Innlent

Fimm ungmenni slösuðust í bílslysi

Fimm ungmenni slösuðust eftir að bíll sem þau voru í fór út af veginum í Fagradal um klukkan hálf fjögur í morgun. Beita þurfti klippum til að ná fólki út úr bílnum og var tækjabíll slökkviliðs Fjarðarbyggðar sendur á staðinn ásamt sex sjúkrabílum.

Tveir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur og tveir með skjúkraflugi til Akureyrar. Einn var fluttur með sjúkrabifreið til Akureyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×