Fleiri fréttir

Bylting í tryggingarmálum launþega með nýjum samningum

Bylting varð í tryggingamálum launþega með nýgerðum kjarasamningum að mati Sigurðar Bessasona, formanns Eflingar. Hann segir að þar með hafi loks verið gengið frá máli sem verið hafi verkalýðshreyfingunni til skammar.

Slapp með naumindum úr íbúðinni

Rúmlega tvítugri erlendri konu tókst með naumindum að sleppa út úr íbúð í vesturborginni aðfararnótt sunnudags þar sem fimm erlendir karlmenn eru grunaðir um að hafa nauðgað henni.

Jóhannes áfram formaður Neytendasamtakanna

Jóhannes Gunnarsson er sjálfkjörinn í formannsembætti Neytendasamtakanna þar sem aðeins eitt framboð barst áður en framboðsfrestur rann út í lok febrúar.

Forseti Alþjóðabankans til Íslands í vikunni

Robert B. Zoellick, forseti Alþjóðabankans og fyrrverandi varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur til Íslands á fimmtudaginn til að funda með ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans og til viðræðna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra.

Há sekt fyrir að brugga áfengi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 570 þúsund króna fyrir að brugga sterkt áfengi. Þá var sambýliskona hans sakfelld fyrir að hafa látið það viðganganst að áfengi væri framleitt og geymt á heimilinu.

Fimm í gæsluvarðhald vegna nauðgunnar

Fimm karlmenn voru í gær úrskurðaðir í þriggja daga gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa byrlað erlendri konu ólyfjan og nauðgað henni í heimahúsi í vesturborginni aðfararnótt sunnudags.

OR vill standa við gerða samninga um Hitaveitu Suðurnesja

„Við viljum standa við gerða samninga en það er alveg ljóst að samkeppniseftirlitið hefur eitthvað við þetta mál að athuga og því er ekkert um það að segja fyrr en úrskurður þeirra fellur," segir Kjartan Magnússon stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Fimm í gæsluvarðhald vegna nauðgunar

Fimm karlmenn sem allir eru erlendir ríkisborgarar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag í tengslum við nauðgun í heimahúsi um helgina.

Fundu haglabyssur og hnífa í Hafnarfirði

Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þess fimmta leitað eftir að lögreglan gerði tvær húsleitir í Hafnarfirði í morgun. Á heimili mannanna fundust tvær haglabyssur, hnífar og alls kyns barefli.

Þungt hljóð í lögreglumönnum á suðurnesjum

Lögreglumenn á Suðurnesjum óttast niðurskurð og aukið álag vegna fjárskorts lögregluembættisins. Formaður Lögreglufélags Suðurnesja segir þungt hljóð vera í mönnum og býst að öllu óbreyttu við flótta úr starfsstéttinni.

Ætlaði ekki að setjast í helgan stein

„Ég hlakkað mjög mikið til og þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir sem í dag var skipuð sendiherra frá og með 1.júlí í sumar. Sigríður segist ekki geta gefið upp hvar hún verður sendiherra en telur sig mjög hæfa til þess að gegna starfinu.

Krónan aldrei lægri gagnvart evru

Krónan hefur lækkað um tæp þrettán prósent frá áramótum. Hún hélt áfram að lækka í dag, einna mest gagnvart þeim gjaldmiðlum sem algengastir eru í myntkörfulánum landsmanna. Formaður Eflingar hvetur fyrirtæki til að velta gengislækkuninni ekki út í verðlagið.

Drengurinn er látinn

Drengurinn sem fékk heilablæðingu á fimleikaæfingu hjá Gerplu í síðustu viku lést á Landspítalanum í gærkvöld. Hann hét Jakob Örn Sigurðarson, fæddur 21. júní 1997. Minningarstund verður haldin í Digraneskirkju kl. átta annað kvöld, sem séra Guðmundur Karl Brynjarsson annast. Athöfnin er opin öllum þeim sem vilja minnast hans.

Sigríður Anna skipuð sendiherra

Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, er í hópi þriggja sem skipaðir hafa verið sendiherrar.

Mjólka og MS í samstarf um að safna mjólk

Mjólka og Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafa komist að samkomulagi um að Auðhumla muni héðan í frá safna mjólk frá mjólkurframleiðendum fyrir bæði félögin.

Lögreglumenn hafa miklar áhyggjur af ástandinu á Suðurnesjum

Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna fundaði í morgun með Lögreglufélagi Suðurnesja.

Ingibjörg á fund drottningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur á morgun tveggja daga opinbera heimsókn til Danmerkur.

Arnar Grant kærður til lögreglu eftir nágrannaerjur

„Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll.

Gæti þurft að draga verulega úr þjónustu

Lögreglan á Suðurnesjum gæti þurft að draga verulega úr þjónustu á næstu mánuðum sökum fjárskorts. Rekstraráætlun embættisins gerir ráð fyrir 200 milljónum króna fram yfir fjárheimildir. Yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum funda nú með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins.

Eitthvað hefur brostið í starfsemi KEA

Eitthvað hefur brostið í starfsemi KEA og helstu ráðamenn eru bæði sjálflægir og einangraðir. Þetta segir fyrverandi stjórnarformaður félagsins.

Andstaða einhver arfur af misskilinni þjóðernispólitík

Andstaða forystu Sjálfstæðisflokksins við Evrópusambandsaðild er einhver arfur af miskilinni þjóðernispólitík. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra en hún var gestur í Mannamáli í gærkvöldi.

Íslenska krónan aldrei veikari gagnvart evru

Íslenskan krónan hefur aldrei verið veikari gagnvart evru og hefur lækkað um þrjú prósent á fjórum dögum. Hver evra kostaði um hundrað og fimm krónur nú fyrir hádegið.

Lúxusíbúðir seljast þrátt fyrir samdrátt

Að sögn Hörpu Þorláksdóttur, markaðsstjóra 101 Skugga, eru 15 lúxusíbúðir af þeim 97 sem félagið byggir nú á Vatnsstíg og Lindargötu þegar seldar. Harpa segir þetta vera í takt við áætlanir en 101 Skuggi hafi fyrirséð tregðu á fasteignamarkaði í byrjun þessa árs.

Óvissa um rekstur göngudeildar SÁÁ

Óvissa ríkir um göngudeild SÁÁ í Reykjavík og Akureyri þar sem ekki eru til fjármunir hjá félaginu út árið. Áttatíu milljónir þarf til að veita fulla þjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir