Innlent

Harpa Arnardóttir og Björn Thors leikarar ársins

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá Grímunni í fyrra.
Frá Grímunni í fyrra.

Harpa Arnardóttir flutti þakkarræðu sína á íslensku leiklistarverðlaununum, Grímunni, í gegnum fartölvu. Harpa hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki, en gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar eð hún var stödd í Danmörku.

Besti karlleikari í aðalhlutverki var Björn Thors, en hann hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vestrinu eina.

Heiðursverðlaun Grímunnar hlaut Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco balletsins.

Verðlaunaathöfn Grímunnar er enn í fullum gangi á RÚV.


Tengdar fréttir

Sigurður Pálsson leikskáld ársins

Sigurði Pálssyni voru veitt íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins á verðlaunaafhendingu Grímunnar. Sigurður hlaut verðlaunin fyrir verk sitt Utan Gátta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×