Innlent

Kaupþing mun hugsanlega krefja bresk stjórnvöld um hundruð milljarða

Fall Kaupþings er rakið til aðgerða breskra stjórnvalda.
Fall Kaupþings er rakið til aðgerða breskra stjórnvalda. MYND/Vilhelm

Kaupþing hf hefur falið breska lögfræðifyritækinu Grundberg Mocatta Rakison að hefja undirbúning á lögsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna aðfarar þeirra að dótturfyrirtæki Kaupþings á Bretlandi í liðinni viku. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Bresk stjórnvöld knúðu Kaupþing Singer & Friedlander bankann til að færa innlánsreikninga sína yfir í annan banka og lokuðu fyrir alla starfsemi Kaupþings á Bretlandi. Þessar aðgerðir leiddu til falls Kaupþings banka á Íslandi.

Látið verður reyna á það fyrir breskum dómstólum hvort aðgerðir breskra stjórnvalda hafi verið ólögmætar. Verði aðgerðirnar dæmdar ólögmætar mun Kaupþing krefjast skaðabóta að andvirði hundruðum milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×