Innlent

Vill líka rannsaka Seðlabankann og ríkisstjórnina

Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart bönkunum hafi verið réttar eða nauðsynlegar, að mati Jóns Magnússonar þingflokksformanns Frjálslynda flokksins.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur falið ríkissaksóknara að hafa forystu um að gera skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana.

Jón vill að nefndin rannsaki einnig aðkomu Seðlabankans og ríkisstjórnarnar. ,,Meðan mér hefur ekki verið sýnt fram á nauðsyn þeirra aðgerða sem gripið var til þá get ég ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að bankastjórn Seðlabanka með aðstoð ríkisstjórnarinnar hafi hrundið af stað þeirri atburðarás sem leiddi til hruns bankanna og gjaldeyrisskorts," segir Jón í pistli á heimasíðu sinni.

,,Þjóðin verður að geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvort októberglæpamennirnir sem eyðilögðu hagkerfi Íslands eru óptúttnir bankamenn í viðskiptabönkum eða óhæfir stjórnendur Seðlabanka og ríkisstjórnar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×