Fleiri fréttir

Árekstur við Bollastaði

Árekstur varð við bæinn Bollastaði í Flóa um klukkan 09:50 í morgun. Fólksbíl var ekið aftan á jeppabifreið sem hugðist beygja af veginum við bæinn. Ökumaður fólksbílsins varð þess ekki var í taka tíð og því fór sem fór. Lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang en hvorugur ökumenn hlutu alvarleg meiðsl. Fólksbílinn er þó ónýtur.

Slysum á gangandi vegfarendum fækkar verulega

Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á síðustu áratugum eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu Línuhönnunar sem unnin var fyrir framkvæmdasvið borgarinnar.

Fíkniefni falin í bíl

Þrír karlar voru handteknir á laugardagskvöld eftir að lögreglan fann allnokkuð af ætluðum fíkniefnum í bíl í húsakynnum fyrirtækis í Árbæ. Mennirnir eru um þrítugt og fertugt en einum þeirra var sleppt fljótlega eftir að komið var á lögreglustöð. Fíkniefnin voru falin í hanskahólfi og farangursgeymslu bílsins en talið er að um sé að ræða amfetamín, hass og marijúana. Á laugardag var sömuleiðis annar karl um fertugt tekinn í sama hverfi en hann var einnig með ætluð fíkniefni í fórum sínum.

Viðbrögð við heimsfaraldri innflúensu æfð

Viðbrögð við heimsfaraldri inflúensu eru æfð um allt land í dag. Í tæp tvö ár hefur verið unnið að áætlun um hvernig brugðist verði við ef slíkur faraldur kemur hingað til lands.

Óhjákvæmilegt að fella niður veggjald í Hvalfjarðargöngum

Oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi segir óhjákvæmilegt veggjald í Hvalfjarðargöngunum verði fellt niður. Að öðrum kosti verði að taka upp gjöld á öðrum stöðum á þjóðveginum. Samgönguráðherra segir málið ekki á dagskrá.

Á 121 km hraða í Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna

Tuttugu og eins árs karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 390 þúsund krónur í sekt fyrir nokkur fíkniefna- umferðarlagabrot, meðal annars fyrir að hafa ekið á 121 kílómetra hraða upp Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna í ágúst síðastliðnum.

Kona á sjötugsaldri dæmd fyrir búðarhnupl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á sjötugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrir að hafa stolið fatnaði á Markaðstorgi Kringlunnar í haust.

Dregur úr búðarþjófnuðum hér á landi

Það dró úr búðarþjófnuðum hér á landi um 5,7 prósent á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt alþjóðlegri rannsókn á rýrnun sem náði til 32 landa Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu

Síld sést í höfninni á Búðardal

Sést hefur til síldar í höfninni í Búðardal, við botn Hvammsfjarðar, sem heimamönnum þykja undur og stórmerki, enda Hvammsfjörðurinn þekktur af flestu örðu en fiskisæld.

Líklegt að kveikt hafi verið í tíu lúxusbílum og báti

Tugmilljóna króna tjón varð í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær þegar tíu nýlegir bílar brunnu til kaldra kola. Lögregla segir margt benda til þess að kveikt hafi verið í. "Skítalykt af þessu,“ segja íbúar í Vogunum.

Ragnar Magnússon átti alla bílana sem brunnu

Ragnar Magnússon, eigandi Kaffi Ólívers og fleiri skemmtistaða í Reykjavík átti alla bílana sem brunni í Vogum í nótt. Hann segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tjóni en tveir bílanna voru safngripir. Hann segir einnig rangt að Annþór Karlsson hafi verið með bílana í sinni vörslu en bílarnir hafi verið á leiðinni í þrif hjá félaga Ragnars sem er með aðstöðu í Hafnargötu.

Tjónið líklega um 70 milljónir

Mikill eldur kom upp í átta bifreiðum í porti á hafnarsvæðinu í Vogum á Vatnsleysuströnd rétt fyrir klukkan sex í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök en talið er að um íkveikju sé að ræða en bílarnir eru björónýtir. Bifreiðarnar voru flest allar nýjar og voru þar meðal annars einn Hummer, tvær BMW bifreiðar og Dodge Viper. Þá brann einnig einn bátur sem var á svæðinu. Tjónið er talið geta numið um 70 milljónum að því er kemur fram hjá Víkurfréttum.

