Innlent

Fíkniefnamál upplýst á Ísafirði

Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi, 44 e-töflur og tæpt gramm af amfetamíni í fyrrinótt.

Tveir ungir menn voru í haldi lögreglunnar á meðan rannsókn málsins stóð yfir og var sleppt að yfirheyrslum loknum síðdegis í gær. Þeir hafa báðir komið við sögu vegna fíkniefnamála áður.

Mennirnir hafa viðurkennt að hafa ætlað að bjóða efnið til sölu á norðanverðum Vestfjörðum. Að auki er annar

maðurinn grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna.

Hluti efnisins fannst við leit lögreglu í bifreið og falin utan dyra á Ísafirði með hjálp fíkniefnaleitarhundsins Dollar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×