Innlent

Þurfum að segja bless við AGS og nei við Icesave

Valgeir Skagfjörð, varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Valgeir Skagfjörð, varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar. Mynd/Valgarður Gíslason

„Við þurfum kjark til að segja bless við AGS og kjark til að segja nei við Icesave og biðja Breta og Hollendinga um að setjast aftur að samningaborðinu," segir Valgeir Skagfjörð, varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hann gerir síðustu daga að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni en frá því á mánudaginn hefur Valgeir setið á þingi sem varamaður Þórs Saari.

Valgeir segir grátlegt þegar hugsað sé til þess hvers lítið hefur áunnist frá því að hafist var við að hreinsa til eftir bankahrunið. Næsta mál sem komi líklega fyrir Alþingi verði að samþykja Icesave samkomulagið sem Íslendingar muni ekki geta staðið við.

Næsta mál verður líklega að samþykkja Icesave samninginn sem Íslendingar munu ekki geta staðið við.

„Það er búið að negla okkur upp að vegg og í fljótu bragði er engin útgönguleið sjáanleg," segir varaþingmaðurinn.

Skrif Valgeirs er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×