Hátíðarávarp Gunnars: Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. júní 2009 16:08 Gunnar Birgisson segir þjóðina þurfa nýjan Jón Sigurðsson. Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson, sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann hélt hátíðarræðu á Rútstúni í dag enda vilji hún ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum. Gunnar hverfur að öllum líkindum úr bæjarstjórastólnum á næstunni eftir harða gagnrýni á viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Gunnar sagði í ræðu sinni mörg spjót standa að íslensku þjóðinni og að hún ætti í vök að verjast. Íslendingar hefðu hagnýtt sér með ýmsum hætti hve hraðar tækniframfarir hafa rofið einangrun landsins. „En þess eru líka mörg dæmi, því miður, að áhrifa og umsvifamiklir menn í okkar samfélagi hafa misnotað þessa stöðu landsins. Mér nægir að nefna eitt dæmi, öll virðumst við þurfa að bera ábyrgð á Icesavereikningunum. Íslenska þjóðin þarfnast nýs Jóns Sigurðssonar, að minnsta kosti þarf hún að ná vopnum sínum, þjappa sér saman um hugsjónir hans og stefnu og halda aftur uppi merki hans því við viljum ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum og stofnunum þeirra." Gunnar sagði hverja einustu fjölskylda skuldum vafna og þurfa samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða hærri skatta. „Samt stofnuðu þessar fjölskyldur ekki til skuldanna, þær vissu ekki einu sinni af þeim, eins og þið vitið er fjölskyldan mér afar kær. Í augum bresku ríkisstjórnarinnar er þetta réttlæti. Ætli Gordon Brown finnist ekki íslensk heimilli vera að axla ábyrgð." Þá sagði Gunnar að honum finnist íslensk stjórnmál föst í aukaatriðum en sjá ekki heildarmyndina. „Opinber umræða er óvægin og hörð um þessar mundir, orðbragðið og illviljinn er þannig að minnir á grófustu og persónulegustu árásir úr fortíðinni, tillitsleysið algjört og refsivöndurinn á lofti eins og hjá Gordon Brown." Gunnar sagði að þótt enginn sé Jón Sigurðsson í bæjarstjórn Kópavogs, sem getur næstum einn síns liðs greitt götuna að velferð og hagsæld, þá er þar fólk sem vill láta gott af sér leiða. Hann óskaði þess að Kópavogsbúar þjappi sér saman um aðalatriðin og styðji allt sem til framfara horfir og sé til hagsbóta. Að lokum bað bæjarstjórinn hátíðargesti að hafa það hugfast að það sé gott að búa í Kópavogi. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þjóðin þarf nýjan Jón Sigurðsson, sagði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann hélt hátíðarræðu á Rútstúni í dag enda vilji hún ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum. Gunnar hverfur að öllum líkindum úr bæjarstjórastólnum á næstunni eftir harða gagnrýni á viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Gunnar sagði í ræðu sinni mörg spjót standa að íslensku þjóðinni og að hún ætti í vök að verjast. Íslendingar hefðu hagnýtt sér með ýmsum hætti hve hraðar tækniframfarir hafa rofið einangrun landsins. „En þess eru líka mörg dæmi, því miður, að áhrifa og umsvifamiklir menn í okkar samfélagi hafa misnotað þessa stöðu landsins. Mér nægir að nefna eitt dæmi, öll virðumst við þurfa að bera ábyrgð á Icesavereikningunum. Íslenska þjóðin þarfnast nýs Jóns Sigurðssonar, að minnsta kosti þarf hún að ná vopnum sínum, þjappa sér saman um hugsjónir hans og stefnu og halda aftur uppi merki hans því við viljum ekki vera ofurseld erlendum stjórnvöldum og stofnunum þeirra." Gunnar sagði hverja einustu fjölskylda skuldum vafna og þurfa samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða hærri skatta. „Samt stofnuðu þessar fjölskyldur ekki til skuldanna, þær vissu ekki einu sinni af þeim, eins og þið vitið er fjölskyldan mér afar kær. Í augum bresku ríkisstjórnarinnar er þetta réttlæti. Ætli Gordon Brown finnist ekki íslensk heimilli vera að axla ábyrgð." Þá sagði Gunnar að honum finnist íslensk stjórnmál föst í aukaatriðum en sjá ekki heildarmyndina. „Opinber umræða er óvægin og hörð um þessar mundir, orðbragðið og illviljinn er þannig að minnir á grófustu og persónulegustu árásir úr fortíðinni, tillitsleysið algjört og refsivöndurinn á lofti eins og hjá Gordon Brown." Gunnar sagði að þótt enginn sé Jón Sigurðsson í bæjarstjórn Kópavogs, sem getur næstum einn síns liðs greitt götuna að velferð og hagsæld, þá er þar fólk sem vill láta gott af sér leiða. Hann óskaði þess að Kópavogsbúar þjappi sér saman um aðalatriðin og styðji allt sem til framfara horfir og sé til hagsbóta. Að lokum bað bæjarstjórinn hátíðargesti að hafa það hugfast að það sé gott að búa í Kópavogi.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira