Innlent

Laser-aðgerðir góð útflutningsvara

Þórður Sverrisson
Þórður Sverrisson

Útlendingar flykkjast til landsins til þess að gangast undir laser-aðgerðir á augum en gríðarleg eftirspurn er eftir aðgerðunum á Íslandi um þessar mundir.

„Erlend kona sem hélt upp á gullbrúðkaup sitt hér á landi um daginn kom hingað með börnin sín fimm og sagði: Ég vil að við lögum augun í okkur öllum,“ segir Þórður Sverrisson, augnlæknir hjá Lasersjón öðru tveggja fyrirtækja á Íslandi sem sérhæfir sig í laser-aðgerðum á augum.

Þórður og Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segja stærsan ur hluta útlendinganna komi frá Færeyjum, þar sem ekkert lasertæki er staðsett.

Eftirspurn útlendinga eftir aðgerðum má rekja til gengisfalls krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×