Innlent

Þjófar handteknir í Kringlunni

Frá Kringlunni í dag.
Frá Kringlunni í dag.
Lögreglan handtók í hádeginu þrjá karlmenn sem staðnir voru að þjófnaði í verslun í Kringlunni. Öryggisverðir verslunarmiðstöðvarinnar höfðu afskipti af mönnunum og lauk þeim samskiptum með því að kalla þurfti til lögreglumenn, að sögn varðstjóra.

Mennirnir sitja í fangageymslum og verða yfirheyrðir síðar í dag, en þeir voru allir undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×