Geir: Vaxtahækkun Seðlabankans ekki heppileg 2. nóvember 2007 11:13 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti ekki heppilega sérstaklega þegar horft sé til þeirra kjaraviðræðna sem fram undan eru. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. Þá sakaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Seðlabankann um að horfa til fortíðar í stað framtíðar í ákvörðunum sínum um stýrivexti. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstiri - grænna, sem kvaddi sé hljóðs undir liðnum störf þingsins og benti á að Seðlabankin hefði hækkað stýrivexti upp í 13,75 prósent í gær. Þetta væru engar gleðifréttir fyrir útflutningsaðila eða heimilin í landinu því það gæti valdið þeim þungum búsifjum. Spurði hann hvort ríkisstjórnin hygðist bregðast við á einhvern hátt og sagði Seðlabankann standa einan í baráttunni við verðbólguna. Spurði hann hvort til greina kæmi að breyta peningastefnunni eða hvort það yrði áfram þannig að ríkisstjórnin yrði áfram á bensíngjöfinni en Seðlabankinn á bremsunni. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ákvörðun Seðlabankans um vaxtahækkun óvænta og hefði komið flestum að óvörum. Seðlabankinn hefði sjálfstæða ákvörðunarheimild í þessum efnum og hann ætlaði ekki að rökræða við Steingrím J. eða Seðlabankann um það. Hins vegar væri ákvörðun Seðlabankans óheppileg, sérstaklega í kjaramálum, og ákvörðun af þessu tagi gæti gert samningsaðilum í komandi kjarasamningum erfiðara fyrir að ná sameiginlegri niðurstöðu. Sagði hann yfirlýsingu ríkistjórnarinnar og Seðlabankans um peningamálastefnu frá árinu 2001 standa og engar ákvarðanir hefðu verið teknar til að breyta henni. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ákvörðun Seðlabankans ekki óvænta. Það að ríkisstjórnin hefði ekki boðað breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þýddi að ríkisstjórnin styddi aðgerðir hans. Benti hann á að verðbólga hefði verið yfir verðbólgumarkmiðum í þrjú eða fjögur ár og menn stæðu frammi fyrir vali á milli hárra vaxta og hárrar verðbólgu. Þá benti hann á að vísbendingar væru um áframhaldandi vöxt einkaneyslu og umsvif einkaaðila og hins opinbera í framkvæmdageiranum yrðu áfram mikil. Þá hefði ríkisstjórnin kynt undir væntingar með því að boða skattalækkanir. Menn yrðu því að velja milli hárra vaxta eða hárrar verðbólgu þangað til ríkisstjórnin fer að stjórna efnahagsmálunum. Skýrsla Seðlabankans röng Árni Mathiesen fjármálaráðherra vitnaði til skýrslu Seðlabankans frá því í gær og sagði rangt sem þar kæmi fram að framkvæmdir ríkissins hefðu aukist umfram það sem áætlanir gefðu til kynna. Auknar framkvæmdir í samgöngumálum hefðu legið fyrir frá því samgönguáætlun var gerð í fyrra og þá hefði verið ljóst í sumar að grípa hefði þurft til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Það væri einfaldlega rangt sem fram kæmi í skýrslu Seðlabankans að framkvæmdir hins opinbera yrðu meiri en áætlanir gæfu til kynna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði stýrivaxtahækkunina alvarleg tíðindi fyrir þá sem þyrftu að taka lán á þeim háu vöxtum sem væru í bankakerfinu, þar á meðal skuldsett heimili og lítil fyrirtæki. Hún taldi að umræða um málið á þingi þyrfti meiri tíma en gerfinn væri í umræðum um störf þingsins. Þá sagði hún að það hefði vakið athygli sína að í rökstuðningi Seðlabankans fyrir vaxtahækunnin væri horft í baksýnisspegilinn. Horft væri til aðgerða sem áttu sér stað í kerfinu í fortíðinni en ekki væri mikil tilvísun í framtíðina. Taldi hún að fram undan væri ekki sú þensla og hefði verið á undanförnum árum. Stýrivextir væru stýritæki til að hafa áhrif á framtíðina en ekki það sem er liðið. Valgerður Sverrisdóttur, varaformaður Framsóknaflokksins, sagði ríkisstjórnina tala eins og hún væri í stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin hefði tæki til að takast á við vandann í efnahagsmálum. Benti hún á að þegar dollarinn væri kominn niður fyrir 60 krónur, eins og í gær, væri öllum ljóst að útflutningsgreinarnar rækju sig ekki. Kallaði hún eftir ítarlegri umræðum á þingi um málið eins og utanríkisráðherra hefði viljað. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti ekki heppilega sérstaklega þegar horft sé til þeirra kjaraviðræðna sem fram undan eru. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. Þá sakaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Seðlabankann um að horfa til fortíðar í stað framtíðar í ákvörðunum sínum um stýrivexti. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstiri - grænna, sem kvaddi sé hljóðs undir liðnum störf þingsins og benti á að Seðlabankin hefði hækkað stýrivexti upp í 13,75 prósent í gær. Þetta væru engar gleðifréttir fyrir útflutningsaðila eða heimilin í landinu því það gæti valdið þeim þungum búsifjum. Spurði hann hvort ríkisstjórnin hygðist bregðast við á einhvern hátt og sagði Seðlabankann standa einan í baráttunni við verðbólguna. Spurði hann hvort til greina kæmi að breyta peningastefnunni eða hvort það yrði áfram þannig að ríkisstjórnin yrði áfram á bensíngjöfinni en Seðlabankinn á bremsunni. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ákvörðun Seðlabankans um vaxtahækkun óvænta og hefði komið flestum að óvörum. Seðlabankinn hefði sjálfstæða ákvörðunarheimild í þessum efnum og hann ætlaði ekki að rökræða við Steingrím J. eða Seðlabankann um það. Hins vegar væri ákvörðun Seðlabankans óheppileg, sérstaklega í kjaramálum, og ákvörðun af þessu tagi gæti gert samningsaðilum í komandi kjarasamningum erfiðara fyrir að ná sameiginlegri niðurstöðu. Sagði hann yfirlýsingu ríkistjórnarinnar og Seðlabankans um peningamálastefnu frá árinu 2001 standa og engar ákvarðanir hefðu verið teknar til að breyta henni. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ákvörðun Seðlabankans ekki óvænta. Það að ríkisstjórnin hefði ekki boðað breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þýddi að ríkisstjórnin styddi aðgerðir hans. Benti hann á að verðbólga hefði verið yfir verðbólgumarkmiðum í þrjú eða fjögur ár og menn stæðu frammi fyrir vali á milli hárra vaxta og hárrar verðbólgu. Þá benti hann á að vísbendingar væru um áframhaldandi vöxt einkaneyslu og umsvif einkaaðila og hins opinbera í framkvæmdageiranum yrðu áfram mikil. Þá hefði ríkisstjórnin kynt undir væntingar með því að boða skattalækkanir. Menn yrðu því að velja milli hárra vaxta eða hárrar verðbólgu þangað til ríkisstjórnin fer að stjórna efnahagsmálunum. Skýrsla Seðlabankans röng Árni Mathiesen fjármálaráðherra vitnaði til skýrslu Seðlabankans frá því í gær og sagði rangt sem þar kæmi fram að framkvæmdir ríkissins hefðu aukist umfram það sem áætlanir gefðu til kynna. Auknar framkvæmdir í samgöngumálum hefðu legið fyrir frá því samgönguáætlun var gerð í fyrra og þá hefði verið ljóst í sumar að grípa hefði þurft til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Það væri einfaldlega rangt sem fram kæmi í skýrslu Seðlabankans að framkvæmdir hins opinbera yrðu meiri en áætlanir gæfu til kynna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði stýrivaxtahækkunina alvarleg tíðindi fyrir þá sem þyrftu að taka lán á þeim háu vöxtum sem væru í bankakerfinu, þar á meðal skuldsett heimili og lítil fyrirtæki. Hún taldi að umræða um málið á þingi þyrfti meiri tíma en gerfinn væri í umræðum um störf þingsins. Þá sagði hún að það hefði vakið athygli sína að í rökstuðningi Seðlabankans fyrir vaxtahækunnin væri horft í baksýnisspegilinn. Horft væri til aðgerða sem áttu sér stað í kerfinu í fortíðinni en ekki væri mikil tilvísun í framtíðina. Taldi hún að fram undan væri ekki sú þensla og hefði verið á undanförnum árum. Stýrivextir væru stýritæki til að hafa áhrif á framtíðina en ekki það sem er liðið. Valgerður Sverrisdóttur, varaformaður Framsóknaflokksins, sagði ríkisstjórnina tala eins og hún væri í stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin hefði tæki til að takast á við vandann í efnahagsmálum. Benti hún á að þegar dollarinn væri kominn niður fyrir 60 krónur, eins og í gær, væri öllum ljóst að útflutningsgreinarnar rækju sig ekki. Kallaði hún eftir ítarlegri umræðum á þingi um málið eins og utanríkisráðherra hefði viljað.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira