Fleiri fréttir Loftorka tekin til gjaldþrotaskipta Loftorka Borgarnesi ehf. lagði í dag inn beiðni til Héraðsdóms Vesturlands um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. 26.6.2009 18:05 „Gömlu nýlenduþjóðirnar haga sér með ólíkindum“ „Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. 26.6.2009 16:37 Útfærsla á persónukjöri samþykkt í ríkisstjórn Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag frumvörp um persónukjör í bæði alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Er þetta í samræmi við 100 daga áætlun yfirvalda, en ekki hafði verið kveðið á um útfærslu persónukjörsins fyrr en nú. Frumvörpin verða næst lögð fyrir Alþingi. 26.6.2009 16:28 Bíll Bootcampþjálfarans fundinn Bifreið Ingu Þóru Ingadóttur, Bootcampþjálfara er komin í leitirnar en henni var stolið í nótt. Bíllinn sem er af gerðinni PT Cruiser fannst í miðbænum fyrir skemmstu og er kominn í hendurnar á Ingu Þóru á ný. 26.6.2009 17:33 Stefnt að hallalausum Landspítala Stefnt er að hallalausum rekstri Landspítala í árslok þrátt fyrir umtalsverða hagræðingarkröfu á árinu sem nemur um 2800 milljónum króna frá rekstri síðasta árs. Staða og þróun íslensku krónunnar gerir hins vegar það verkefni afar erfitt. Á spítalanum hefur verið gripið til margháttaðra hagræðingaraðgerða sem m.a. lúta að skilvirkara stjórnskipulagi, breyttu vaktafyrirkomulagi hjá starfsfólki, sparnaði í innkaupum og ódýrari stoðþjónustu. Staðfastlega er reynt að standa við það markmið að skerða ekki þjónustu spítalans við sjúklinga. 26.6.2009 16:32 Íslenskur prófessor frelsar breskan fanga Skýrsla sem íslenski rannsóknarprófessorinn Gísli H. Guðjónsson vann um breska fangann Ian Lawless átti stóran þátt í því að Lawson var látinn laus úr fangelsi eftir sjö ára afplánun. Lawless var gefið að sök að hafa orðið manni, sem ranglega var grunaður um barnagirnd, að bana í Grimsby. 26.6.2009 15:54 Stefnir á Íslandsmet í Esjugöngu Þorsteinn Jakobsson, velunnari samtakanna Ljóssins, stefnir að því að ganga sjö ferðir upp og niður Esjuna á morgun. Hann safnar áheitum til göngunnar, sem renna óskipt til Ljóssins. 26.6.2009 14:57 Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26.6.2009 13:56 Steingrímur: Aftekur mistök við hækkun vörugjalda „Framkvæmdalega séð þá held ég að þetta hafi legið beinast við," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um hækkun vörugjalda á eldsneyti sem lögfest var þann 28. maí. Hækkunin náði ekki til birgða olíufyrirtækjanna, heldur eingöngu til afgreiðslu nýrra farma. 26.6.2009 13:56 Borgarstjóri stingur höfði í sandinn Tekjur lækka og útgjöld aukast og skilja samtals eftir 1,7 milljarða gat í fjárhag Reykjavíkurborgar á þessu ári og 2,7 milljarða á næsta ári. Þetta kemur fram í útreikningum fjármálaskrifstofu og borgarhagfræðings á grundvelli þjóðhagsspár, sem unnir voru að beiðni Samfylkingingarinnar og VG í borgarstjórn. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáæltunum Reykjavíkurborgar. Hratt mun því ganga á handbært fé og eigið fé borgarinnar verði ekkert að gert. Ofan á þetta tæplega 5 milljarða gat bætast áhrif af niðurskurði ríkissjóðs og hækkunum tryggingargjalds. Ætla má að áhrifin á fjárhag Reykjavíkurborgar verði til útgjaldaauka yfir hálfan milljarð vegna þessa. 26.6.2009 13:56 Fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Karlmaður sem ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Annar karlmaður og tvær konur voru ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa látið fyrir farast að koma hinum látna undir læknishendur er hann hafði slasast lífshættulega vegna árásarinnar. Konurnar voru báðar sýknaðar af ákærunni en maðurinn var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða fengelsi. 