Vonar að ekki komi til lokana eða þjónustuskerðingar

Hundruð milljóna króna halli er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en forstjórinn vonar að ekki þurfi að loka miðstöðvum hennar eða skerða þjónustu. Hann tekur ekki undir með þingmanni Vinstri grænna sem segir að verið sé að svelta Heilsugæsluna til einkavæðingar.

Margir í Samfylkingu efast um virkjanir í Þjórsá

Formaður umhverfisnefndar Alþingis segir fagnaðarefni að framsalssamningar ráðherra síðustu ríkisstjórnar á vatnsréttindum til Landsvirkjunar komi til kasta Alþingis. Ólýðræðislegt hefði verið ef Framsókn hefði komist upp með slík vinnubrögð bakdyramegin, nokkrum dögum fyrir kosningar. Margir innan Samfylkingar hafi efasemdir um virkjanaáform Landsvirkjunar.

Players hækkaði mest

Fjórtán veitingastaðir hækkuðu verð á matseðlum sínum eftir að lækkun virðisaukaskatts hinn 1. mars sem átti að leiða til þess að ódýrara yrði fyrir landsmenn að snæða á veitingastöðum.

Reykjavík hreinust á Norðurlöndum

Reykjavík er hreinasta borg á Norðurlöndum. Þetta finnst ferðamönnum sem hingað koma. Danskir sjónvarpsmenn komu til íslensku höfuðborgarinnar og báru hana svo saman við sína eigin. Samanburðurinn var Reykjavík í hag.

Bílarnir sagðir í vörslu Annþórs Karlssonar

Bifreiðarnar átta sem brunnu í porti í Vogum á Vatnsleysuströnd í morgun, munu hafa verið í eigu eða vörslu Annþórs Kristjáns Karlssonar, samkvæmt heimildum Vísis. Unnið er að rannsókn málsins og mun hún vera á frumstigi og því vildi lögregla ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Portið þar sem sem bílarnir stóðu er við skemmu eina á Hafnargötu 6 við höfnina í Vogum.

Íbúar vilja ekki sjá mislæg gatnamót á Bústaðavegi

Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis leggst alfarið gegn framkomnum hugmyndum um byggingu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin hafa sent frá sér. Íbúarnir segja slíka framkvæmd hafa í för með sér mikla aukningu umferðar um Bústaðveg sem muni kljúfa hverfið „endanlega í sundur að óbreyttu.“

Heilsugæslan í úlfakreppu

Stórfelldur niðurskurður blasir við í heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins með lokunum miðstöðva og skerðingu á þjónustu, ef ekki kemur til viðbótarfé. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna segir heilsugæsluna í úlfakreppu og með fjársveltinu sé verið að knýja hana inn í einkavæðingu.

Róleg nótt - átta í steininum

Nóttin var tiltölulega róleg á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu fangageymslurnar á Hverfisgötunni fyrir ölvun og minniháttar ryskingar. Fimm voru teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir að aka ölvaðir.Þá voru höfð afskipti af sextán vegna ölvunarástands víðs vegar um borgina.

Íbúar hafa ítrekað kallað eftir umbótum

Formaður Væntumþykju, félags íbúa í Hátúni, segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir auknu eftirliti með íbúum blokkarinnar sem margir hverjir séu veikir og lifi einangruðu lífi. Hann segir ekkert hafa gerst í málunum en tvö ár eru síðan félagið lagði til að sérstöku teymi yrði komið á. Kona fannst látin í Hátúni 10 á miðvikudaginn en talið er að hún hafi dáið viku fyrr. Hafþór Baldvinsson, formaður félagsins, segir að svipað atviki hafi átt sér stað síðasta vetur.

Dómkirkjuprestur brýnir fyrir fólki að huga að sínum nánustu reglulega

Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að fólk hugi að sínum nánustu reglulega til að koma í veg fyrir að mál komi upp á borð við það sem gerðist í Hátúni 10 þegar einstæð kona í kringum fimmtugt lá látin í íbúð sinni í meira en viku án þess að vitað væri um afdrif hennar.

