Innlent

Opið í Bláfjöllum og í Hlíðarfjalli

MYND/Stefán

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag frá klukkan eitt til sex. Þrjár lyftur verða opnar. Engar rútuferðir og engin veitingasala verður á svæðinu í dag.

Frítt er í lyfturnar og ágætis veður, fjórir til fimm metrar á sekúndu, sex stiga frost og ágætt færi.

Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Þar er logn og átta stiga frost. Í fjallinu er nú troðinn púðursnjór og gott skíðafæri. Þegar er búið að opna fjórar skíðaleiðir og allt útlit fyrir að allar brautir opni innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×