26.6.2009 13:35 Nýr ritstjóri stúdentablaðsins: Spennandi áskorun „Ég er mjög sátt með þetta og hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Áslaug Baldursdóttir, nýr ritstjóri Stúdentablaðsins. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Áslaugu til að gegna þeim starfa skólaárið 2009 til 2010. 26.6.2009 12:22 Bláum bíl Bootcampþjálfara stolið í nótt Inga Þóra Ingadóttir Bootcamþjálfari varð nokkuð hissa þegar hún vaknaði í morgun. Þá áttaði hún sig á því að Electick bláum PT Cruiser bíl hennar hafði verið stolið. Bíllinn hefur skráningarnúmerið SM 050 og var stolið á bilinu 3 til 6 í morgun að hennar sögn. 26.6.2009 11:02 Tryggva Þór ekki snúist hugur „Alls ekki," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort honum hafi snúist hugur síðan hann ræddi við BBC í viðtali sem birtist þann 6. október 2008. Í samtali hans við breskan blaðamann féllst Tryggvi á ábyrgð hins íslenska tryggingasjóðs innistæðueigenda á breskum innistæðum í Icesave málinu. 26.6.2009 10:35 Meintur smyglari tapar skaðabótamáli - aftur Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri DV og Erla Hlynsdóttir blaðamaður voru sýknuð í meiðyrðarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið höfðaði Rúnar Þór Róbertsson á þeim forsendum að blaðið hefði kallað hann fíkniefnasmyglara árið 2008. Sjálfur sat Rúnar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að smyglinu árið 2007. Um var að ræða stófelldan innflutning á kókaíni. Fjögur kíló af efninu voru falin í Benz bifreið sem var á Sundahöfn. 26.6.2009 10:31 Feneyjartvíæringurinn: Kostnaður ríkisins er 23 milljónir Kostnaður ríkisins vegna Feneyjartvíæringsins er 23 milljónir króna. Ríkið greiðir 45% af heildarkostnaðinum við framlag Íslands og sjá styrktaraðilar um afganginn. 26.6.2009 09:28 Nokkrir eftirskjálftar í gær Nokkrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfar skjálftans sem reið yfir norðaustan við Krísuvík um klukkkan hálfsex í gær. 26.6.2009 07:20 Eldur í 4000 fermetra skemmu á Keilugranda Eldur kom upp í fjögur þúsund fermetra vöruskemmu við Keilugranda 1 í nótt um klukkan hálf fjögur. Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar á staðinn enda um stórt hús að ræða. Eldur var á staðnum þegar liðið mætti á svæðið en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Húsið var hins vegar fullt af reyk og tók langan tíma að reykræsta. 26.6.2009 07:11 Skrýtið að semja um launahækkanir Þórarinn V. Þórarinsson, sem var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands þegar þjóðarsáttin var gerð, segir skrýtið að samið sé um launahækkanir í stöðugleikasáttmálanum. 26.6.2009 06:00 Stríðsástand gæti skapast verði Icesave hafnað Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins. 26.6.2009 06:00 Fingraför í öll vegabréf Fingraför verða í örgjörvum allra nýrra vegabréfa sem koma út eftir 28. júní. Þetta er gert í samræmi við samþykktir Schengen-ríkja á vettvangi ESB. Eldri vegabréf halda gildi sínu út gildistímann, að sögn Þorvarðar Kára Ólafssonar, skilríkja- og öryggissérfræðings hjá Þjóðskrá. 26.6.2009 05:00 Tóku fíkniefni, peninga og þýfi Fíkniefni fundust við húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða kókaín, amfetamín og hass. 26.6.2009 04:00 Kríukrísa í Flatey „Áður heyrði maður varla neitt fyrir kríunni en nú heyrir maður varla í henni,“ segir Magnús Jónsson bóndi í Flatey um ástand kríustofnsins þar, sem er afar slakt. 26.6.2009 03:00 Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans erlendis. 