Fleiri fréttir Þjónusta Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna efld Ákveðið hefur verið að efla þjónustu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna í samræmi við tilmæli félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur og samkomulags félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar. 16.10.2008 16:00 Aðföng og hráefni til iðnaðar í forgangi Seðlabanki Íslands hefur svarað erindi Samtaka iðnaðarins um temprun útflæðis gjaldeyris og tekur undir mikilvægi þess að íslenskum iðnaði verði tryggð aðföng og hráefni. Í svari bankans við erindinu kemur fram að aðföng og hráefni eigi að vera í forgangsflokki. 16.10.2008 15:26 Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi. 16.10.2008 15:23 Orðspor hefur ekki beðið hnekki vegna frestunar á tónleikaferð Orðspor Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ekki beðið hnekki og hún hefur ekki borið fjárhagslegan skaða af því að ákveðið var að fresta tónleikaferð til Japans sem átti að fara síðar í þessum mánuði. 16.10.2008 15:05 Fjórir sakfelldir fyrir þjófnað á bensínstöð Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt fjóra unga karlmenn fyrir þjófnaðarbrot fyrr á þessu ári. Einn þeirra var enn fremur sakfelldur fyrir brot á siglingalögum. 16.10.2008 14:45 Ákvörðun um áfangaheimili frestað enn á ný Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi sínum í gær að fresta til næsta fundar ákvörðun um samkomulag við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. 16.10.2008 14:42 Lögreglan boðar til blaðamannafundar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar klukkan 16. Ekki fengust gefnar upp nánari upplýsingar hjá lögreglu um málið. 16.10.2008 14:28 Samfylkingarmenn fara yfir atburði liðinna vikna Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur verið boðið á fund á sunnudaginn þar sem ráðherrar flokksins munu ræða um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu. 16.10.2008 14:06 Dóms að vænta í tálbeitumáli í Hæstarétti Málflutningur var í Hæstarétti í gær í svokölluðu tálbeitumáli sem tengist fréttaskýringarþættinum Kompási. 16.10.2008 13:50 Lést í kjölfar vinnuslyss Karlmaður, sem hlaut alvarlega áverka þegar hann féll í gærdag úr mikilli hæð stillans á Ísafirði, lést af völdum áverka í morgun. 16.10.2008 13:46 Skuldir heimilanna nærri 1.800 milljarðar um mitt ár Skuldir íslenskra heimila við lánastofnanir vou 1.760 milljarðar króna um mitt ár samkvæmt tölum Seðlabankans. Höfðu þær aukist um rúma 200 milljarða á fyrri helmingi ársins eða um 13,5 prósent. Vitnað er til þessara talna í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. 16.10.2008 13:10 Vill líka rannsaka Seðlabankann og ríkisstjórnina Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart bönkunum hafi verið réttar eða nauðsynlegar, að mati Jóns Magnússonar þingflokksformanns Frjálslynda flokksins. 16.10.2008 13:01 Sektaður um rúmar 14 milljónir fyrir skattalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að greiða 14,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar skattalagabrot á árunum 2002-2004 og árið 2006. 16.10.2008 13:00 Íslenskir björgunarmenn í útrás Þótt bankaútrásin hafi farið forgörðum eru ekki allir hættir í útrásinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur til að mynda fyrir námskeiði fyrir grænlenska slökkviliðs- og björgunarmenn sem sinna leitar- og björgunarstarfi þar í landi. 16.10.2008 12:45 Aðeins tveir flokkar hafa skilað ársreikningi Aðeins Íslandshreyfingin og Samfylkingin hafa skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til ríkisendurskoðanda. 16.10.2008 12:18 Seinka jólaopnun í verslunarmiðstöðvum vegna kreppu Stóru verslunarmiðstöðvarnar hafa ákveðið að seinka jólaopnun í desember um nokkra daga vegna kreppunnar. Kaupmenn eru þó bjartsýnir að jólaverslun verði með besta móti í ár. 16.10.2008 12:14 Létu ryðja fundarsal NATO til að skamma Breta Íslendingar óskuðu eftir því á fundi NATO-ráðsins í gær að salurinn yrði rýmdur þannig að þar sætu aðeins fastafulltrúar aðildarríkjanna og framkvæmdastjóri bandalagsins. 