Innlent

„Þetta er vonandi sjokk fyrir þjóðina“

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Starfskona hjá Stígamótum vonar að ný rannsókn sem sýnir að tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns veki þjóðina til umhugsunar.

„Þetta er vonandi sjokk fyrir þjóðina. Þetta er ekki sjokk fyrir þau okkar sem vinna í þessu dags daglega," segir Halldóra Halldórsdóttir, starfskona hjá Stígamótum

Brynja Örlygsdóttir, doktor í hjúkrunarfræði og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, stóðu að rannsókninni sem kynnt var í júlíútgáfu hjúkrunarfræðitímaritsins Journal of Advanced Nursing. Markmið rannsóknarinnar var að kanna heilsufarsleg áhrif heimilisofbeldis á konur.

Halldóra segir að sér sýnist í fljótu bragði rannsóknin vera góð og gerð af metnaði. Aðaláherslan sé ofbeldi gagnvart konum þó rannsóknin sé byggð á öðrum grunni en daglegt starf Stígamóta. Þá fullyrðir Halldóra að ákveðin viðhorf til kvenna birtast í því ofbeldi sem rannsóknin nái til.


Tengdar fréttir

Fjórða hver kona beitt líkamlegu eða andlegu ofbeldi

Tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns samkvæmt nýrri rannsókn. Tæplega 3000 konur tóku þátt í rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×