25.6.2009 22:29 Hvalveiðar Íslands ekki gagnrýndar í Alþjóða Hvalveiðiráðinu Framtíð Alþjóða hvalveiðiráðsins hangir á bláþræði. Þær þjóðir í ráðinu sem eru andsnúnar og hlynntar hvalveiðum fá eitt ár til að ná sáttum ellegar þurfi að hugsa starfsemi ráðsins alveg upp á nýtt. Aðalfulltrúi Íslands í ráðinu segir sáttatón ríkja á aðalfundi þess. Hvalveiðar Íslendinga hafi ekki verið gagnrýndar. 25.6.2009 19:30 Auðmenn keyptu hús sín í gegn um eignarhaldsfélög Það var tíska í hópi auðmanna að skrá eignarhaldsfélag fyrir heimilum sínum. Það er löglegt að láta eignarhaldsfélag kaupa hús fyrir sig og sína - en það fyrirkomulag hefur verið misnotað nokkuð á síðustu árum og mönnum gert að endurgreiða skattinum. Fréttastofa rýnir í Fjölnisvegarfléttu Hannesar Smárasonar. 25.6.2009 18:43 Eldur í bílskúr og bíl Eldur kviknaði í bílskúr og barst í nálægan bíl við Marbakkabraut í Kópavogi fyrr í kvöld. Að sögn lögreglu var einn fluttur á slysadeild með brunasár. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu, en slökkvilið er ennþá á vettvangi. 25.6.2009 22:53 Strandveiðar hefjast Þeir sem hug hafa á byrja að róa til fiskjar í sumar geta nú sótt um leyfi til Fiskistofu. Ný lög um frjálsar strandveiðar hafa tekið gildi og í hádeginu undirritaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra reglugerð um veiðarnar. 25.6.2009 19:23 Víðtækt samkomulag á vinnumarkaði Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðrins og ríkisstjórnarinnar nær til 150 þúsund manna á launamarkaði og er ætlað að vera grunnur að endurreisn íslensks atvinnulífs. Laun þeirra sem eru á taxtalaunum hækka um mánaðamótin en aðrir fá ekki launahækkun fyrr en í nóvember. Skattar verða hækkaðir um tugi milljarða og enn hærri fjárhæðir skornar niður. 25.6.2009 18:51 Hótelstjóri á Grundarfirði: Svona er þessi bransi „Það voru einhverjar konur hérna sem settu upp markað og urðu fyrir vonbrigðum með að enginn skyldi verða eftir í bænum. Svona er þessi bransi bara,“ segir Gísli Ólafsson, hótelstjóri á Grundarfirði. 25.6.2009 20:01 240 manns sótt foreldranámskeið eftir bankahrun „Eftir meira en tíu ára starf mitt á þessu sviði, þá er þetta okkar mesti árangur fram að þessu,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi. 120 pör hafa sótt tíu foreldranámskeið sem ráðgjafarfyrirtæki Ólafs, ÓB-ráðgjöf, setti á fót í kjölfar bankahrunsins í samstarfi við þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og heilsugæslustöðvar. 25.6.2009 20:49 Söngvari enn í endurhæfingu eftir fall Duncan McKnight, rúmlega tvítugur söngvari berlínsku hljómsveitarinnar Virgin Tongues hefur verið á sjúkrahúsi í Reykjavík í níu vikur, eftir að hann féll af þriðju hæð húss við Skólavörðustíg hinn fyrsta maí. 25.6.2009 19:08 Bifröst: Deilur um vanskil komnar fyrir dómstóla Rektor háskólans á Bifröst segir fjárhagsstöðu skólans góða, þrátt fyrir 80 milljón króna tap á síðasta ári. Deilur um meint vanskil vegna nýrra nemendagarða eru nú komnar fyrir dómstóla. 25.6.2009 18:55 Grunnur að endurreisn efnahagslífsins Markmið stöðuleikasáttarinnar er að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu í nóvember, verðbólga verði komin í 2,5 prósent í lok næsta árs og unnið verði gegn atvinnuleysi með framkvæmdum með aðkomu lífeyrissjóða og einkaaðila. 25.6.2009 18:48 Snarpur skjálfti fannst víða um Reykjavík Snarpur jarðskjálfti varð rétt í þessu og fannst víða um Reykjavík. Samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofu var um tvo skjálfta að ræða um tuttugu mínútur yfir fimm. Áttu skjálftarnir upptök sín um fimm og hálfan kílómetra norðaustur af Krýsuvík og voru 2,6 og 3,9 á Richter.