Innlent

Nýtt frumvarp - bankastjórar heyri undir kjararáð

Steingrímur Jóhann Sigfússon hefur samið frumvarp til laga um breytingar á lögum um kjararáð og fleiri lögum.
Steingrímur Jóhann Sigfússon hefur samið frumvarp til laga um breytingar á lögum um kjararáð og fleiri lögum. Mynd/Pjetur

Bankastjórar ríkisbankanna, forstjóri Landsvirkjunar og útvarpsstjóri eru meðal fjölmargra forstöðumanna ríkisstofnana sem munu hér eftir þiggja laun samkvæmt ákvörðunum kjararáðs, nái frumvarp fjármálaráðherra í þá veru fram að ganga.

Markmið frumvarpsins er að laga rekstur ríkisins að gjörbreyttum efnahagslegum raunveruleika til að mæta tekjusamdrætti, segir í greinargerð við það.

Því bætist við verkefni kjararáðs að taka ákvörðun um launakjör forstöðumanna hlutafélaga og annars konar félaga, einkaréttareðlis, sem eru að meirihluta í eigu ríkisins, ásamt ákvörðunum um laun forstöðumanna félaga sem eru í eigu fyrrgreindra félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×