Fleiri fréttir Vilja aftur búskap á Hrafnseyri Búnaðarsamband Vestfjarða mun senda forsætisráðuneytinu á næstu dögum áskorun um að stuðla að því að búskapur verði hafinn á nýjan leik á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. 18.6.2009 03:45 Upplýsingum leynt í þágu sérhagsmuna Dæmi eru um að á undanförnum árum hafi eignir verið færðar inn á ársreikninga fyrirtækja á hærra verði en innstæða hafi verið fyrir. Þannig hafi verið reynt að leyna upplýsingum í þágu sérhagsmuna og í þágu stjórnenda fyrirtækjanna. Þetta segir Aðalsteinn Hákonarson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra og endurskoðandi. 18.6.2009 03:30 Mikilvægt fyrir Ísland að vera í NATO Varnarmál Lawrence Chalmer er yfirmaður Menntunarstofnunar NATO og er á Íslandi í þessari viku til að eiga fund með þingmönnum og yfirmönnum hjá Varnarmálastofnun Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Íslands. Fréttablaðið tók viðtal við hann um stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og um störf hans í þágu bandalagsins. 18.6.2009 03:15 Kaupþingsgögnin skiptu litlu Umræða vegna tafa á afhendingu svokallaðra Kaupþingsgagna, frá ríkissaksóknara til embættis sérstaks saksóknara, er smámál sem slík, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Engir rannsóknarhagsmunir hafi spillst. Gögnin sem um ræðir fjalla um niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum lykilstarfsmanna Kaupþings. 18.6.2009 03:00 Hátekjuskatturinn miðast við árstekjur Átta prósenta hátekjuskattur, sem byrjað verður að innheimta um mánaðamótin, leggst á allar launatekjur umfram 700 þúsund krónur, samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fyrir þingið á næstu dögum. 18.6.2009 02:45 Grútarblautum erni bjargað Ársgömlum erni var bjargað í Nátthaga við Berserkjahraun á Snæfellsnesi síðastliðið föstudagskvöld en hann var ataður grút og greinilega aðframkominn. „Hann sat þarna rétt hjá tjaldi ferðafólks sem síðan tilkynnti lögreglu um málið,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, en hann fór á vettvang, handsamaði örninn og kom honum í búr. 18.6.2009 02:15 Gjöldin hækki ekki næsta árið Borgarfulltrúar Vinstri grænna vilja ekki að gjaldskrá Strætós verði hækkuð næsta árið og að haldið verði sérstakt íbúaþing um málefni fyrirtækisins, áður en yfirstandandi stefnumótun um framtíð þess verði kláruð. 18.6.2009 02:00 Ekki hægt að ganga á aðrar eignir en Landsbankans Ekki er hægt að ganga að eignum íslenska ríkisins ef stjórnvöld geta ekki staðið við Icesave skuldbindingarnar, eins og fullyrt var í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þar sem ríki eru ekki aðfararhæf í málum sem þessum. Þetta segir áhrifamaður innan ríkisstjórnarinnar sem þekkir Icesave samningana. 17.6.2009 21:38 Jónína er fundin Hin fimmtán ára gamla Jónína Jófríður Jóhannesdóttir, sem lögreglan lýsti eftir í gær, er fundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17.6.2009 21:53 Samninganefndirnar sáu ekki eignasafn Landsbankans Þingmaður Borgarahreyfingarinnar fullyrðir að enginn þeirra sem er í samninganefndum Íslendinga, Hollendinga og Breta um Icesave innistæðurnar hafi séð eignasöfn Landsbankans. 17.6.2009 19:05 Fæða uppi á landi Barnshafandi konur í Vestmannaeyjum eru ósáttar við að skurðdeildinni á sjúkrahúsi bæjarins hafi verið lokað í sumar. Þeim er ráðlagt að fara upp á land til að fæða. 17.6.2009 18:50 Sovéski fáninn að húni hjá Lilju Mósesdóttur „Þetta var sonur minn að hrekkja móður sína,“ segir alþingiskonan Lilja Mósesdóttir en í dag hefur Sovéska fánanum verið flaggað á heimi hennar í Breiðholti. Nágrannar Lilju höfðu samband við fréttastofu, ekki par hrifnir af uppátækinu. 17.6.2009 16:22 Hátíðarávarp Gunnars: Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson, sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann hélt hátíðarræðu á Rútstúni í dag enda vilji hún ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum. Gunnar hverfur að öllum líkindum úr bæjarstjórastólnum á næstunni eftir harða gagnrýni á viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. 17.6.2009 16:08 Danskir víkingar allsberir í Peningagjá „Jú, þetta er rétt,“ segir Jóna Gunnarsdóttir, landvörður á Þingvöllum um uppákomu sem átti sér stað á Þingvöllum á mánudag. Samstarfskona Jónu kom þá að fjórum kviknöktum karlmönnum á sundi í Peningagjá. Voru þar á ferð danskir víkingar. 17.6.2009 14:23 Tíu sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í dag tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir sem hlutu fálkaorðuna í dag voru: 17.6.2009 15:20 Þúsunda mótmæli í Berlín: Íslendingur í hústöku Listfræðingurinn Símon Birgisson tók fyrr í dag þátt í hústöku stúdenta í Humboldt háskólanum í Berlín. Þúsundir námsmanna um gjörvallt Þýskaland skrópuðu í skólann í dag til að mótmæla meðal annars hækkun skólagjalda og hinu svokallaða BA og Masters kerfi. 17.6.2009 13:39 Jóhanna á Austurvelli: Útrásarvíkingar fóru fram með græðgi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði útrásarvíkingana hafa farið fram með græðgi og bankahrunið hafi verið efnahagslegar hamfarir fyrir Íslendinga, í ávarpi til þjóðarinnar á Austurvelli í morgun. 17.6.2009 13:07 Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17.6.2009 17:18 Um 50.000 manns í bænum - myndir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Lögregla giskar á að um 50.000 manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í dag. 17.6.2009 15:56 Viðvörun frá lögreglu: Slæmar aðstæður á Hólssandi Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri viðvörun til vegfarenda um Hólssand. Vegkaflinn frá Grímsstöðum á fjöllum að Dettifossi er í það slæmu ásigkomulagi að ökumönnum með tjaldvagna eða fellihýsi í eftirdragi er ráðið frá því að ferðast um veginn. 17.6.2009 11:37 Fundu týnda ferðamenn í nótt Björgunarsveitarmenn leituðu í nótt að erlendu pari sem ætlaði að ganga frá Landmannalaugum að Hrafntinnuskeri en skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Á fjórða tímanum bar leitin árangur þegar snjóbíll keyrði fram á fólkið um hálfan kílómetra frá skálanum í Hrafntinnuskeri. Þá hafði verið leitað að fólkinu í um sex klukkustundir en leitin hófst um níuleytið í gærkvöldi. 17.6.2009 10:42 Sviku út vörur með stolnu greiðslukorti Fjórir karlmenn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru handteknir eftir að hafa svikið út vörur úr nokkrum verslunum með stolnu greiðslukorti í nótt. Lögreglan náði mönnunum í tíu-ellefu verslun í Hafnarfirði um þrjúleytið en þá höfðu þeir náð að svíkja út vörur úr nokkrum verslunum. 17.6.2009 09:49 Natalía og Tara fundnar Þær Natalía Rós og Tara Rut, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær eru fundnar. Þær fundust í gærkvöldi í Reykjavík og eru komnar aftur á Stuðla. 17.6.2009 09:16 Tugir með kannabisrækt sem aðalstarf Lögregla hefur upprætt fjörutíu kannabisræktanir á árinu, lagt þar hald á tæplega 7.000 plöntur og handtekið um sjötíu ræktendur. Talið er að langflestir þeirra hafi haft sinn aðalstarfa af kannabisframleiðslunni. 17.6.2009 08:00 Kjallara stolið um helgina við Úlfarsfell „Hvað sem allri spillingu líður þá er þetta örugglega stærsti þjófnaður ársins, alla vega í kílóum talið,“ segir Gunnar Ingi Arnarsson en hann komst að því á mánudagskvöld að búið var að stela af honum og félaga hans byggingareiningum sem áttu að verða útveggir á kjallara parhúss sem þeir eru að reisa í Úlfarsárdal. 17.6.2009 07:30 Glaðheimasölu verði rift vegna vanefnda „Bærinn hefur hvorki fengist til þess að gefa út yfirlýsingu um hvenær hann hyggist afhenda hið selda né gert ráðstafanir sem eru forsenda afhendingarinnar,“ segir í bréfi lögmanns Kaupangs eignarhaldsfélags til Kópavogsbæjar. 17.6.2009 07:00 Nýtt frumvarp - bankastjórar heyri undir kjararáð Bankastjórar ríkisbankanna, forstjóri Landsvirkjunar og útvarpsstjóri eru meðal fjölmargra forstöðumanna ríkisstofnana sem munu hér eftir þiggja laun samkvæmt ákvörðunum kjararáðs, nái frumvarp fjármálaráðherra í þá veru fram að ganga. 17.6.2009 06:00 Laser-aðgerðir góð útflutningsvara Útlendingar flykkjast til landsins til þess að gangast undir laser-aðgerðir á augum en gríðarleg eftirspurn er eftir aðgerðunum á Íslandi um þessar mundir. 17.6.2009 05:00 Framkvæmd verðkannanna ábótavant „Framkvæmdinni á verðkönnunum ASÍ er verulega ábótavant,“ segir Þórður Backman, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Kaupási, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar. Hann segir það ekki einungis Bónus sem hefur ítrekað óskað eftir leiðréttingum og ábendingar án þess að nokkuð sé viðhaft af ASÍ. 17.6.2009 04:15 Margoft tekinn fullur á bílnum Rétt rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í níutíu daga fangelsi og ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. 17.6.2009 04:00 Tryggingagjaldshækkun leggst þungt á sveitarfélögin „Vissulega mun þetta hafa töluverð áhrif og leggjast þungt á sveitarfélögin,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga um fyrirhugaða tryggingargjaldshækkun. 17.6.2009 02:00 Árni og Bjarni hunsa reglur Þingmennirnir Árni Johnsen og Bjarni Benediktsson úr Sjálfstæðisflokki höfðu í gærkvöldi ekki skráð fjárhagslega hagsmuni sína hjá skrifstofu forseta Alþingis, né útskýrt þar hvers vegna þeir gera það ekki. Frestur til skráningar rann út í fyrradag, en núverandi þingmenn hafa haft rúman mánuð til að skila upplýsingunum. 17.6.2009 02:00 Utan gátta leiksýning ársins Leiksýningin Utan gátta var valin leiksýning ársins á Grímuverðlaununum, en leikstjóri sýningarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, vann til verðlauna fyrir bestu leikstjórn ársins. Sýningin Utan gátta hlaut flest verðlaun á hátíðinni, eða alls sex talsins. 16.6.2009 22:08 Réttarkerfið sniðið fyrir þá ríku Eva Joly segir réttarkerfi Vesturlanda sniðið að því að dæma fólk í lægri lögum samfélagsins. Reynslan sýni að erfiðara sé að sakfella þá ríku og valdamiklu sem jafnvel sleppi undan refsingum eftir að dómar hafa verið kveðnir upp. 16.6.2009 18:50 Klukknahljóð á alþingi - sló 23 sinnum á bjölluna Forseti Alþingis fór hamförum á bjöllunni í dag og sló allt að tuttugu og þrisvar í hana, þegar honum fannst formaður Framsóknarflokksins fara á svig við þingsköp og ræða allt önnur mál en dagskrárliðurinn heimilaði honum. 16.6.2009 19:09 Harpa Arnardóttir og Björn Thors leikarar ársins Harpa Arnardóttir flutti þakkarræðu sína á íslensku leiklistarverðlaununum, Grímunni, í gegnum fartölvu. Harpa hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki, en gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar eð hún var stödd í Danmörku. 16.6.2009 21:25 Lögregla leitar að unglingsstúlku Lögreglan leitar að Jónínu Jófríði Jóhannesdóttur, en Jónína strauk af Götusmiðjunni um klukkan 14:15 í dag og er væntanlega á leiðinni til Reykjavíkur. 16.6.2009 21:10 Sigurður Pálsson leikskáld ársins Sigurði Pálssyni voru veitt íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins á verðlaunaafhendingu Grímunnar. Sigurður hlaut verðlaunin fyrir verk sitt Utan Gátta. 16.6.2009 21:07 Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hlaut styrk Úthlutað var úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara við athöfn í listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag á afmælisdegi Kristjáns. Þetta er í annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. 