Innlent

Borgarafundur um Icesave

Annað kvöld fer fram opinn borgarafundur í Iðnó undir yfirskriftinni: Icesave - Getum við borgað?

Frummælendur verða Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Auk ofangreindra verða í pallborði meðlimir úr InDefence hópnum, Eygló Harðardóttir þingmaður og Elvira Méndez dr. í Evrópurétti.

Fram kemur í tilkynningu að öllum þingmönnum hafi verið sérstaklega boðið.

Þar segir einnig að fundarform verði með sama sniði og áður. Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Fundurinn hefst klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×