Innlent

Aðeins tveir flokkar hafa skilað ársreikningi

Aðeins Íslandshreyfingin og Samfylkingin hafa skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til ríkisendurskoðanda.

Ný lög voru samþykkt kosningaárið 2007 sem fela í sér að stjórnmálaflokkum beri nú að skila ársreikningum sínum til ríkisendurskoðanda. Stjórnmálaflokkarnir höfðu frest til 1. júlí en hann var svo framlengdur til 30. september.

Enn vantar reikningana frá Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, Vinstri-grænum og Frjálslynda flokknum. Samkvæmt ríkisendurskoðanda hafa borist upplýsingar frá Vinstri-grænum um að reikningarnir frá þeim séu væntanlegir. Hluti upplýsinga úr reikningunum verður birtur opinberlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×