16.6.2009 20:03 Hvað ef Sigurjón svíkur Sigurjón? Óhefðbundin lántaka Sigurjóns Árnasonar í einkalífeyrissjóði hans sjálfs veltir upp ýmsum spurningum, til dæmis hvað gerist standi hann ekki skil á láninu. 16.6.2009 19:06 Mikilvægt að skera úr um staðgöngumæðrun Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að ákvörðun liggi fljótlega fyrir um heimild kvenna til að fá konur til að ganga með börn fyrir sig, þar sem lífræðileg klukka tifi á fólk sem vill nýta sér þetta ráð til barneigna. 16.6.2009 18:52 26 mál á borði sérstaks saksóknara Tuttugu og sex mál eru komin inn á borð til sérstaks saksóknara. Flest eru málin umfangsmikil þar sem um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni. 16.6.2009 18:43 Gunnar Birgisson: Fórnarlamb skipulagðra ofsókna Undanfarnir dagar nálgast brjálæði í ofsóknum segir Gunnar Birgisson sem telur að Samfylkingin hafi skipulagt samsæri gegn sér. Hann ætlar að láta af embætti sem bæjarstjóri í Kópavogi en segir ósanngjarnt að hann sé dæmdur fyrir viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur sinnar. 16.6.2009 18:37 Skattahækkanir afla tíu milljarða á árinu Skattar og gjöld verða hækkuð um tíu milljarða og skorið verður niður og sparað fyrir sömu upphæð á þessu ári samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á fimmtudag. Átta prósenta skattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund á mánuði. 16.6.2009 18:33 Hafa þungar áhyggjur af lækkandi lánshæfismati InDefence hópurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir áhyggjum vegna niðurstöðu greiningar Íslandsbanka um hugsanlega lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands vegna Icesave skuldbindingar. Magnús Árni Skúlason, einn forvsvarsmanna InDefence, undirstrikar þetta í samtali við Vísi. 16.6.2009 17:54 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja aftur búskap á Hrafnseyri Búnaðarsamband Vestfjarða mun senda forsætisráðuneytinu á næstu dögum áskorun um að stuðla að því að búskapur verði hafinn á nýjan leik á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. 18.6.2009 03:45
Upplýsingum leynt í þágu sérhagsmuna Dæmi eru um að á undanförnum árum hafi eignir verið færðar inn á ársreikninga fyrirtækja á hærra verði en innstæða hafi verið fyrir. Þannig hafi verið reynt að leyna upplýsingum í þágu sérhagsmuna og í þágu stjórnenda fyrirtækjanna. Þetta segir Aðalsteinn Hákonarson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra og endurskoðandi. 18.6.2009 03:30
Mikilvægt fyrir Ísland að vera í NATO Varnarmál Lawrence Chalmer er yfirmaður Menntunarstofnunar NATO og er á Íslandi í þessari viku til að eiga fund með þingmönnum og yfirmönnum hjá Varnarmálastofnun Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Íslands. Fréttablaðið tók viðtal við hann um stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og um störf hans í þágu bandalagsins. 18.6.2009 03:15
Kaupþingsgögnin skiptu litlu Umræða vegna tafa á afhendingu svokallaðra Kaupþingsgagna, frá ríkissaksóknara til embættis sérstaks saksóknara, er smámál sem slík, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Engir rannsóknarhagsmunir hafi spillst. Gögnin sem um ræðir fjalla um niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum lykilstarfsmanna Kaupþings. 18.6.2009 03:00
Hátekjuskatturinn miðast við árstekjur Átta prósenta hátekjuskattur, sem byrjað verður að innheimta um mánaðamótin, leggst á allar launatekjur umfram 700 þúsund krónur, samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fyrir þingið á næstu dögum. 18.6.2009 02:45