16.10.2008 12:02 Þriðjungur telur sig öruggan í miðborginni Þriðjungur fólks telur sig vera vera öruggan í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar. 32 prósent telja sig frekar eða mjög örugga í miðborginni samanborið við 36 prósent árið 2004. 16.10.2008 11:39 Engin lög sett eða afnumin til að flýta fyrir Bakkaálveri Ríkisstjórnin hyggst ekki setja sérstök lög eða afnema lög til þess að flýta fyrir byggingu álvers á Bakka sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 16.10.2008 11:25 RNU varar við Suðurlandsvegi Rannsóknarnefnd umferðarslysa varar við Suðurlandsvegi. Nefndin hefur gefið út varnaðarskýrslu um veginn og er tilefni hennar fjölda alvarlegra umferðarslysa sem þar hefur orðið undanfarin ár. 16.10.2008 11:16 Matvælafrumvarp ekki sett í salt Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst ekki setja frumvarp um innflutning á matvælum í salt eins og farið var fram á Alþingi í dag. 16.10.2008 11:11 Fíkniefnamál upplýst á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi, 44 e-töflur og tæpt gramm af amfetamíni í fyrrinótt. Tveir undir menn voru í haldi lögreglunnar á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 16.10.2008 10:46 Halda því fram að Ísland hafi mat til þriggja til fimm vikna Því er haldið fram í norska blaðinu Aftenposten í dag að Íslendingar hafi einungis mat til þriggja til fimm vikna í viðbót vegna þeirra efnhagshremminga sem nú ganga yfir landið. 16.10.2008 10:32 Leiðin út úr kreppunni er alþjóðleg samvinna Alþjóðleg samvinna og aðild að henni mun gera Íslendingum kleift að forðast þær langvinnu þrengingar sem urðu á hlutskipti landsmanna á liðinni öld, að mati Jónsar H. Haralz fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafi. 16.10.2008 10:31 Samþykkt að gera ráð fyrir útisundlaug við Sundhöllina Skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að gera ráð fyrir útisundlaug á lóð sunnan við Sundhöllina í Reykjavík. 16.10.2008 10:21 Kannabisplöntur og þýfi fundust í húsleit Fjörutíu kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar fundust við húsleit í íbúðarhúsi í Breiðholti í fyrrakvöld og lagði lögregla hald á þær. 16.10.2008 08:23 Bílvelta á Öxnadalsheiði Ungt par slapp lítið meitt þegar bíll þess rann á hálku og valt nokkrar veltur út af þjóðveginum á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og gjöreyðilagðist. 16.10.2008 08:13 Leiðtogar ESB lýsa yfir stuðningi við og samstöðu með Íslandi Leiðtogar Evrópusambandsins munu lýsa yfir stuðningi og samstöðu með Íslandi í tilkynningu sem send verður út seinna í dag. Þetta er ein af niðurstöðum toppfundar ESB sem lýkur í dag. 16.10.2008 08:13 Eldur í gámi Sorpu í Mosfellsbæ Mikill eldur logaði upp úr opnum gámi, fullum af notuðum hjólbörðum, þegar slökkviliðið kom á vettvang á athafnasvæði Sorpu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. 16.10.2008 08:11 Brotist inn í pylsuvagn Brotist var inn í pylsuvagninn við sundlaugarnar í Laugardal í nótt og þar leitað að verðmætum, en ekki kveikt undir pottunum. 16.10.2008 08:10 Vilja auknar veiðar úr norsk-íslenska stofninum Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar um átta prósent frá síðasta ári í ljósi þess að stofninn hefur ekki verið stærri síðan fyrir hrun hans á sjöunda áratug síðustu aldar. 16.10.2008 07:18 Framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ í uppnámi Framboð Íslands til setu í Öryggisráði SÞ er nú í uppnámi vegna fjármálaörðugleika landsins þessa stundina. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í dag. 16.10.2008 07:16 Eldur í dekkjum í Mosfellsbæ Slökkvilið og lögregla voru kölluð í Mosfellsbæ um tíuleytið í kvöld, en þar hafði kviknað eldur í dekkjagámi Sorpu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Jedrek Spiewak tók, lagði mikinn reyk yfir svæðið eins og jafnan í tilfellum sem þessu. 15.10.2008 23:00 Ríkið mun ekki lenda í vanskilum Íslenska ríkið hefur ekki lent í vanskilum með afborganir sínar og mun ekki gera það, enda er ríkissjóður nánast skuldlaus. Íslenska ríkið mun standa við skuldbindingar sínar nú sem áður. 15.10.2008 21:31 BHM fagnar vaxtalækkun Miðstjórn Bandalags háskólamanna fagnar ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti sem fyrsta skrefi í aðgerðum til að bæta hag almennings í landinu. 15.10.2008 21:12 Kaupþing mun hugsanlega krefja bresk stjórnvöld um hundruð milljarða Kaupþing hf hefur falið breska lögfræðifyritækinu Grundberg Mocatta Rakison að hefja undirbúning á lögsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna aðfarar þeirra að dótturfyrirtæki Kaupþings á Bretlandi í liðinni viku. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 15.10.2008 20:08 Vilja yfirtaka rekstur Landsvirkjunar Fjárfestingarsjóðurinn Riverstone Holdings vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar næstu ár og greiða áætlaðan hagnað fyrirfram. Fulltrúar frá fjárfestingarsjóðnum kynntu Landsvirkjun hugmyndina á fundi í síðustu viku. 15.10.2008 19:45 Erlendum gestum fjölgar verulega Erlendum gestum á Íslandi fjölgaði um 7300 eða 14,5% á tímabilinu 1. september til 13. október 2008. Alls fóru tæplega 58 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð á tímabilinu 1. september til 13. október 2008. Á sama tímabili í fyrra voru þeir um 50 þúsund. 15.10.2008 19:23 Fundu 40 kannabisplöntur við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Breiðholti í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 40 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 15.10.2008 18:40 Eldur í strætisvagni á Seltjarnarnesi Slökkviliðið var kallað að Vesturströnd á Seltjarnarnesi fyrir fáeinum mínútum þar sem kviknaði í strætisvagni. Tveir farþegar voru í vagninum, auk bílstjóra, þegar eldurinn kom upp en allir komust út án hjálpar. 15.10.2008 18:27 Geir hefur ekki séð skýrslu breskra sérfræðinga um bankakerfið Geir H. Haarde forsætisráðherra segir skýrslu breskra sérfræðinga, sem unnin var fyrir Landsbankan fyrr á þessu ári, ekki hafi verið lagða fyrir ríkisstjórn. Hann hafi vitað af skýrslunni en ekki lesið hana. 15.10.2008 17:34 Í farbann vegna fíkniefnamáls Þýskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 26. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er búsettur hér á landi, og sat um tíma í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í byrjun síðasta mánaðar. 15.10.2008 17:17 Moskvufundir hafa gengið vel - Viðræðum verður haldið áfram Sendinefndin frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu sem heimsótti Moskvu til að hefja viðræður við fulltrúa fjármálaráðuneytis Rússlands um mögulega lánveitingu til Íslands segir að fyrstu fundir hafi gengið vel. Fundum verður haldið áfram. Láninu er ætlað að bæta erlenda lausafjárstöðu Íslands. 15.10.2008 17:12 Ákjósanlegt að einn banki verði ekki í ríkiseigu Það er ákjósanlegast að einn af þremur stóru bönkunum verði á hendi annarra en ríkisins, sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir H. Haarde forsætisráðherra héldu á nú klukkan fimm. 15.10.2008 17:06 Fundað um stöðu Íslands í tengslum við Norðurlandaráðsþing Forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hyggjast hittast á fundi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Finnlandi í lok mánaðarins til þess að ræða fjármálakreppuna og sérstaklega stöðu Íslands um þessar mundir. Þetta kom fram í máli Geirs. H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó fyrir stundu. 15.10.2008 17:03 Sjá næstu 50 fréttir
