Innlent

Hálka víða um land

MYND/Vilhelm

Hálka er víða um land nú í morgunsárið. Á Suðurlandi og Suðausturlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Þá eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir, rétt eins og á Norðvesturlandi þar sem einnig er snjóþekja. Hálka er á Öxnadalsheiði, Norðausturlandi og Austurlandi. Þá vill Vegagerðin minna vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát.

Sérstaklega er fólk beðið að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×