Grútarblautum erni bjargað Ársgömlum erni var bjargað í Nátthaga við Berserkjahraun á Snæfellsnesi síðastliðið föstudagskvöld en hann var ataður grút og greinilega aðframkominn. „Hann sat þarna rétt hjá tjaldi ferðafólks sem síðan tilkynnti lögreglu um málið,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, en hann fór á vettvang, handsamaði örninn og kom honum í búr. 18.6.2009 02:15
Gjöldin hækki ekki næsta árið Borgarfulltrúar Vinstri grænna vilja ekki að gjaldskrá Strætós verði hækkuð næsta árið og að haldið verði sérstakt íbúaþing um málefni fyrirtækisins, áður en yfirstandandi stefnumótun um framtíð þess verði kláruð. 18.6.2009 02:00
Ekki hægt að ganga á aðrar eignir en Landsbankans Ekki er hægt að ganga að eignum íslenska ríkisins ef stjórnvöld geta ekki staðið við Icesave skuldbindingarnar, eins og fullyrt var í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þar sem ríki eru ekki aðfararhæf í málum sem þessum. Þetta segir áhrifamaður innan ríkisstjórnarinnar sem þekkir Icesave samningana. 17.6.2009 21:38
Jónína er fundin Hin fimmtán ára gamla Jónína Jófríður Jóhannesdóttir, sem lögreglan lýsti eftir í gær, er fundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17.6.2009 21:53
Samninganefndirnar sáu ekki eignasafn Landsbankans Þingmaður Borgarahreyfingarinnar fullyrðir að enginn þeirra sem er í samninganefndum Íslendinga, Hollendinga og Breta um Icesave innistæðurnar hafi séð eignasöfn Landsbankans. 17.6.2009 19:05
Fæða uppi á landi Barnshafandi konur í Vestmannaeyjum eru ósáttar við að skurðdeildinni á sjúkrahúsi bæjarins hafi verið lokað í sumar. Þeim er ráðlagt að fara upp á land til að fæða. 17.6.2009 18:50
Sovéski fáninn að húni hjá Lilju Mósesdóttur „Þetta var sonur minn að hrekkja móður sína,“ segir alþingiskonan Lilja Mósesdóttir en í dag hefur Sovéska fánanum verið flaggað á heimi hennar í Breiðholti. Nágrannar Lilju höfðu samband við fréttastofu, ekki par hrifnir af uppátækinu. 17.6.2009 16:22
Hátíðarávarp Gunnars: Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson, sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann hélt hátíðarræðu á Rútstúni í dag enda vilji hún ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum. Gunnar hverfur að öllum líkindum úr bæjarstjórastólnum á næstunni eftir harða gagnrýni á viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. 17.6.2009 16:08
Danskir víkingar allsberir í Peningagjá „Jú, þetta er rétt,“ segir Jóna Gunnarsdóttir, landvörður á Þingvöllum um uppákomu sem átti sér stað á Þingvöllum á mánudag. Samstarfskona Jónu kom þá að fjórum kviknöktum karlmönnum á sundi í Peningagjá. Voru þar á ferð danskir víkingar. 17.6.2009 14:23
Tíu sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í dag tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir sem hlutu fálkaorðuna í dag voru: 17.6.2009 15:20
Þúsunda mótmæli í Berlín: Íslendingur í hústöku Listfræðingurinn Símon Birgisson tók fyrr í dag þátt í hústöku stúdenta í Humboldt háskólanum í Berlín. Þúsundir námsmanna um gjörvallt Þýskaland skrópuðu í skólann í dag til að mótmæla meðal annars hækkun skólagjalda og hinu svokallaða BA og Masters kerfi. 17.6.2009 13:39
Jóhanna á Austurvelli: Útrásarvíkingar fóru fram með græðgi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði útrásarvíkingana hafa farið fram með græðgi og bankahrunið hafi verið efnahagslegar hamfarir fyrir Íslendinga, í ávarpi til þjóðarinnar á Austurvelli í morgun. 17.6.2009 13:07
Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17.6.2009 17:18
Um 50.000 manns í bænum - myndir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Lögregla giskar á að um 50.000 manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í dag. 17.6.2009 15:56
Viðvörun frá lögreglu: Slæmar aðstæður á Hólssandi Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri viðvörun til vegfarenda um Hólssand. Vegkaflinn frá Grímsstöðum á fjöllum að Dettifossi er í það slæmu ásigkomulagi að ökumönnum með tjaldvagna eða fellihýsi í eftirdragi er ráðið frá því að ferðast um veginn. 17.6.2009 11:37
Fundu týnda ferðamenn í nótt Björgunarsveitarmenn leituðu í nótt að erlendu pari sem ætlaði að ganga frá Landmannalaugum að Hrafntinnuskeri en skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Á fjórða tímanum bar leitin árangur þegar snjóbíll keyrði fram á fólkið um hálfan kílómetra frá skálanum í Hrafntinnuskeri. Þá hafði verið leitað að fólkinu í um sex klukkustundir en leitin hófst um níuleytið í gærkvöldi. 17.6.2009 10:42
Sviku út vörur með stolnu greiðslukorti Fjórir karlmenn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru handteknir eftir að hafa svikið út vörur úr nokkrum verslunum með stolnu greiðslukorti í nótt. Lögreglan náði mönnunum í tíu-ellefu verslun í Hafnarfirði um þrjúleytið en þá höfðu þeir náð að svíkja út vörur úr nokkrum verslunum. 17.6.2009 09:49
Natalía og Tara fundnar Þær Natalía Rós og Tara Rut, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær eru fundnar. Þær fundust í gærkvöldi í Reykjavík og eru komnar aftur á Stuðla. 17.6.2009 09:16
Tugir með kannabisrækt sem aðalstarf Lögregla hefur upprætt fjörutíu kannabisræktanir á árinu, lagt þar hald á tæplega 7.000 plöntur og handtekið um sjötíu ræktendur. Talið er að langflestir þeirra hafi haft sinn aðalstarfa af kannabisframleiðslunni. 17.6.2009 08:00
Kjallara stolið um helgina við Úlfarsfell „Hvað sem allri spillingu líður þá er þetta örugglega stærsti þjófnaður ársins, alla vega í kílóum talið,“ segir Gunnar Ingi Arnarsson en hann komst að því á mánudagskvöld að búið var að stela af honum og félaga hans byggingareiningum sem áttu að verða útveggir á kjallara parhúss sem þeir eru að reisa í Úlfarsárdal. 17.6.2009 07:30
Glaðheimasölu verði rift vegna vanefnda „Bærinn hefur hvorki fengist til þess að gefa út yfirlýsingu um hvenær hann hyggist afhenda hið selda né gert ráðstafanir sem eru forsenda afhendingarinnar,“ segir í bréfi lögmanns Kaupangs eignarhaldsfélags til Kópavogsbæjar. 17.6.2009 07:00
Nýtt frumvarp - bankastjórar heyri undir kjararáð Bankastjórar ríkisbankanna, forstjóri Landsvirkjunar og útvarpsstjóri eru meðal fjölmargra forstöðumanna ríkisstofnana sem munu hér eftir þiggja laun samkvæmt ákvörðunum kjararáðs, nái frumvarp fjármálaráðherra í þá veru fram að ganga. 17.6.2009 06:00
Laser-aðgerðir góð útflutningsvara Útlendingar flykkjast til landsins til þess að gangast undir laser-aðgerðir á augum en gríðarleg eftirspurn er eftir aðgerðunum á Íslandi um þessar mundir. 17.6.2009 05:00
Framkvæmd verðkannanna ábótavant „Framkvæmdinni á verðkönnunum ASÍ er verulega ábótavant,“ segir Þórður Backman, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Kaupási, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar. Hann segir það ekki einungis Bónus sem hefur ítrekað óskað eftir leiðréttingum og ábendingar án þess að nokkuð sé viðhaft af ASÍ. 17.6.2009 04:15
Margoft tekinn fullur á bílnum Rétt rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í níutíu daga fangelsi og ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. 17.6.2009 04:00
Tryggingagjaldshækkun leggst þungt á sveitarfélögin „Vissulega mun þetta hafa töluverð áhrif og leggjast þungt á sveitarfélögin,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga um fyrirhugaða tryggingargjaldshækkun. 17.6.2009 02:00
Árni og Bjarni hunsa reglur Þingmennirnir Árni Johnsen og Bjarni Benediktsson úr Sjálfstæðisflokki höfðu í gærkvöldi ekki skráð fjárhagslega hagsmuni sína hjá skrifstofu forseta Alþingis, né útskýrt þar hvers vegna þeir gera það ekki. Frestur til skráningar rann út í fyrradag, en núverandi þingmenn hafa haft rúman mánuð til að skila upplýsingunum. 17.6.2009 02:00
Utan gátta leiksýning ársins Leiksýningin Utan gátta var valin leiksýning ársins á Grímuverðlaununum, en leikstjóri sýningarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, vann til verðlauna fyrir bestu leikstjórn ársins. Sýningin Utan gátta hlaut flest verðlaun á hátíðinni, eða alls sex talsins. 16.6.2009 22:08
Réttarkerfið sniðið fyrir þá ríku Eva Joly segir réttarkerfi Vesturlanda sniðið að því að dæma fólk í lægri lögum samfélagsins. Reynslan sýni að erfiðara sé að sakfella þá ríku og valdamiklu sem jafnvel sleppi undan refsingum eftir að dómar hafa verið kveðnir upp. 16.6.2009 18:50
Klukknahljóð á alþingi - sló 23 sinnum á bjölluna Forseti Alþingis fór hamförum á bjöllunni í dag og sló allt að tuttugu og þrisvar í hana, þegar honum fannst formaður Framsóknarflokksins fara á svig við þingsköp og ræða allt önnur mál en dagskrárliðurinn heimilaði honum. 16.6.2009 19:09
Harpa Arnardóttir og Björn Thors leikarar ársins Harpa Arnardóttir flutti þakkarræðu sína á íslensku leiklistarverðlaununum, Grímunni, í gegnum fartölvu. Harpa hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki, en gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar eð hún var stödd í Danmörku. 16.6.2009 21:25
Lögregla leitar að unglingsstúlku Lögreglan leitar að Jónínu Jófríði Jóhannesdóttur, en Jónína strauk af Götusmiðjunni um klukkan 14:15 í dag og er væntanlega á leiðinni til Reykjavíkur. 16.6.2009 21:10
Sigurður Pálsson leikskáld ársins Sigurði Pálssyni voru veitt íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins á verðlaunaafhendingu Grímunnar. Sigurður hlaut verðlaunin fyrir verk sitt Utan Gátta. 16.6.2009 21:07
Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hlaut styrk Úthlutað var úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara við athöfn í listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag á afmælisdegi Kristjáns. Þetta er í annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. 16.6.2009 20:03
Hvað ef Sigurjón svíkur Sigurjón? Óhefðbundin lántaka Sigurjóns Árnasonar í einkalífeyrissjóði hans sjálfs veltir upp ýmsum spurningum, til dæmis hvað gerist standi hann ekki skil á láninu. 16.6.2009 19:06
Mikilvægt að skera úr um staðgöngumæðrun Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að ákvörðun liggi fljótlega fyrir um heimild kvenna til að fá konur til að ganga með börn fyrir sig, þar sem lífræðileg klukka tifi á fólk sem vill nýta sér þetta ráð til barneigna. 16.6.2009 18:52
26 mál á borði sérstaks saksóknara Tuttugu og sex mál eru komin inn á borð til sérstaks saksóknara. Flest eru málin umfangsmikil þar sem um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni. 16.6.2009 18:43
Gunnar Birgisson: Fórnarlamb skipulagðra ofsókna Undanfarnir dagar nálgast brjálæði í ofsóknum segir Gunnar Birgisson sem telur að Samfylkingin hafi skipulagt samsæri gegn sér. Hann ætlar að láta af embætti sem bæjarstjóri í Kópavogi en segir ósanngjarnt að hann sé dæmdur fyrir viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur sinnar. 16.6.2009 18:37
Skattahækkanir afla tíu milljarða á árinu Skattar og gjöld verða hækkuð um tíu milljarða og skorið verður niður og sparað fyrir sömu upphæð á þessu ári samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á fimmtudag. Átta prósenta skattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund á mánuði. 16.6.2009 18:33
Hafa þungar áhyggjur af lækkandi lánshæfismati InDefence hópurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir áhyggjum vegna niðurstöðu greiningar Íslandsbanka um hugsanlega lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands vegna Icesave skuldbindingar. Magnús Árni Skúlason, einn forvsvarsmanna InDefence, undirstrikar þetta í samtali við Vísi. 16.6.2009 17:54