Innlent

Ungmennin ekki í lífshættu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Fimm ungmenni voru flutt á sjúkrahús, þar af fjögur með sjúkraflugi, eftir að bifreið sem þau voru í fór útaf veginum í Fagradal í Fjarðarbyggð. Fólkið er ekki í lífshættu.

Slysið átti sér stað um klukkan hálf fjögur í morgun. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út úr bílnum og var tækjabíll Slökkviliðs Fjarðarbyggðar sendur á staðinn ásamt sex sjúkrabílum, fjórum frá Fjarðarbyggð og tveimur frá Egilsstöðum.

Tveir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur og tveir með sjúkraflugi og einn með sjúkrabifreið til Akureyrar.

Fólkið er ekki lífshættu samkvæmt vaktahafandi læknum en beðið er niðurstöðu frekari rannsókna. Mennirnir sem fluttir voru til Reykjavíkur voru með beinbrot og skornir eftir rúðugler.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en fólkið er allt í kringum tvítugt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Fjarðarbyggðar.


Tengdar fréttir

Fimm ungmenni slösuðust í bílslysi

Fimm ungmenni slösuðust eftir að bíll sem þau voru í fór út af veginum í Fagradal um klukkan hálf fjögur í morgun. Beita þurfti klippum til að ná fólki út úr bílnum og var tækjabíll slökkviliðs Fjarðarbyggðar sendur á staðinn ásamt sex sjúkrabílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×