Fleiri fréttir

Tony Blair vill verða forseti

Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, vill verða fyrsti forseti Evrópusambandsins. Blair hóf kosningabaráttu sína á kosningafundi hjá Sarkozy í Frakklandi í gær.

Færri slasa sig á heitu vatni

Jens Kjartansson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss telur að átaksverkefnið Stillum hitann hóflega hafi nú þegar borið árangur með fækkun brunaslysa af völdum heits vatns.

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða

Íslendingar drekka minnst vestrænna þjóða, samkvæmt rannsókn sem Fréttablaðið greinir frá í dag. Jafnvel þótt drykkja Íslendinga hafi aukist um 110% á árunum 1980 til 2005, eða úr þremur lítrum í 6,4 lítra á mann á ári, þá drekki Íslendingar samt minna áfengi en íbúar annarra vestrænna ríkja.

Áskorun frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla

„Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands,“ segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla.

Meintur berklasmitberi útskrifaður af sjúkrahúsi

Maðurinn sem grunaður var um berklasmit í hádeginu í dag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Grunurinn átti ekki við rök að styðjast og var hann því sendur heim að skoðun lokinni.

Árás á lögreglumenn samsæri fíkniefnabaróna?

Björn Bjarnason spyr á heimasíðu sinni hvort fíkniefnabarónum hafi vaxið viðurkenning fíkniefnadeildarinnar í augum og þess vegna gert erlenda málaliða sína út af örkinn gegn lögreglumönnunum.

Svona skipun mun alltaf vekja upp efasemdaraddir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara, að afgerandi frávik frá niðurstöðu lögmæltrar matsnefndar muni alltaf vekja upp efasemdarraddir um að faglegar forsendur ráði.

Ekki grunur um berklasmit í Kópavogi

Rétt fyrir hádegi í dag kom til átaka í heimahúsi í Hjallahverfi í Kópavogi. Lenti þar tveimur mönnum saman og hlaut annar skurð á enni.

Saksóknaranum misbýður aðdáun á Aroni Pálma

Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi.

Össur stendur með aflimuðum íþróttamanni

Össur hf. gerir alvarlegar athugasemdir við þær prófanir sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur látið gera á gervifótum spretthlauparans Oscars Pistorius.

Fjórir handteknir vegna árásar í Keflavík

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun brutust út slagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Yello í Keflavík. Þegar lögregla mætti á staðinn lá einn óvígur í götunni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja til skoðunar hjá lækni.

Óttast ekki þótt Aron Pálmi lögsæki

Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, segist ekki óttast þótt Aron Pálmi ákveði að stefna honum. Hann segist hafa fulla heimild til að birta gögn í máli Arons Pálma.

Ráðherra hunsi vilja Húsafriðunarnefndar

Samband ungra sjálfstæðismanna vill að menntamálaráðherra hafni ósk Húsafriðunarnefndar um friðun húsanna á Laugavegi 4-6. Þetta kemur fram í áskorun sem SUS sendi ráðherra í dag.

Kvaldist klukkustundum saman án hjálpar Gæslunnar

Slasaður sjómaður á Austfjarðamiðum kvaldist klukkustundum saman eftir að Gæslan hafnaði beiðni um þyrluútkall. Hneyksli, að þyrlurnar standi ónotaðar og séu allar á höfuðborgarsvæðinu, segir læknir.

Höfðu í hótunum við fjórða félagið

Þrjú greiðslukortafyrirtæki, sem hafa játað á sig ólöglegt samráð og margvísleg önnur brot á samkeppnislögum og greitt 735 milljónir í sektir, höfðu í hótunum við fjórða félagið, þegar það kom inn á markaðinn fyrir nokkrum árum.

Ný stóriðja er óráð

Umhverfisráðherra segir óráð að ráðast í nýja stóriðju hérlendis, hvort sem það er á Húsavík eða í Helguvík, fyrr en rammaáætlun um virkjanakosti liggur fyrir.

Víkur sér enn undan því að svara

Formaður Samfylkingarinnar víkur sér enn undan því að segja álit sitt á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru.

Engin þjóðarsátt um aukna jaðarskatta

Engin þjóðarsátt hefði náðst um að auka jaðarskatta, segir starfandi forsætisráðherra um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sérstakan persónuafslátt lágtekjuhópa. Ríkisstjórnin stefnir þó á annars konar skattabreytingar í þágu fólks með lágar og meðaltekjur.