Þessar tölur eru ekki yfirfarnar. 25.6.2009 17:20 Fyrrum seðlabankastjórar hafa verið yfirheyrðir Rannsóknarnefnd Alþingis hefur tekið formlegar skýrslur af 26 einstaklingum. Þar á meðal eru ráðherrar, fyrrverandi og núverandi, fyrrverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrrverandi bankastjórar, starfsmenn úr stjórnsýslunni og bönkunum og sjálfstæðir sérfræðingar sem unnið hafa á vegum þessara aðila. Þetta kemur fram á vef rannsóknarnefndarinnar. 25.6.2009 16:41 Sigríður Benediktsdóttir ekki vanhæf Þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Benediktsdóttir, samstarfskona þeirra í Rannsóknarnefnd Alþingis sé ekki vanhæf vegna ummæla sem hún viðhafði í viðtali við Yale Daily News þann 31. mars síðastliðinn. 25.6.2009 15:24 Sáttmáli um nýja sókn í atvinnumálum Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með stöðugleikasáttmálanum hafi náðst breið samstaða allra aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkis um átak til að endurreisa efnahagslífið með fjölþættum aðgerðum. 25.6.2009 15:17 Eiríkur: Sameinumst um það sem við erum sammála um Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir auðvelt að finna atriði í stöðugleikasáttmálanum sem samvari ekki beint við stefnu og áherslur einstakra aðila og samtaka. 25.6.2009 15:05 Tekinn með fullt af grillkjöti Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Í Kópavogi var brotist inn í tvo bíla og munir teknir úr öðrum þeirra. Sami maður reyndist hafa verið að verki í báðum tilvikum. Hann er á þrítugsaldri og var færður í fangageymslu lögreglunnar. Maðurinn var mjög vel birgur af grillkjöti þegar hann var handtekinn en fátt var um svör þegar spurt var hvaðan maturinn væri kominn. 25.6.2009 14:43 Neyðast til að fella niður ferðir til Portúgals Þorsteinn Guðjónsson forstjóri Úrvals Útsýnar segir að ferðir til Portúgals hafi verið felldar niður seinni hluta sumars. Hann segir að einfaldlega séu of fáir sem hafi skráð sig í þessar ferðir og því hafi verið ákveðið að fella þær niður. Þeir sem áttu bókað í þessar ferðir fá annaðhvort endurgreitt eða er boðið upp á aðra valkosti. 25.6.2009 14:39 Seldi bíl en hirti peninginn Maður hefur verið ákærður fyrir að draga sér söluandvirði bíls sem hann var að selja fyrir annan mann og jafnframt skrá bíl sem kom upp í söluvirði hins bílsins á sitt eigið nafn. 25.6.2009 14:12 Viðbrögð helstu aðila: Sáttamáli um framfarir en ekki stöðnun Fjölmargir aðilar koma að undirritun stöðugleikasáttmálans sem var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu rétt fyrir klukan tvö í dag. Við það tækifæri tjáðu ýmsir sig um samninginn og sagði Jóhanna Sigurðardóttir að um tímamótaviðburð væri að ræða. Aldrei hefði verið mikilvægara að undirrita slíkan sáttmálan en einmitt nú og hann væri lykilatriði í endurreisninni. 25.6.2009 14:11 Búið að skrifa undir stöðugleikasáttmálann Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins. Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra þeirra helstu þátta sem mestri óvissu hafa verið háðir síðustu mánuðina og er sáttmálinn ein þeirra meginstoða sem framtíðar uppbygging efnahagslífsins hvílir á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera segir þetta afara mikilvægan áfanga og veigamikla forsendu fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum. 25.6.2009 13:54 Í gæsluvarðhald vegna skelfilegrar líkamsárásar Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna líkams árásar í Bakkagerði 1 á sunnudagskvöld. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní. 25.6.2009 13:28 Sjá næstu 50 fréttir
