Innlent

Íslenskir björgunarmenn í útrás

Grænlenskur björgunarmaður á æfingu á Gufuskálum.
Grænlenskur björgunarmaður á æfingu á Gufuskálum.

Þótt bankaútrásin hafi farið forgörðum eru ekki allir hættir í útrásinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur til að mynda fyrir námskeiði fyrir grænlenska slökkviliðs- og björgunarmenn sem sinna leitar- og björgunarstarfi þar í landi.

Námskeiðið fer fram á vegum björgunarskóla Landsbjargar og stendur það í tvær vikur. Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að námið taki til fjalla- og ferðamennsku, rötunar, fyrstu hjálpar, fjallabjörgunar, leitar í snjóflóðum og á víðavangi og stjórnunar leitaraðgerða.

Námskeiðið er haldið í þjálfunarbúðum Landsbjargar á Gufuskálum á Snæfellsnesi og koma leiðbeinendur námskeiðsins úr röðum reyndra leiðbeinenda Björgunarskólans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×