Réttarkerfið sniðið fyrir þá ríku Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2009 18:50 Eva Joly segir réttarkerfi Vesturlanda sniðið að því að dæma fólk í lægri lögum samfélagsins. Reynslan sýni að erfiðara sé að sakfella þá ríku og valdamiklu sem jafnvel sleppi undan refsingum eftir að dómar hafa verið kveðnir upp. Eva Joly segir að níu ár hafi liðið frá upphafi Elf-rannsóknarinnar í Frakklandi þar til einstaklingar voru leiddir fyrir dóm. Mörg ár geti því liðið þar til dæmt verði í mögulegum undanskotsmálum og ólöglegum viðskiptaháttum í tengslum við bankahrunið hér. "Það sem einkennir efnahagsglæpi og þá sem fremja efnahagsbrot er að þeir eru mjög sjaldan dregnir fyrri dóm, mjög sjaldan dæmdir og þegar þeir eru dæmdir þurfa þeir mjög sjaldan að sitja af sér dóma," segir Eva. Það sé engu líkara en ákveðin hluti samfélagsins sé hafinn yfir lögin. Eva vitnar í franska félagsfræðingin Braudel sem lýsi samfélaginu eins og þriggja hæða húsi. Á neðstu hæðinni sé fólk sem steli sér til matar og framfærslu og borgi enga skatta. Millistéttin sé síðan á annarri hæðinni, fylgi almennt lögum og greiði skatta. "Á þriðju hæðinni er svo elítan, sem ekki fer að lögum og borgar heldur ekki skatta. Þetta gat einu sinni gengið upp þegar hóparnir á fyrstu og þriðju hæðinni voru fámennir. En nú er það að gerast í heiminum að þeir sem tilheyra annarri hæðinni og hafa stutt samfélagið er að dragast saman og þetta getur ekki gengið lengur," segir Eva. Eva segir að í lýðræðisþjóðfélagi eigi þjóðfélagið að þola það að áhrifaríkir menn séu dregnir fyrir rétt. En sjálf þurfti hún á lífvörðum að halda um tíma á meðan á Elf-rannsókninni stóð í Frakklandi. "Almenna reglan er sú að þegar valdamikið og ríkt fólk telur sér ógnað, grípur það of til ráða sem ekki er gert ráð fyrir á lagabókum. Til dæmis er oft gripið til þess að ausa þá auri sem standa að rannsóknum mála. Þetta kom fyrir mig," segir Eva. Menn hafi farið að grafa upp hluti í fortíð hennar til að finna á henni veika bletti. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Eva Joly segir réttarkerfi Vesturlanda sniðið að því að dæma fólk í lægri lögum samfélagsins. Reynslan sýni að erfiðara sé að sakfella þá ríku og valdamiklu sem jafnvel sleppi undan refsingum eftir að dómar hafa verið kveðnir upp. Eva Joly segir að níu ár hafi liðið frá upphafi Elf-rannsóknarinnar í Frakklandi þar til einstaklingar voru leiddir fyrir dóm. Mörg ár geti því liðið þar til dæmt verði í mögulegum undanskotsmálum og ólöglegum viðskiptaháttum í tengslum við bankahrunið hér. "Það sem einkennir efnahagsglæpi og þá sem fremja efnahagsbrot er að þeir eru mjög sjaldan dregnir fyrri dóm, mjög sjaldan dæmdir og þegar þeir eru dæmdir þurfa þeir mjög sjaldan að sitja af sér dóma," segir Eva. Það sé engu líkara en ákveðin hluti samfélagsins sé hafinn yfir lögin. Eva vitnar í franska félagsfræðingin Braudel sem lýsi samfélaginu eins og þriggja hæða húsi. Á neðstu hæðinni sé fólk sem steli sér til matar og framfærslu og borgi enga skatta. Millistéttin sé síðan á annarri hæðinni, fylgi almennt lögum og greiði skatta. "Á þriðju hæðinni er svo elítan, sem ekki fer að lögum og borgar heldur ekki skatta. Þetta gat einu sinni gengið upp þegar hóparnir á fyrstu og þriðju hæðinni voru fámennir. En nú er það að gerast í heiminum að þeir sem tilheyra annarri hæðinni og hafa stutt samfélagið er að dragast saman og þetta getur ekki gengið lengur," segir Eva. Eva segir að í lýðræðisþjóðfélagi eigi þjóðfélagið að þola það að áhrifaríkir menn séu dregnir fyrir rétt. En sjálf þurfti hún á lífvörðum að halda um tíma á meðan á Elf-rannsókninni stóð í Frakklandi. "Almenna reglan er sú að þegar valdamikið og ríkt fólk telur sér ógnað, grípur það of til ráða sem ekki er gert ráð fyrir á lagabókum. Til dæmis er oft gripið til þess að ausa þá auri sem standa að rannsóknum mála. Þetta kom fyrir mig," segir Eva. Menn hafi farið að grafa upp hluti í fortíð hennar til að finna á henni veika bletti.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira