Innlent

Leiðin út úr kreppunni er alþjóðleg samvinna

Jónas H. Haralz fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafi.
Jónas H. Haralz fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafi.

Alþjóðleg samvinna og aðild að henni mun gera Íslendingum kleift að forðast þær langvinnu þrengingar sem urðu á hlutskipti landsmanna á liðinni öld, að mati Jónasar H. Haralz fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafi.

Jónas rifjar upp tíma innflutnings- og gjaldeyrishafta hér á landi á seinustu öld í Morgunblaðinu í dag.

Í heimskreppunni upp úr 1930 neyddist hver þjóð um sig til þess að huga að sínu, hækka tolla og setja á höft sem var svarað í sömu mynt, að sögn Jónasar. Þetta hafi komið Íslendingum sérstaklega illa vegna þess hve fábreyttur útflutningur var og bundinn tilteknum mörkuðum.

Jónas segir að nú séu hins vegar starfandi öflugar stofnanir til stuðnings viðskiptum og fjármálum á alþjóðavettvangi á borð við Alþjóðaviðskiptastofnunin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn.

,,Þá skiptir það ekki síður máli að enn nánari samvinna en þetta er nú í einstökum heimshlutum, ekki síst hér í Evrópu þar sem slík samvinna á sér meir en hálfrar aldar sögu og hefur náð hámarki í Evrópusambandinu og Myndbandalagi Evrópu," segir Jónas.

Nýverið lýsti Jónas því yfir að það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið til að fá skýr svör um hvað innganga í sambandið hefði í för með sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×