Innlent

Bráðamóttöku á Hringbraut lokað á næsta ári

Framkvæmdastjórn Landspítalans hefur ákveðið að leggja niður bráðamóttökuna í spítalanum við Hringbraut frá og með 15. mars á næsta ári. Jafnframt verður bráðamóttakan í Fossvogsspítala efld og endurbætt fyrir 230 milljónir króna. Sameining bráðamóttakanna á hins vegar að skila hundruða milljóna króna sparnaði á ári. Með þessu verður lokið sameiningu spítalanna að því marki sem það er hægt, þar til öll þjónustan verður undir einu þaki í nýjum spítala í framtíðinni, segir í tilkynningu frá Landspítalanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×