Innlent

Ákvörðun um áfangaheimili frestað enn á ný

Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi sínum í gær að fresta til næsta fundar ákvörðun um samkomulag við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi.

Málefni áfangaheimilisins hafa verið deiluefni í borgarpólitíkinni frá því fyrr á árinu.

Velferðarsvið Reykjavíkur og SÁÁ greinir á um það hvort fulltrúar sviðsins eigi að hafa oddaatkvæði í inntökuteymi fyrir áfangaheimilið en það eiga forsvarsmenn SÁÁ erfitt með að sætta sig við.

,,Sviðinu var að falið að reyna að ná lendingu í málinu. Ég ber miklar væntingar til þess að það takist," segir Jórunn Frímannsdóttir formaður velferðarráðs.

,,Þetta er löng og sorgleg saga sem er búin taka alltof langan tíma," segir Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi sem situr í ráðinu fyrir VG. ,,Ég er enn að vonast til þess sátt náist í málinu. Við höfum viku."

Velferðarráð ákvað 27. ágúst að slíta samningaviðræðum við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Norðlingaholti. í framhaldinu voru teknar upp að nýju viðræður við SÁÁ, Ekron og Samhjálp um rekstur áfangaheimilisins.

SÁÁ og Vinstri grænir gagnrýndu í byrjun sumars þá ákvörðun velferðarráðs að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina þar sem tilboð SÁÁ var lægra. Við val á samstarfsaðila hafði talsverð áhrif að Heilsuverndarstöðin hafði til taks hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi. Svo reyndist ekki vera þegar á reyndi.












Tengdar fréttir

Borgin vill semja við SÁÁ

Velferðarráð Reykjavíkurborgar vill semja við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. Velferðarráð ákvað 27. ágúst að slíta samningaviðræðum við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Norðlingaholti. í framhaldinu voru teknar upp að nýju viðræður við SÁÁ, Ekron og Samhjálp um rekstur áfangaheimilisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×