Yfirfull fangelsi nú hættuástand 27. júní 2009 03:45 Í Fangelsi Norræna fangavarðasambandið hefur áhyggjur af alvarlegri stöðu fangelsismála hér á landi, bæði með tilliti til aðbúnaðar fanga og starfsfólks fangelsanna. Myndin er frá fangelsinu Litla-Hrauni á Eyrarbakka. Fréttablaðið/E.Ól. Notkun einangrunarklefanna til afplánunar gerir starfsumhverfi fangavarða hættulegt, segir Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands. „Það er mjög erfitt að vinna við þær aðstæður sem skapast þegar komið er yfir 100 prósent nýtingu í fangelsunum og að geta þá ekki gripið til þeirra öryggistækja sem við höfum þó haft, það er að geta einangrað menn á stundinni og tekið þá úr umferð. Þetta þýðir að við höfum ekki lengur tök á því að einangra mjög hættulega fanga." Norræna fangavarðasambandið hefur fjallað um alvarlega stöðu fangelsismála hér á landi. Það segir að ástandið valdi áhyggjum hjá norrænum fangavarðafélögum. Það hafi í för með sér óviðunandi vinnuálag á starfsfólk. Þrátt fyrir stöðuna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fresta byggingu tveggja nýrra fangelsa í Reykjavík og á Litla-Hrauni. Kim Østerbye, formaður sambandsins, segir að nú sé farið að tvímanna einstaklingsklefa. „Þetta hefur í för með sér óásættanlegt vinnuálag á starfsfólk, aukið stress og aukna hættu á veikindum," bætir hann við. „Aðbúnaður í fangelsum á Íslandi gerir stöðuna enn alvarlegri, núverandi byggingar eru úreltar. Elstu fangelsin eru allt frá 1874. Við höfum skilning á því að Ísland er í miðri fjármálakreppu, en menn verða að halda sig við lágmarkskröfur um aðbúnað innan fangelsanna, bæði með tilliti til fanga og starfsfólks. Því ber ríkisstjórninni að endurskoða ákvörðun sína um uppbyggingu nýrra fangelsa," segir Østerbye. Einar segir afar erfitt að sjá hvernig fangelsismálin eigi að ganga upp, ekki síst í ljósi boðaðs tíu prósenta niðurskurðar á næsta ári. „Þá hefur Fangavarðaskólanum verður lokað vegna sparnaðar, þannig að ekki er hægt að mennta fleiri fangaverði í augnablikinu, bætir hann við. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við ástandið." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Notkun einangrunarklefanna til afplánunar gerir starfsumhverfi fangavarða hættulegt, segir Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands. „Það er mjög erfitt að vinna við þær aðstæður sem skapast þegar komið er yfir 100 prósent nýtingu í fangelsunum og að geta þá ekki gripið til þeirra öryggistækja sem við höfum þó haft, það er að geta einangrað menn á stundinni og tekið þá úr umferð. Þetta þýðir að við höfum ekki lengur tök á því að einangra mjög hættulega fanga." Norræna fangavarðasambandið hefur fjallað um alvarlega stöðu fangelsismála hér á landi. Það segir að ástandið valdi áhyggjum hjá norrænum fangavarðafélögum. Það hafi í för með sér óviðunandi vinnuálag á starfsfólk. Þrátt fyrir stöðuna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fresta byggingu tveggja nýrra fangelsa í Reykjavík og á Litla-Hrauni. Kim Østerbye, formaður sambandsins, segir að nú sé farið að tvímanna einstaklingsklefa. „Þetta hefur í för með sér óásættanlegt vinnuálag á starfsfólk, aukið stress og aukna hættu á veikindum," bætir hann við. „Aðbúnaður í fangelsum á Íslandi gerir stöðuna enn alvarlegri, núverandi byggingar eru úreltar. Elstu fangelsin eru allt frá 1874. Við höfum skilning á því að Ísland er í miðri fjármálakreppu, en menn verða að halda sig við lágmarkskröfur um aðbúnað innan fangelsanna, bæði með tilliti til fanga og starfsfólks. Því ber ríkisstjórninni að endurskoða ákvörðun sína um uppbyggingu nýrra fangelsa," segir Østerbye. Einar segir afar erfitt að sjá hvernig fangelsismálin eigi að ganga upp, ekki síst í ljósi boðaðs tíu prósenta niðurskurðar á næsta ári. „Þá hefur Fangavarðaskólanum verður lokað vegna sparnaðar, þannig að ekki er hægt að mennta fleiri fangaverði í augnablikinu, bætir hann við. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við ástandið."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira