Sigursteinn Másson hættur sem formaður ÖBÍ 11. janúar 2008 15:21 MYND/Hari Sigursteinn Másson er hættur sem formaður Örykjabandalags Íslands vegna ágreinings um skipan í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í dag. Auk þess hefur framkvæmdastjóri bandalagsins, Hafdís Gísladóttir, sagt upp störfum vegna málsins. Fundur var hjá aðalstjórn Örykjabandalagsins í gær þar sem afgreiða átti nýja stjórn í hússjóð bandalagsins, Brynju. Meirihluti framkvæmdastjórnar bandalagsins hafði lagt fram tillögu að skipan stjórnarinnar. Sú tillaga var felld með eins atkvæðis mun. Emil Thoroddsen, varaformaður ÖBÍ, mælti fyrir tillögu minnihluta framkvæmdastjórnar og stakk upp á sjálfum sér í hina nýju stjórn. Var sú tillaga samþykkt. Þetta varð til þess að Sigursteinn sagði af sér þar sem hann telur að ljóst sé að ekki sé lengur trúnaður á milli hans og nýrrar stjórnar í hússjóði Öryrkjabandalagsins. Í tilkynningu sem dreift var á fundinum kemur fram að frá því að Sigursteinn hafi tekið við embætti formanns ÖBÍ í október 2005 hafi komið reglulega inn á hans borð málefni leigjenda hjá hússjóðnum. Margvíslegar athugasemdir hafi verið gerðar við aðbúnað, aðstæður og þjónustu við leigjendur. Taldi Sigursteinn að brýnt væri að bæta verulega þjónustu og húsnæðiskost hússjóðsins og því ljósi hafi verið lögð fram tillaga af hálfu meirihluta framkvæmdastjórnar bandalagsins um nýja stjórn. Bendir Sigursteinn enn fremur á að hússjóðurinn sé sjálfsstjórnarstofnun og lýtur sjálfsstæðri stjórn en Öryrkjabandalagið og formaður þess geti ekki skotið sér undan siðferðislegri ábyrgð á starfsháttum sjóðsins. Þá veiti ÖBÍ fjármagn til starfseminnar. „Við þær aðstæður sem uppi eru treystir undirritaður sér ekki til að axla þessa ábyrgð áfram," segir enn fremur í tilkynningunni. Við formennsku í Öryrkjabandalaginu tekur Emil Thoroddsen varaformaður en hann er fulltrúi Gigtarfélags Íslands í stjórn ÖBÍ. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Sigursteinn Másson er hættur sem formaður Örykjabandalags Íslands vegna ágreinings um skipan í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í dag. Auk þess hefur framkvæmdastjóri bandalagsins, Hafdís Gísladóttir, sagt upp störfum vegna málsins. Fundur var hjá aðalstjórn Örykjabandalagsins í gær þar sem afgreiða átti nýja stjórn í hússjóð bandalagsins, Brynju. Meirihluti framkvæmdastjórnar bandalagsins hafði lagt fram tillögu að skipan stjórnarinnar. Sú tillaga var felld með eins atkvæðis mun. Emil Thoroddsen, varaformaður ÖBÍ, mælti fyrir tillögu minnihluta framkvæmdastjórnar og stakk upp á sjálfum sér í hina nýju stjórn. Var sú tillaga samþykkt. Þetta varð til þess að Sigursteinn sagði af sér þar sem hann telur að ljóst sé að ekki sé lengur trúnaður á milli hans og nýrrar stjórnar í hússjóði Öryrkjabandalagsins. Í tilkynningu sem dreift var á fundinum kemur fram að frá því að Sigursteinn hafi tekið við embætti formanns ÖBÍ í október 2005 hafi komið reglulega inn á hans borð málefni leigjenda hjá hússjóðnum. Margvíslegar athugasemdir hafi verið gerðar við aðbúnað, aðstæður og þjónustu við leigjendur. Taldi Sigursteinn að brýnt væri að bæta verulega þjónustu og húsnæðiskost hússjóðsins og því ljósi hafi verið lögð fram tillaga af hálfu meirihluta framkvæmdastjórnar bandalagsins um nýja stjórn. Bendir Sigursteinn enn fremur á að hússjóðurinn sé sjálfsstjórnarstofnun og lýtur sjálfsstæðri stjórn en Öryrkjabandalagið og formaður þess geti ekki skotið sér undan siðferðislegri ábyrgð á starfsháttum sjóðsins. Þá veiti ÖBÍ fjármagn til starfseminnar. „Við þær aðstæður sem uppi eru treystir undirritaður sér ekki til að axla þessa ábyrgð áfram," segir enn fremur í tilkynningunni. Við formennsku í Öryrkjabandalaginu tekur Emil Thoroddsen varaformaður en hann er fulltrúi Gigtarfélags Íslands í stjórn ÖBÍ.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira