnir Seðlabanka Íslands fyrir að gefa villandi mynd af skuldastöðu heimilanna.

Hagfræðingar Seðlabankans hafa undanfarna mánuði reynt að greina skuldastöðu heimilanna og kynnt niðurstöðurnar eftir því sem verkinu hefur undið fram - nú síðast í júní. Þá var myndin að verða nokkuð glögg, tekjurnar komnar inn og bílalán sömuleiðis auk yfirdráttar- og húsnæðislána. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna er þó ekki sáttur við framsetningu Seðlabankans, einkum að sérfræðingar bankans miði við að þolanleg greiðslubyrði af lánum sé 40% af ráðstöfunartekjum - óháð því hverjar þær eru.

Hagsmunasamtökin settu því tölur Seðlabankans upp í nýja töflu. Í henni er miðað við að eftir því sem ráðstöfunartekjur lækka - því lægra hlutfall af tekjum ráði fólk við að setja í afborganir lána. Ef við drögum þessar tölur saman - má sjá - að samkvæmt mati Hagsmunasamtakanna er aðeins 5% heimila sem hafa yfir 650 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur með þunga greiðslubyrði, litlu fleiri í næsta tekjuhópi, fjórðungur heimila með 350 til fimmhundruð þúsund en síðan snarsnýst dæmið við hjá heimilum með undir 350 þúsund krónur til ráðstöfunar - nærri 70 prósent heimila með undir 250 þúsund og 90% heimila sem hafa innan við 150 þúsund krónur til ráðstöfunar eru með þunga eða mjög þunga greiðslubyrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×