Dánardægur Lennons og friðarsúlan í frí

Í dag eru tuttugu og sjö ár frá því John Lennon aðalforsprakki Bítlanna var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu hans Yoko Ono í New York í Bandaríkjunum.

Vinstrimenn vildu farga Keflavíkurflugvelli

Í nýrri bók um Keflavíkurstöðina kemur fram að á árunum eftir stríð hafi vinstrimenn á Íslandi viljað jafna Keflavíkurflugvöll við jörðu og byggja upp alþjóðaflug frá Íslandi á Reykjavíkurflugvelli.

Dagsektir á foreldra sem ekki nefna börnin sín

Leggja má dagsektir á foreldra sem ekki hafa gefið barni sínu nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess og sinna ekki ábendingum yfirvalda um nafngift. Á sjötta tug lagabálka veita heimildir til dagsekta. Margir sjálfstæðismenn og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt ákvæði um dagsektir í jafnréttisfrumvarpi félagsmálaráðherra.

Prakkarinn Vífill vekur athygli í Ameríku

Mál Vífils Atlasonar, sem hringdi í Hvíta húsið og þóttist vera forseti Íslands hefur vakið athygli bandarískra fjölmiðla. The Post Chronicle og fréttastöðin WISTW fjalla um málið í dag og segja sögu stráksins sem hringdi í leyninúmer George Bush og uppskar heimsókn frá lögreglunni á Akranesi í staðinn.

Umferðarslys á Dalvegi

Umferðarslys átti sér stað á Dalvegi í Kópavogi fyrir skömmu. Svo virðist sem bíll hafi runnið í hálku á gangandi vegfaranda. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang en meiðsli voru minniháttar.

Litháar reyndu að flýja land

Þrír Litháar sem eru í farbanni vegna gruns um stórtækt búðarhnupl úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu reyndu í gær að flýja land. Þegar lögreglan í Leifsstöð kom auga á mennina í innritunarsalnum tóku þeir til fótanna og komust undan.

Hálka víða um land

Hálka er víða um land nú í morgunsárið. Á Suðurlandi og Suðausturlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Þá eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Opið í Bláfjöllum og í Hlíðarfjalli

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag frá klukkan eitt til sex. Þrjár lyftur verða opnar. Engar rútuferðir og engin veitingasala verður á svæðinu í dag.

Slökkt á friðarsúlunni í kvöld

Í dag eru tuttugu og sjö ár frá því John Lennon aðalforsprakki Bítlanna var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu hans Yoko Ono í New York í Bandaríkjunum. Þessa verður minnst víða um heim og í Viðey verður slökkt á friðarsúlú Yoko Ono, sem tendruð var í fyrsta sinn á fæðingardegi Lennons hinn 9. október síðast liðinn.

Róleg nótt í Reykjavík

Nóttin var tíðindalaus á höfuðborgarsvæðinu að sögn lögreglu. Afar lítið var um agabrot í miðbæ Reykjavíkur og segir lögregla að hægt sé að þakka því aukinni gæslu í bænum um nætur.

Sextán ára stúlka ölvuð og úti að aka

Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur á Selfossi og í nágrannasveitarfélögum í nótt. Þeirra á meðal var sextán ára gömul stúlka. Þá eru tveir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Rafmagnslaust í Seljahverfi

Klukkan 21.15 varð háspennubilun sem orsakar rafmagnsleysi í neðri hluta Seljahverfis. Að sögn Orkuveitu Reykjavíkur er unnið að viðgerð. Nánari upplýsingar verða gefnar síðar.

Bifreið valt á Grindarvíkurvegi

Bifreið valt á Grindarvíkurvegi, skammt frá afleggjara að Bláa lóninu, um hálfeittleytið í dag. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og reyndust meiðsl hans minni háttar. Bifreiðin var dreginn á brott með dráttarbifreið.

Bílvelta á Óshlíðarvegi

Fólksbíll valt út af Óshlíðarvegi um klukkan 17:00 í dag. Tvær ungar stúlkur voru í bílnum en þær hlutu ekki alvarleg meiðsli. Þær kvörtuðu þó undan eymslum í hálsi og baki og fóru því til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Enn í öndunarvél

Karlmennirnir sem lentu í harkalegum árekstri á Reykjanesbraut við Straumsvík í gær eru enn í öndunarvél, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir