Fleiri fréttir

Myndband: Vísir vitni að Vítisenglahandtöku

Vísir var við landganginn þegar Vítisenglarnir komu með seinni vélinni frá Osló í kvöld. Vélin lenti klukkan 18:26 og voru hátt í 50 lögreglumenn sem tóku á móti hópnum. Vísir náði upp á myndband þegar einn Vítisenglanna var leiddur á brott í lgreglufylgd.

Lögmaður Vítisengla hefur enn ekki hitt þá

Oddgeir Einarsson, lögmaður tveggja vítisengla sem handteknir voru í Leifsstöð fyrr í dag hefur enn ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína. Hann hefur engar upplýsingar fengið um málið og er farinn aftur til Reykjavíkur. Hann segir að ef svo fari að mönnunum verði vísað úr landi án þess að fá aðstoð lögfræðings væri það magnað.

Tíu til tólf handteknir til viðbótar

Tíu til tólf karlmenn voru handteknir á Keflavíkurflugvelli nú í kvöld þegar seinni vélin frá Osló lenti klukkan 18.26. Þeir eru grunaðir um að vera meðlimir í mótorhjólasamtökunum Hells' Angels og samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir þeirra í leðurvestum merktum samtökunum. Von er á fleiri vítisenglum í kvöld þegar vélin frá Kaupmannahöfn lendir klukkan tíu.

Glitnir ásælist Þeistareyki

Landsvirkjunarmenn og Húsvíkingar fóru í hart í vor gegn áformum Akureyringa um að hleypa Glitni að jarðhitanýtingu Þeystareykja. Landsvirkjun óttaðist að missa forystuhlutverk sitt og Húsvíkingar að orkuöflun vegna álvers á Bakka yrði ógnað.

Áhersla á launahækkanir sem tryggi kaupmátt

Þingi Landsambands íslenzkra verzlunarmanna lauk í dag og en á þinginu var meðal annars ályktað um kjaramál. Landsambandið leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði samið um launahækkanir sem tryggi launafólki aukinn kaupmátt.

Hættir hjá LHG eftir 35 ára starf

Í dag lét Tómas Helgason flugstjóri af störfum eftir tæplega 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands. „Tómas hóf störf hjá Landhelgisgæslunni í febrúar árið 1973 og starfaði þá á fyrstu Fokker flugvélinni, TF-SYR. Eftir um 15 ára starf á flugvélinni starfaði hann sem þyrluflugmaður og flugstjóri í allnokkur ár, þar til hann snéri sér alfarið að flugi á núverandi Fokker vél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN. Þeirri vél hafði hann jafnframt flogið samhliða þyrlufluginu,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Ólafur Ragnar seldi lyklakippur í Smáralind

Ólafur Ragnar Grímsson, hleypti formlega af stokkunum átaki Slysavarnafélagsins Landsbjargar "Neyðarkall frá björgunarsveitum" í Smáralind í dag. Forseti seldi lyklakippur með björgunarsveitarkonu til og tóku gestir verslunarmiðstöðvar honum vel.

Vilhjálmur mun aldrei segja af sér

Vilhjálmur Vilhjálmsson mun aldrei segja af sér sem oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að hafa verið harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í sameiningarferli REI og GGE. Þetta hefur Vísir frá nánustu samstarfsmönnum Vilhjálms.

Lögmaður fær ekki að hitta Vítisengla

Oddgeir Einarsson, lögmaður norsku Vítisenglanna sem nú eru í haldi lögreglu á Leifsstöð, fær ekki að hitta skjólstæðinga sína. Hann yfirgaf flugstöðina rétt í þessu en er væntanlegur aftur innan skamms.

Kaupás vill rannsókn á ásökunum um samráð

Kaupás, sem meðal annars rekur Krónuna, mótmælir harðlega þeim ásökum um ólöglegt samráð og segir vegið að orðspori og óendanlega mikilvægu trúnaðartrausti verslunarinnar og viðskiptavina hennar.

Umferðartafir vegna slyss við Grensásveg

Fjórir voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild Landspítalans eftir árekstur fólksbíls og sendibíls á mótum Grensásvegar og Mikluabrautar laust eftir klukkan þrjú í dag.

Eins og að Osama Bin Laden sé að koma til landsins

Gríðarlegur viðbúnaður er á Leifsstöð þessa stundina vegna komu félaga úr Hells Angels í Noregi hingað til lands. Vísir er á staðnum og hefur rætt við fólk sem er að koma úr flugstöðinni. Einn þeirra skaut á að um 70 lögreglumenn biði komu norsku Hells Angels mannanna. Annar hafði það á orði að ástandið í flugstöðinni væri líkt og Osama Bin Laden væri væntanlegur til landsins.

Vísir sýnir beint frá komu Hells Angels til Íslands

Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag er hópur Hells Angels manna frá Noregi væntanlegur til Íslands í dag. Hópur Fáfnismanna er á Keflavíkurflugvelli til þess að taka á móti mönnunum. Gert er ráð fyrir að lögreglan verði með töluverðan viðbúnað á Leifsstöð vegna þessa. Vísir verður á staðnum og verður hægt að horfa á beina útsendingu frá Leifsstöð hér á vefnum rétt eftir klukkan 16:00

Lögreglan með aðgerðir vegna komu Hell´s Angels

Íslensk lögregluyfirvöld hafa undirbúið aðgerðir vegna komu norrænna félaga í vélhjólasamtökunum Hell's Angels til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að Ríkislögreglustjóri fari með yfirumsjón aðgerðarinnar en lögreglarn á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með framkvæmd einstakra þátta aðgerðarinnar.

Samþykkt á fundi OR að fallast á tillögu borgarráðs

Samþykkt var einróma á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fallast á tillögu borgarráðs að falla frá hinum umdeilda samruna Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy sem samþykktur var á stjórnarfundi Orkuveitunnar þann 3. október.

Lífeyrisfrumvarpið afgreitt til annarar umræðu á þingi

Fyrstu umræðu um breytingar á lífeyrisgreiðslum æðstu embættismanna þjóðarinnar lauk á alþingi í dag og var málið afgreitt til annarar umræðu og allherjarnefndar. Markmiðið með flutningi frumvarpsins er að alþingismenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar njóti sömu lífeyriskjara og ríkisstarfsmenn, en búi ekki við sérstök forréttindi.

Sektaður fyrir að hafa ekið dópaður í tvígang

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 180 þúsund krónur í sekt og svipti hann ökurétti í fimm mánuði fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna í tvígang árinu.

Salmonella finnst aftur í nagbeini

Salmonella fannst í óinnpökkuðum svínseyrum og nagbeinum fyrir hunda úr nautgripum við eftirlit Landbúnaðarstofnunar á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá stofnunni að vörurnar hafi verið til sölu í gæludýraversluninni Tokyo í Hafnarfirði.

Foreldrar 7100 barna hafa nýtt sér frístundakortið

Foreldrar 7100 barna og unglinga í Reykjavík hafa nú sótt um frístundakortið og ráðstafað styrknum til félaga sem voru búin að skrá sig hjá borginni. Eru það um 60 prósent af þeim fjölda sem gert var ráð fyrir að myndi nýta sér frístundakortið í fyrsta áfanga.

RÚV og Árvakur máttu vinna saman í kannanamálum

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við það að Ríkisútvarpið og Árvakur hafi í sameiningu samið við Capacent Gallup um gerð og birtingu vikulegra skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

Björgólfsfeðgar vilja Fáfnismenn úr sínum húsum

Klúbbhús mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, sem sérsveit lögreglu réðst inn í í gær, er í eigu eignarhaldsfélagsins Vatns og lands. Vatn og Land er í eigu Samson Properties sem aftur er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Svandísarmáli frestað um tvær vikur

Málflutningi í máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa vinstri grænna, gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið frestað um tvær vikur, að beiðni Ragnars Hall, lögmanns Svandísar.

Taka beri á samráði reynist ásakanir réttar

Formaður viðskiptanefndar segir ásakanir á hendur Krónunni og Bónuss, um mögulegt verðsamráð alvarlegar og taka beri á þeim reynist þær réttar. Samkeppniseftirlitið hvetur alla sem telja sig vita um ólögmætt verðsamráð í verslunum að tilkynna það til eftirlitsins.

Reyndi að eignast hlut í einu verðmætasta háhitasvæði landsins

Glitnir freistaði þess í vor að eignast stóran hlut í Þeistareykjum ehf., sem hefur nýtingarrétt á einu verðmætasta háhitasvæði landsins. Akureyringar opnuðu á viðræður um sölu en Húsvíkingar og Landsvirkjun snerust gegn áformunum. Málið er nú í biðstöðu.

Hendur vopnaframleiðenda á Hilton á litaðar blóði

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. „Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs vafa óviðfelldnasta atvinnugrein samtímans," segir í ályktun frá samtökunum.

Minnihluti höfuborgarbúa á nagladekkjum í vetur

Útlit er fyrir að innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu verði á nagladekkjum í vetur ef marka má könnun sem unnin var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í haust.

Með reiðhjólalager í hjólageymslunni

Lögreglan í Grafarvogi fann á dögunum allmikinn hjólalager í hjólageymslu fjölbýlishúss í hverfinu. Var það eftir ábendingu um að hjólum hefði fjölgað óvenju mikið í geymslunni á skömmum tíma.

Ekki hægt að útiloka bótaskyldu borgarinnar

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ekki sé hægt að útiloka bótaskyldu borgarinnar vegna þess að samruna REI og Geysir Green verði rift. „Ég hef að vísu ekki kynnt mér málið nánið en við fyrstu sín blasir þetta við,“ segir Sigurður Líndal í samtali við Vísi.

Telur Orkuveituna ekki skaðabótaskylda vegna REI-máls

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, telur ekki að fyrirtækið hafi skapað sér skaðabótaskyldu vegna þeirrar ákvörðunar borgarráðs að hafna samruna Reykjavik Energy Invest, útrásararmi Orkuveitunnar, og Geysis Green Energy. Hún segir þó að þetta sé eitt af þeim málum sem stjórn Orkuveitunnar muni ræða þegar hún kemur saman til fundar í hádeginu í dag.

Geir: Vaxtahækkun Seðlabankans ekki heppileg

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti ekki heppilega sérstaklega þegar horft sé til þeirra kjaraviðræðna sem fram undan eru. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. Þá sakaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Seðlabankann um að horfa til fortíðar í stað framtíðar í ákvörðunum sínum um stýrivexti.

Grunur um miltisbrandssmit í Garðabæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að byggingasvæði í Garðabæ um klukkan ellefu í morgun vegna gruns um miltisbrandssmit.

Annir hjá björgunarsveitum á Suðurlandi vegna rjúpnaskyttna

Undanfarar úr björgunarsveitum Ingunnar, Biskups og Tintron á Suðurlandi voru kallaðir út um hálfþrjúleytið í nótt til þess að leit að feðgum sem höfðu farið til rjúpnaveiða við Hlöðufell og ekki skilað sér heim á tilsettum tíma.

Fullyrðingar um verðsamráð kallar á flýtimeðferð rannsóknar

Neytendasamtökin telja fullyrðingar um verðsamráð á matvörumarkaði sem birst hafi í fjölmiðlum kalla á flýtimeðferð á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á matvörumarkaðnum sem nú standi. Í frétt á vef samtakanna er bent á að verðsamráð sé alvarlegasta brotið á samkeppnislögum.

Grafalvarlegar ásakanir

Ásakanir um að matvælaverslanir beiti blekkingum í verðkönnunum og hafi samráð sín á milli eru grafalvarlegar og kalla á rannsókn að mati viðskiptaráðherra. Hann segist ætla fylgjast grannt með þróun mála.

Hert landamæraeftirlit á Leifsstöð vegna Hells Angels

Gripið var til herts landamæraeftirlits í Leifsstöð síðdegis í gær, að skipan dómsmálaráðherra, og stendur það fram á sunnudagskvöld. Hlutaðeigandi Shengen ríkjum hefur verið gert viðvart um þessa ráðstöfun í þágu þjóðaröryggis.

Fé kastað á glæ og orðsporið skaðað

„Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnar­formaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar.“

Fíkniefnin í flotholtum

Hluti fíkniefnanna sem tekin voru í skútu í Fáskrúðs­fjarðarhöfn á dögunum var falinn í flotholtum. Önnur efni voru geymd í töskum um borð.

Sjá næstu 50 fréttir