Innlent

Kona á sjötugsaldri dæmd fyrir búðarhnupl

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á sjötugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrir að hafa stolið fatnaði á Markaðstorgi Kringlunnar í haust.

Konan stal tveimur bolum og pilsi að verðmæti tæplega tvö þúsund krónur og viðurkenndi þjófnaðinn fyrir dómi. Hún hafði þrisvar áður verið sakfelld fyrir búðarhnupl en verið sektuð fyrir brotin í öll þrjú skiptin. Með hliðsjón af sakaferli, aldri konunnar og játningu taldi dómurinn rétt að dæma hana í eins mánaðar fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×