Loftorka tekin til gjaldþrotaskipta Loftorka Borgarnesi ehf. lagði í dag inn beiðni til Héraðsdóms Vesturlands um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. 26.6.2009 18:05
„Gömlu nýlenduþjóðirnar haga sér með ólíkindum“ „Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. 26.6.2009 16:37
Útfærsla á persónukjöri samþykkt í ríkisstjórn Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag frumvörp um persónukjör í bæði alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Er þetta í samræmi við 100 daga áætlun yfirvalda, en ekki hafði verið kveðið á um útfærslu persónukjörsins fyrr en nú. Frumvörpin verða næst lögð fyrir Alþingi. 26.6.2009 16:28
Bíll Bootcampþjálfarans fundinn Bifreið Ingu Þóru Ingadóttur, Bootcampþjálfara er komin í leitirnar en henni var stolið í nótt. Bíllinn sem er af gerðinni PT Cruiser fannst í miðbænum fyrir skemmstu og er kominn í hendurnar á Ingu Þóru á ný. 26.6.2009 17:33
Stefnt að hallalausum Landspítala Stefnt er að hallalausum rekstri Landspítala í árslok þrátt fyrir umtalsverða hagræðingarkröfu á árinu sem nemur um 2800 milljónum króna frá rekstri síðasta árs. Staða og þróun íslensku krónunnar gerir hins vegar það verkefni afar erfitt. Á spítalanum hefur verið gripið til margháttaðra hagræðingaraðgerða sem m.a. lúta að skilvirkara stjórnskipulagi, breyttu vaktafyrirkomulagi hjá starfsfólki, sparnaði í innkaupum og ódýrari stoðþjónustu. Staðfastlega er reynt að standa við það markmið að skerða ekki þjónustu spítalans við sjúklinga. 26.6.2009 16:32
Íslenskur prófessor frelsar breskan fanga Skýrsla sem íslenski rannsóknarprófessorinn Gísli H. Guðjónsson vann um breska fangann Ian Lawless átti stóran þátt í því að Lawson var látinn laus úr fangelsi eftir sjö ára afplánun. Lawless var gefið að sök að hafa orðið manni, sem ranglega var grunaður um barnagirnd, að bana í Grimsby. 26.6.2009 15:54
Stefnir á Íslandsmet í Esjugöngu Þorsteinn Jakobsson, velunnari samtakanna Ljóssins, stefnir að því að ganga sjö ferðir upp og niður Esjuna á morgun. Hann safnar áheitum til göngunnar, sem renna óskipt til Ljóssins. 26.6.2009 14:57
Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26.6.2009 13:56
Steingrímur: Aftekur mistök við hækkun vörugjalda „Framkvæmdalega séð þá held ég að þetta hafi legið beinast við," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um hækkun vörugjalda á eldsneyti sem lögfest var þann 28. maí. Hækkunin náði ekki til birgða olíufyrirtækjanna, heldur eingöngu til afgreiðslu nýrra farma. 26.6.2009 13:56
Borgarstjóri stingur höfði í sandinn Tekjur lækka og útgjöld aukast og skilja samtals eftir 1,7 milljarða gat í fjárhag Reykjavíkurborgar á þessu ári og 2,7 milljarða á næsta ári. Þetta kemur fram í útreikningum fjármálaskrifstofu og borgarhagfræðings á grundvelli þjóðhagsspár, sem unnir voru að beiðni Samfylkingingarinnar og VG í borgarstjórn. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáæltunum Reykjavíkurborgar. Hratt mun því ganga á handbært fé og eigið fé borgarinnar verði ekkert að gert. Ofan á þetta tæplega 5 milljarða gat bætast áhrif af niðurskurði ríkissjóðs og hækkunum tryggingargjalds. Ætla má að áhrifin á fjárhag Reykjavíkurborgar verði til útgjaldaauka yfir hálfan milljarð vegna þessa. 26.6.2009 13:56
Fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Karlmaður sem ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Annar karlmaður og tvær konur voru ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa látið fyrir farast að koma hinum látna undir læknishendur er hann hafði slasast lífshættulega vegna árásarinnar. Konurnar voru báðar sýknaðar af ákærunni en maðurinn var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða fengelsi. 26.6.2009 13:35
