Sigursteinn Másson hættur sem formaður ÖBÍ 11. janúar 2008 15:21 MYND/Hari Sigursteinn Másson er hættur sem formaður Örykjabandalags Íslands vegna ágreinings um skipan í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í dag. Auk þess hefur framkvæmdastjóri bandalagsins, Hafdís Gísladóttir, sagt upp störfum vegna málsins. Fundur var hjá aðalstjórn Örykjabandalagsins í gær þar sem afgreiða átti nýja stjórn í hússjóð bandalagsins, Brynju. Meirihluti framkvæmdastjórnar bandalagsins hafði lagt fram tillögu að skipan stjórnarinnar. Sú tillaga var felld með eins atkvæðis mun. Emil Thoroddsen, varaformaður ÖBÍ, mælti fyrir tillögu minnihluta framkvæmdastjórnar og stakk upp á sjálfum sér í hina nýju stjórn. Var sú tillaga samþykkt. Þetta varð til þess að Sigursteinn sagði af sér þar sem hann telur að ljóst sé að ekki sé lengur trúnaður á milli hans og nýrrar stjórnar í hússjóði Öryrkjabandalagsins. Í tilkynningu sem dreift var á fundinum kemur fram að frá því að Sigursteinn hafi tekið við embætti formanns ÖBÍ í október 2005 hafi komið reglulega inn á hans borð málefni leigjenda hjá hússjóðnum. Margvíslegar athugasemdir hafi verið gerðar við aðbúnað, aðstæður og þjónustu við leigjendur. Taldi Sigursteinn að brýnt væri að bæta verulega þjónustu og húsnæðiskost hússjóðsins og því ljósi hafi verið lögð fram tillaga af hálfu meirihluta framkvæmdastjórnar bandalagsins um nýja stjórn. Bendir Sigursteinn enn fremur á að hússjóðurinn sé sjálfsstjórnarstofnun og lýtur sjálfsstæðri stjórn en Öryrkjabandalagið og formaður þess geti ekki skotið sér undan siðferðislegri ábyrgð á starfsháttum sjóðsins. Þá veiti ÖBÍ fjármagn til starfseminnar. „Við þær aðstæður sem uppi eru treystir undirritaður sér ekki til að axla þessa ábyrgð áfram," segir enn fremur í tilkynningunni. Við formennsku í Öryrkjabandalaginu tekur Emil Thoroddsen varaformaður en hann er fulltrúi Gigtarfélags Íslands í stjórn ÖBÍ. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Sigursteinn Másson er hættur sem formaður Örykjabandalags Íslands vegna ágreinings um skipan í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í dag. Auk þess hefur framkvæmdastjóri bandalagsins, Hafdís Gísladóttir, sagt upp störfum vegna málsins. Fundur var hjá aðalstjórn Örykjabandalagsins í gær þar sem afgreiða átti nýja stjórn í hússjóð bandalagsins, Brynju. Meirihluti framkvæmdastjórnar bandalagsins hafði lagt fram tillögu að skipan stjórnarinnar. Sú tillaga var felld með eins atkvæðis mun. Emil Thoroddsen, varaformaður ÖBÍ, mælti fyrir tillögu minnihluta framkvæmdastjórnar og stakk upp á sjálfum sér í hina nýju stjórn. Var sú tillaga samþykkt. Þetta varð til þess að Sigursteinn sagði af sér þar sem hann telur að ljóst sé að ekki sé lengur trúnaður á milli hans og nýrrar stjórnar í hússjóði Öryrkjabandalagsins. Í tilkynningu sem dreift var á fundinum kemur fram að frá því að Sigursteinn hafi tekið við embætti formanns ÖBÍ í október 2005 hafi komið reglulega inn á hans borð málefni leigjenda hjá hússjóðnum. Margvíslegar athugasemdir hafi verið gerðar við aðbúnað, aðstæður og þjónustu við leigjendur. Taldi Sigursteinn að brýnt væri að bæta verulega þjónustu og húsnæðiskost hússjóðsins og því ljósi hafi verið lögð fram tillaga af hálfu meirihluta framkvæmdastjórnar bandalagsins um nýja stjórn. Bendir Sigursteinn enn fremur á að hússjóðurinn sé sjálfsstjórnarstofnun og lýtur sjálfsstæðri stjórn en Öryrkjabandalagið og formaður þess geti ekki skotið sér undan siðferðislegri ábyrgð á starfsháttum sjóðsins. Þá veiti ÖBÍ fjármagn til starfseminnar. „Við þær aðstæður sem uppi eru treystir undirritaður sér ekki til að axla þessa ábyrgð áfram," segir enn fremur í tilkynningunni. Við formennsku í Öryrkjabandalaginu tekur Emil Thoroddsen varaformaður en hann er fulltrúi Gigtarfélags Íslands í stjórn ÖBÍ.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira