Innlent

Ríkisstjórnin gerði mistök varðandi Icesave

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra. Mynd/Anton Brink
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa staðið illa að kynningu Icesavesamkomulagsins og gert ákveðin mistök með því að ætla að ná samkomulaginu í gegn án þess að leggja það fram á Alþingi. Fyrir það verði stjórnin að bæta. Árni Páll var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem þjóðmálin voru til umræðu og þetta kom fram.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær reikna með því að frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagisins verði lagt fyrir Alþingi eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×