Þjónusta Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna efld Ákveðið hefur verið að efla þjónustu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna í samræmi við tilmæli félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur og samkomulags félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar. 16.10.2008 16:00
Aðföng og hráefni til iðnaðar í forgangi Seðlabanki Íslands hefur svarað erindi Samtaka iðnaðarins um temprun útflæðis gjaldeyris og tekur undir mikilvægi þess að íslenskum iðnaði verði tryggð aðföng og hráefni. Í svari bankans við erindinu kemur fram að aðföng og hráefni eigi að vera í forgangsflokki. 16.10.2008 15:26
Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi. 16.10.2008 15:23
Orðspor hefur ekki beðið hnekki vegna frestunar á tónleikaferð Orðspor Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ekki beðið hnekki og hún hefur ekki borið fjárhagslegan skaða af því að ákveðið var að fresta tónleikaferð til Japans sem átti að fara síðar í þessum mánuði. 16.10.2008 15:05
Fjórir sakfelldir fyrir þjófnað á bensínstöð Héraðsdómur Vestfjarða hefur sakfellt fjóra unga karlmenn fyrir þjófnaðarbrot fyrr á þessu ári. Einn þeirra var enn fremur sakfelldur fyrir brot á siglingalögum. 16.10.2008 14:45
Ákvörðun um áfangaheimili frestað enn á ný Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi sínum í gær að fresta til næsta fundar ákvörðun um samkomulag við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. 16.10.2008 14:42
Lögreglan boðar til blaðamannafundar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar klukkan 16. Ekki fengust gefnar upp nánari upplýsingar hjá lögreglu um málið. 16.10.2008 14:28
Samfylkingarmenn fara yfir atburði liðinna vikna Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur verið boðið á fund á sunnudaginn þar sem ráðherrar flokksins munu ræða um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu. 16.10.2008 14:06
Dóms að vænta í tálbeitumáli í Hæstarétti Málflutningur var í Hæstarétti í gær í svokölluðu tálbeitumáli sem tengist fréttaskýringarþættinum Kompási. 16.10.2008 13:50
Lést í kjölfar vinnuslyss Karlmaður, sem hlaut alvarlega áverka þegar hann féll í gærdag úr mikilli hæð stillans á Ísafirði, lést af völdum áverka í morgun. 16.10.2008 13:46
Skuldir heimilanna nærri 1.800 milljarðar um mitt ár Skuldir íslenskra heimila við lánastofnanir vou 1.760 milljarðar króna um mitt ár samkvæmt tölum Seðlabankans. Höfðu þær aukist um rúma 200 milljarða á fyrri helmingi ársins eða um 13,5 prósent. Vitnað er til þessara talna í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. 16.10.2008 13:10
Vill líka rannsaka Seðlabankann og ríkisstjórnina Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart bönkunum hafi verið réttar eða nauðsynlegar, að mati Jóns Magnússonar þingflokksformanns Frjálslynda flokksins. 16.10.2008 13:01
Sektaður um rúmar 14 milljónir fyrir skattalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að greiða 14,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar skattalagabrot á árunum 2002-2004 og árið 2006. 16.10.2008 13:00
Íslenskir björgunarmenn í útrás Þótt bankaútrásin hafi farið forgörðum eru ekki allir hættir í útrásinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur til að mynda fyrir námskeiði fyrir grænlenska slökkviliðs- og björgunarmenn sem sinna leitar- og björgunarstarfi þar í landi. 16.10.2008 12:45
Aðeins tveir flokkar hafa skilað ársreikningi Aðeins Íslandshreyfingin og Samfylkingin hafa skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til ríkisendurskoðanda. 16.10.2008 12:18
Seinka jólaopnun í verslunarmiðstöðvum vegna kreppu Stóru verslunarmiðstöðvarnar hafa ákveðið að seinka jólaopnun í desember um nokkra daga vegna kreppunnar. Kaupmenn eru þó bjartsýnir að jólaverslun verði með besta móti í ár. 16.10.2008 12:14
Létu ryðja fundarsal NATO til að skamma Breta Íslendingar óskuðu eftir því á fundi NATO-ráðsins í gær að salurinn yrði rýmdur þannig að þar sætu aðeins fastafulltrúar aðildarríkjanna og framkvæmdastjóri bandalagsins. 16.10.2008 12:02
Þriðjungur telur sig öruggan í miðborginni Þriðjungur fólks telur sig vera vera öruggan í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar. 32 prósent telja sig frekar eða mjög örugga í miðborginni samanborið við 36 prósent árið 2004. 16.10.2008 11:39
Engin lög sett eða afnumin til að flýta fyrir Bakkaálveri Ríkisstjórnin hyggst ekki setja sérstök lög eða afnema lög til þess að flýta fyrir byggingu álvers á Bakka sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 16.10.2008 11:25
RNU varar við Suðurlandsvegi Rannsóknarnefnd umferðarslysa varar við Suðurlandsvegi. Nefndin hefur gefið út varnaðarskýrslu um veginn og er tilefni hennar fjölda alvarlegra umferðarslysa sem þar hefur orðið undanfarin ár. 16.10.2008 11:16
Matvælafrumvarp ekki sett í salt Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst ekki setja frumvarp um innflutning á matvælum í salt eins og farið var fram á Alþingi í dag. 16.10.2008 11:11
Fíkniefnamál upplýst á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi, 44 e-töflur og tæpt gramm af amfetamíni í fyrrinótt. Tveir undir menn voru í haldi lögreglunnar á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 16.10.2008 10:46
Halda því fram að Ísland hafi mat til þriggja til fimm vikna Því er haldið fram í norska blaðinu Aftenposten í dag að Íslendingar hafi einungis mat til þriggja til fimm vikna í viðbót vegna þeirra efnhagshremminga sem nú ganga yfir landið. 16.10.2008 10:32
Leiðin út úr kreppunni er alþjóðleg samvinna Alþjóðleg samvinna og aðild að henni mun gera Íslendingum kleift að forðast þær langvinnu þrengingar sem urðu á hlutskipti landsmanna á liðinni öld, að mati Jónsar H. Haralz fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafi. 16.10.2008 10:31
Samþykkt að gera ráð fyrir útisundlaug við Sundhöllina Skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að gera ráð fyrir útisundlaug á lóð sunnan við Sundhöllina í Reykjavík. 16.10.2008 10:21
Kannabisplöntur og þýfi fundust í húsleit Fjörutíu kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar fundust við húsleit í íbúðarhúsi í Breiðholti í fyrrakvöld og lagði lögregla hald á þær. 16.10.2008 08:23
Bílvelta á Öxnadalsheiði Ungt par slapp lítið meitt þegar bíll þess rann á hálku og valt nokkrar veltur út af þjóðveginum á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og gjöreyðilagðist. 16.10.2008 08:13
Leiðtogar ESB lýsa yfir stuðningi við og samstöðu með Íslandi Leiðtogar Evrópusambandsins munu lýsa yfir stuðningi og samstöðu með Íslandi í tilkynningu sem send verður út seinna í dag. Þetta er ein af niðurstöðum toppfundar ESB sem lýkur í dag. 16.10.2008 08:13
Eldur í gámi Sorpu í Mosfellsbæ Mikill eldur logaði upp úr opnum gámi, fullum af notuðum hjólbörðum, þegar slökkviliðið kom á vettvang á athafnasvæði Sorpu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. 16.10.2008 08:11
Brotist inn í pylsuvagn Brotist var inn í pylsuvagninn við sundlaugarnar í Laugardal í nótt og þar leitað að verðmætum, en ekki kveikt undir pottunum. 16.10.2008 08:10
Vilja auknar veiðar úr norsk-íslenska stofninum Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar um átta prósent frá síðasta ári í ljósi þess að stofninn hefur ekki verið stærri síðan fyrir hrun hans á sjöunda áratug síðustu aldar. 16.10.2008 07:18
Framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ í uppnámi Framboð Íslands til setu í Öryggisráði SÞ er nú í uppnámi vegna fjármálaörðugleika landsins þessa stundina. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í dag. 16.10.2008 07:16
Eldur í dekkjum í Mosfellsbæ Slökkvilið og lögregla voru kölluð í Mosfellsbæ um tíuleytið í kvöld, en þar hafði kviknað eldur í dekkjagámi Sorpu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Jedrek Spiewak tók, lagði mikinn reyk yfir svæðið eins og jafnan í tilfellum sem þessu. 15.10.2008 23:00
Ríkið mun ekki lenda í vanskilum Íslenska ríkið hefur ekki lent í vanskilum með afborganir sínar og mun ekki gera það, enda er ríkissjóður nánast skuldlaus. Íslenska ríkið mun standa við skuldbindingar sínar nú sem áður. 15.10.2008 21:31
BHM fagnar vaxtalækkun Miðstjórn Bandalags háskólamanna fagnar ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti sem fyrsta skrefi í aðgerðum til að bæta hag almennings í landinu. 15.10.2008 21:12
Kaupþing mun hugsanlega krefja bresk stjórnvöld um hundruð milljarða Kaupþing hf hefur falið breska lögfræðifyritækinu Grundberg Mocatta Rakison að hefja undirbúning á lögsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna aðfarar þeirra að dótturfyrirtæki Kaupþings á Bretlandi í liðinni viku. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 15.10.2008 20:08
Vilja yfirtaka rekstur Landsvirkjunar Fjárfestingarsjóðurinn Riverstone Holdings vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar næstu ár og greiða áætlaðan hagnað fyrirfram. Fulltrúar frá fjárfestingarsjóðnum kynntu Landsvirkjun hugmyndina á fundi í síðustu viku. 15.10.2008 19:45
Erlendum gestum fjölgar verulega Erlendum gestum á Íslandi fjölgaði um 7300 eða 14,5% á tímabilinu 1. september til 13. október 2008. Alls fóru tæplega 58 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð á tímabilinu 1. september til 13. október 2008. Á sama tímabili í fyrra voru þeir um 50 þúsund. 15.10.2008 19:23
Fundu 40 kannabisplöntur við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Breiðholti í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 40 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 15.10.2008 18:40
Eldur í strætisvagni á Seltjarnarnesi Slökkviliðið var kallað að Vesturströnd á Seltjarnarnesi fyrir fáeinum mínútum þar sem kviknaði í strætisvagni. Tveir farþegar voru í vagninum, auk bílstjóra, þegar eldurinn kom upp en allir komust út án hjálpar. 15.10.2008 18:27
Geir hefur ekki séð skýrslu breskra sérfræðinga um bankakerfið Geir H. Haarde forsætisráðherra segir skýrslu breskra sérfræðinga, sem unnin var fyrir Landsbankan fyrr á þessu ári, ekki hafi verið lagða fyrir ríkisstjórn. Hann hafi vitað af skýrslunni en ekki lesið hana. 15.10.2008 17:34
Í farbann vegna fíkniefnamáls Þýskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 26. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er búsettur hér á landi, og sat um tíma í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í byrjun síðasta mánaðar. 15.10.2008 17:17
Moskvufundir hafa gengið vel - Viðræðum verður haldið áfram Sendinefndin frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu sem heimsótti Moskvu til að hefja viðræður við fulltrúa fjármálaráðuneytis Rússlands um mögulega lánveitingu til Íslands segir að fyrstu fundir hafi gengið vel. Fundum verður haldið áfram. Láninu er ætlað að bæta erlenda lausafjárstöðu Íslands. 15.10.2008 17:12
Ákjósanlegt að einn banki verði ekki í ríkiseigu Það er ákjósanlegast að einn af þremur stóru bönkunum verði á hendi annarra en ríkisins, sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir H. Haarde forsætisráðherra héldu á nú klukkan fimm. 15.10.2008 17:06
Fundað um stöðu Íslands í tengslum við Norðurlandaráðsþing Forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hyggjast hittast á fundi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Finnlandi í lok mánaðarins til þess að ræða fjármálakreppuna og sérstaklega stöðu Íslands um þessar mundir. Þetta kom fram í máli Geirs. H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó fyrir stundu. 15.10.2008 17:03
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent