Innlent

Samninganefndirnar sáu ekki eignasafn Landsbankans

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar. MYND/Stöð 2

Þingmaður Borgarahreyfingarinnar fullyrðir að enginn þeirra sem er í samninganefndum Íslendinga, Hollendinga og Breta um Icesave innistæðurnar hafi séð eignasöfn Landsbankans.

Birgitta Jónsdóttir og Þór Sari þingmenn Borgarahreyfingarinnar funduðu í gær með einum meðlimum hollensku samninganefndinni vegna Icesave reikninganna. Hún segir að á fundinum hafi komið fram að samninganefndirnar hafi ekki séð eignasöfn Landsbankans og að einungis fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viti hvað þar er inni. Birgitta gagnrýnir að svo sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×