Fasteignamarkaður að kólna

540 kaupsamningum var þinglýst í desember og fækkaði þinglýstum samningum töluvert frá fyrri mánuði. Veltan í desember nam 19,5 milljörðum króna miðað við 18,5 milljarða í desember árið 2006 og er það til marks um að enn sé ágætis hiti á markaðnum, að mati Greiningadeildar Kaupþings.

Mjölnis er sárt saknað

Sjö mánaða gömlum labradorhvolpi var stolið fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti í gærdag og hefur hópur manna leitað að honum síðan. Marvin Michelsen, eigandi hvolpsins, segir að hann hafi brugðið sér inn í skólann í 20 mínútur og bundið hundinn við ljósastaur. Það var um klukkan hálfþrjú í gærdag.

Packardinn kominn á götuna

Vegfarendur um Álftanesveg ráku upp stór augu í dag þegar mættu virðulegri Packard bifreið á númerum forsetaembættisins. Um er að ræða fyrsta forsetabíl þjóðarinnar, 1942 módel og hefur bíllinn verið í yfirhalningu hjá Sævari Pétussyni bifvélavirkja frá árinu 1998.

Nýja húsnæðið að springa utan af Ikea

Hið nýja verslunarhúsnæði Ikea í Garðabæ er þegar orðið of lítið þrátt fyrir að hafa einungis verið tekið í notkun fyrir rúmu ári. Þórarinn Hjörtur Ævarsson framkvæmdastjóri segir að langtímaáætlun sem gerði ráð fyrir að ekki þyrfti að stækka verslunina fyrstu tvö til þrjú árin sé löngu úrelt. Nú sé húsnæðið að springa utan af þeim og þeir þurfi líklega að koma sér upp lagerhúsnæði annars staðar.

Samiðn lýsir vonbrigðum með ríkisstjórnina

Samninganefnd Samiðnar vill að skattkerfið verði notað í auknum mæli til jöfnunar í samfélaginu og lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að ríkisstjórnin hafi ekki séð sér fært að mæta óskum stéttarfélaganna um að boðaðar skattalækkanir verði fyrst og fremst nýttar til að lækka skatta á lægstu tekjur.

Vistunarmatsnefndum fækkað úr 40 í sjö

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um vistunarmat í tengslum við breytingar á lögum um málefni aldraðra sem hefur í för með sér að vistunarmatsnefndum fækkar úr 40 í sjö.

Stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna

Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi.

Mótorhjólaferðamenn stofna félag

Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) ætlar að stofna félag sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar.

Opið í Bláfjöllum um helgina

Opið verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina frá milli klukkan 10 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá staðarhöldurum.

Lúðvík í mál gegn hálfbræðrum sínum

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns gegn hálfbræðrum sínum, þeim Sigurði og Bergsteini Gizurarsonum.

Ómögulegt að staðfesta bílaíkveikju í Vogum

Þrír bandarískir sérfræðingar, sem dvöldu hér á landi við að rannsaka vettvang og bíla í bílabrunanum í Vogum í byrjun desember, hafa lokið störfum. Heimildir Vísis herma að bílarnir hafi verið svo illa brunnir að engin leið hafi verið að finna út hvort um íkveikju var að ræða.

Samkeppnisbrot áttu sér stað fyrir eigendabreytingar

Forsvarsmenn Borgunar hf., sem áður var Kreditkort hf., segja að þau samkeppnisbrot sem félagið hafi verið sektað fyrir hafi átt sér stað áður en eigendabreytingar urðu fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun.

Fara líkindum fram á brottvísun árásarmanna

Lögreglan mun að öllum líkindum upplýsa Útlendingastofnun um feril tveggja útlendinga sem tóku þátt í árás á lögreglumenn í Reykjavík í nótt með það fyrir augum að stofnunin vísi þeim úr landi.

Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru.

Reisugill hæstu byggingar landsins er í dag

Byggingaraðilarnir sem standa að byggingu hæsta húss Íslands á Smáratorgi í Kópavoginum hafa náð þeim áfanga að ljúka uppsteypun og utanhússfrágangi. Hafist var handa við bygginguna síðla árs 2006 og nú rúmu ári síðar er verið að reka smiðshöggið á verkið. Reisugill verður haldið til heiðurs þeim verka- og iðnaðarmönnum sem komið hafa að byggingu turnsins og eru þeir þegar þetta er skrifað að gæða sér á dýrindis humarsúpu.

Sjá næstu 50 fréttir