Innlent

Bílvelta á Öxnadalsheiði

MYND/'Ásgrímur Ásgrímsson

Ungt par slapp lítið meitt þegar bíll þess rann á hálku og valt nokkrar veltur út af þjóðveginum á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og gjöreyðilagðist.

Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri og útskrifað þaðan að aðhlynningu lokinni. Þá velti ung kona bíl sínum á Þorlákshafnarvegi í nótt. Hún skarst á höfði og meiddist á baki. Fyrst var hún flutt á heilsugaæslustöðina á Selfossi en þaðan í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×