Innlent

Halda því fram að Ísland hafi mat til þriggja til fimm vikna

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Sigurður Jökull

Því er haldið fram í norska blaðinu Aftenposten í dag að Íslendingar hafi einungis mat til þriggja til fimm vikna í viðbót vegna þeirra efnhagshremminga sem nú ganga yfir landið.

Blaðið segir að helmingur að matnum sem Íslendingar neyta komi að utan og fjármálakreppan í landinu geri það nánast vonlaust fyrir Íslendinga að verða sér úti um birgðir. Sífellt fleiri útflytjendur til Íslands séu farnir að krefjast fyrirframgreiðslu vegna vara sem keyptar eru.

Haft er eftir heildsala hér á landi að ríkisstjórnin verði að afla gjaldeyris til þess að styrkja gengi krónunnar og auka traust á íslensku efnahagslífi á ný. Bent er á að Seðlabankinn eigi gjaldeyrisvaraforða sem fyrir mat í átta til níu mánuði en innflytjendur segi hins vegar að þörf sé á á enn meiri gjaldeyri frá útlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×