Nýr ritstjóri stúdentablaðsins: Spennandi áskorun „Ég er mjög sátt með þetta og hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Áslaug Baldursdóttir, nýr ritstjóri Stúdentablaðsins. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur ráðið Áslaugu til að gegna þeim starfa skólaárið 2009 til 2010. 26.6.2009 12:22
Bláum bíl Bootcampþjálfara stolið í nótt Inga Þóra Ingadóttir Bootcamþjálfari varð nokkuð hissa þegar hún vaknaði í morgun. Þá áttaði hún sig á því að Electick bláum PT Cruiser bíl hennar hafði verið stolið. Bíllinn hefur skráningarnúmerið SM 050 og var stolið á bilinu 3 til 6 í morgun að hennar sögn. 26.6.2009 11:02
Tryggva Þór ekki snúist hugur „Alls ekki," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort honum hafi snúist hugur síðan hann ræddi við BBC í viðtali sem birtist þann 6. október 2008. Í samtali hans við breskan blaðamann féllst Tryggvi á ábyrgð hins íslenska tryggingasjóðs innistæðueigenda á breskum innistæðum í Icesave málinu. 26.6.2009 10:35
Meintur smyglari tapar skaðabótamáli - aftur Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri DV og Erla Hlynsdóttir blaðamaður voru sýknuð í meiðyrðarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið höfðaði Rúnar Þór Róbertsson á þeim forsendum að blaðið hefði kallað hann fíkniefnasmyglara árið 2008. Sjálfur sat Rúnar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að smyglinu árið 2007. Um var að ræða stófelldan innflutning á kókaíni. Fjögur kíló af efninu voru falin í Benz bifreið sem var á Sundahöfn. 26.6.2009 10:31
Feneyjartvíæringurinn: Kostnaður ríkisins er 23 milljónir Kostnaður ríkisins vegna Feneyjartvíæringsins er 23 milljónir króna. Ríkið greiðir 45% af heildarkostnaðinum við framlag Íslands og sjá styrktaraðilar um afganginn. 26.6.2009 09:28
Nokkrir eftirskjálftar í gær Nokkrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfar skjálftans sem reið yfir norðaustan við Krísuvík um klukkkan hálfsex í gær. 26.6.2009 07:20
Eldur í 4000 fermetra skemmu á Keilugranda Eldur kom upp í fjögur þúsund fermetra vöruskemmu við Keilugranda 1 í nótt um klukkan hálf fjögur. Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar á staðinn enda um stórt hús að ræða. Eldur var á staðnum þegar liðið mætti á svæðið en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Húsið var hins vegar fullt af reyk og tók langan tíma að reykræsta. 26.6.2009 07:11
Skrýtið að semja um launahækkanir Þórarinn V. Þórarinsson, sem var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands þegar þjóðarsáttin var gerð, segir skrýtið að samið sé um launahækkanir í stöðugleikasáttmálanum. 26.6.2009 06:00
Stríðsástand gæti skapast verði Icesave hafnað Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins. 26.6.2009 06:00
Fingraför í öll vegabréf Fingraför verða í örgjörvum allra nýrra vegabréfa sem koma út eftir 28. júní. Þetta er gert í samræmi við samþykktir Schengen-ríkja á vettvangi ESB. Eldri vegabréf halda gildi sínu út gildistímann, að sögn Þorvarðar Kára Ólafssonar, skilríkja- og öryggissérfræðings hjá Þjóðskrá. 26.6.2009 05:00
Tóku fíkniefni, peninga og þýfi Fíkniefni fundust við húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða kókaín, amfetamín og hass. 26.6.2009 04:00
Kríukrísa í Flatey „Áður heyrði maður varla neitt fyrir kríunni en nú heyrir maður varla í henni,“ segir Magnús Jónsson bóndi í Flatey um ástand kríustofnsins þar, sem er afar slakt. 26.6.2009 03:00
Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans erlendis. 25.6.2009 22:29
Hvalveiðar Íslands ekki gagnrýndar í Alþjóða Hvalveiðiráðinu Framtíð Alþjóða hvalveiðiráðsins hangir á bláþræði. Þær þjóðir í ráðinu sem eru andsnúnar og hlynntar hvalveiðum fá eitt ár til að ná sáttum ellegar þurfi að hugsa starfsemi ráðsins alveg upp á nýtt. Aðalfulltrúi Íslands í ráðinu segir sáttatón ríkja á aðalfundi þess. Hvalveiðar Íslendinga hafi ekki verið gagnrýndar. 25.6.2009 19:30
Auðmenn keyptu hús sín í gegn um eignarhaldsfélög Það var tíska í hópi auðmanna að skrá eignarhaldsfélag fyrir heimilum sínum. Það er löglegt að láta eignarhaldsfélag kaupa hús fyrir sig og sína - en það fyrirkomulag hefur verið misnotað nokkuð á síðustu árum og mönnum gert að endurgreiða skattinum. Fréttastofa rýnir í Fjölnisvegarfléttu Hannesar Smárasonar. 25.6.2009 18:43
Eldur í bílskúr og bíl Eldur kviknaði í bílskúr og barst í nálægan bíl við Marbakkabraut í Kópavogi fyrr í kvöld. Að sögn lögreglu var einn fluttur á slysadeild með brunasár. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu, en slökkvilið er ennþá á vettvangi. 25.6.2009 22:53
Strandveiðar hefjast Þeir sem hug hafa á byrja að róa til fiskjar í sumar geta nú sótt um leyfi til Fiskistofu. Ný lög um frjálsar strandveiðar hafa tekið gildi og í hádeginu undirritaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra reglugerð um veiðarnar. 25.6.2009 19:23
Víðtækt samkomulag á vinnumarkaði Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðrins og ríkisstjórnarinnar nær til 150 þúsund manna á launamarkaði og er ætlað að vera grunnur að endurreisn íslensks atvinnulífs. Laun þeirra sem eru á taxtalaunum hækka um mánaðamótin en aðrir fá ekki launahækkun fyrr en í nóvember. Skattar verða hækkaðir um tugi milljarða og enn hærri fjárhæðir skornar niður. 25.6.2009 18:51
Hótelstjóri á Grundarfirði: Svona er þessi bransi „Það voru einhverjar konur hérna sem settu upp markað og urðu fyrir vonbrigðum með að enginn skyldi verða eftir í bænum. Svona er þessi bransi bara,“ segir Gísli Ólafsson, hótelstjóri á Grundarfirði. 25.6.2009 20:01
240 manns sótt foreldranámskeið eftir bankahrun „Eftir meira en tíu ára starf mitt á þessu sviði, þá er þetta okkar mesti árangur fram að þessu,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi. 120 pör hafa sótt tíu foreldranámskeið sem ráðgjafarfyrirtæki Ólafs, ÓB-ráðgjöf, setti á fót í kjölfar bankahrunsins í samstarfi við þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og heilsugæslustöðvar. 25.6.2009 20:49
Söngvari enn í endurhæfingu eftir fall Duncan McKnight, rúmlega tvítugur söngvari berlínsku hljómsveitarinnar Virgin Tongues hefur verið á sjúkrahúsi í Reykjavík í níu vikur, eftir að hann féll af þriðju hæð húss við Skólavörðustíg hinn fyrsta maí. 25.6.2009 19:08
Bifröst: Deilur um vanskil komnar fyrir dómstóla Rektor háskólans á Bifröst segir fjárhagsstöðu skólans góða, þrátt fyrir 80 milljón króna tap á síðasta ári. Deilur um meint vanskil vegna nýrra nemendagarða eru nú komnar fyrir dómstóla. 25.6.2009 18:55
Grunnur að endurreisn efnahagslífsins Markmið stöðuleikasáttarinnar er að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu í nóvember, verðbólga verði komin í 2,5 prósent í lok næsta árs og unnið verði gegn atvinnuleysi með framkvæmdum með aðkomu lífeyrissjóða og einkaaðila. 25.6.2009 18:48
Snarpur skjálfti fannst víða um Reykjavík Snarpur jarðskjálfti varð rétt í þessu og fannst víða um Reykjavík. Samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofu var um tvo skjálfta að ræða um tuttugu mínútur yfir fimm. Áttu skjálftarnir upptök sín um fimm og hálfan kílómetra norðaustur af Krýsuvík og voru 2,6 og 3,9 á Richter.Þessar tölur eru ekki yfirfarnar. 25.6.2009 17:20
Fyrrum seðlabankastjórar hafa verið yfirheyrðir Rannsóknarnefnd Alþingis hefur tekið formlegar skýrslur af 26 einstaklingum. Þar á meðal eru ráðherrar, fyrrverandi og núverandi, fyrrverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrrverandi bankastjórar, starfsmenn úr stjórnsýslunni og bönkunum og sjálfstæðir sérfræðingar sem unnið hafa á vegum þessara aðila. Þetta kemur fram á vef rannsóknarnefndarinnar. 25.6.2009 16:41
Sigríður Benediktsdóttir ekki vanhæf Þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Benediktsdóttir, samstarfskona þeirra í Rannsóknarnefnd Alþingis sé ekki vanhæf vegna ummæla sem hún viðhafði í viðtali við Yale Daily News þann 31. mars síðastliðinn. 25.6.2009 15:24
Sáttmáli um nýja sókn í atvinnumálum Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með stöðugleikasáttmálanum hafi náðst breið samstaða allra aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkis um átak til að endurreisa efnahagslífið með fjölþættum aðgerðum. 25.6.2009 15:17
Eiríkur: Sameinumst um það sem við erum sammála um Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir auðvelt að finna atriði í stöðugleikasáttmálanum sem samvari ekki beint við stefnu og áherslur einstakra aðila og samtaka. 25.6.2009 15:05
Tekinn með fullt af grillkjöti Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Í Kópavogi var brotist inn í tvo bíla og munir teknir úr öðrum þeirra. Sami maður reyndist hafa verið að verki í báðum tilvikum. Hann er á þrítugsaldri og var færður í fangageymslu lögreglunnar. Maðurinn var mjög vel birgur af grillkjöti þegar hann var handtekinn en fátt var um svör þegar spurt var hvaðan maturinn væri kominn. 25.6.2009 14:43
Neyðast til að fella niður ferðir til Portúgals Þorsteinn Guðjónsson forstjóri Úrvals Útsýnar segir að ferðir til Portúgals hafi verið felldar niður seinni hluta sumars. Hann segir að einfaldlega séu of fáir sem hafi skráð sig í þessar ferðir og því hafi verið ákveðið að fella þær niður. Þeir sem áttu bókað í þessar ferðir fá annaðhvort endurgreitt eða er boðið upp á aðra valkosti. 25.6.2009 14:39
Seldi bíl en hirti peninginn Maður hefur verið ákærður fyrir að draga sér söluandvirði bíls sem hann var að selja fyrir annan mann og jafnframt skrá bíl sem kom upp í söluvirði hins bílsins á sitt eigið nafn. 25.6.2009 14:12
Viðbrögð helstu aðila: Sáttamáli um framfarir en ekki stöðnun Fjölmargir aðilar koma að undirritun stöðugleikasáttmálans sem var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu rétt fyrir klukan tvö í dag. Við það tækifæri tjáðu ýmsir sig um samninginn og sagði Jóhanna Sigurðardóttir að um tímamótaviðburð væri að ræða. Aldrei hefði verið mikilvægara að undirrita slíkan sáttmálan en einmitt nú og hann væri lykilatriði í endurreisninni. 25.6.2009 14:11
Búið að skrifa undir stöðugleikasáttmálann Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins. Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra þeirra helstu þátta sem mestri óvissu hafa verið háðir síðustu mánuðina og er sáttmálinn ein þeirra meginstoða sem framtíðar uppbygging efnahagslífsins hvílir á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera segir þetta afara mikilvægan áfanga og veigamikla forsendu fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum. 25.6.2009 13:54
Í gæsluvarðhald vegna skelfilegrar líkamsárásar Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna líkams árásar í Bakkagerði 1 á sunnudagskvöld. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní. 25.6.2009 13:28