Innlent

Mál Kalla Bjarna þingfest á morgun - Gæti fengið 3 - 5 ár

Andri Ólafsson skrifar
Karl Bjarni Guðmundsson
Karl Bjarni Guðmundsson

Ákærur ríkissaksóknara gegn Idolstjörnunni Karli Bjarna Guðmundssyni verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjaness í fyrramálið.

Kalli Bjarni reyndi í byrjun júní að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins en var tekinn af tollvörðum í Leifsstöð. Hann var þá að koma frá Frankfurt.

Lögfróðir menn sem Vísir ræddi við í morgun segja að líklegt sé að Idolstjarnan fyrrverandi fái þriggja til fimm ára fangelsisdóm fyrir brotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×