Fleiri fréttir

Björgunarsveitir aðstoða fleiri rjúpnaskyttur

Björgunarsveitirnar Biskup og Ingunn aðstoðuðu í dag rjúpnaskyttur sem sátu fastar í mikilli aurbleytu við Bláfellsháls. Sveitirnar voru kallaðar út um klukkan tvö í dag en aðgerðum lauk um áttaleytið í kvöld.

Brunaútkall á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað að Verkmenntaskólanum þar í bæ um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í sagi á trésmíðaverkstæði skólans. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Reyndi að smygla steralyfjum inn til landsins

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag gert að greiða 120 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa flutt lyf ólöglega til landsins. Þá var manninum einnig gert að greiða 340 þúsund krónur í sakarkostnað.

Stýrivaxtahækkun kom mörgum á óvart

Ákvörðun Seðlabankans í morgun um að hækka stýrivexti kom mörgum á óvart en vextir höfðu verið óbreyttir frá því í desember á síðasta ári.

Útafakstur á Hellisheiði

Útafakstur varð á Suðurlandsvegi á Hellisheiði um klukkan 18.40 í dag. Engan sakaði að sögn lögreglu.

Minni áhrif en almennt var talið

Ákvörðun Kaupþings um að taka upp Evru hefur ekki almennt þær stórkostlegu afleiðingar sem ýmsir hafa talið segir Davíð Oddsson. Um miðjan september tók hann þó nokkuð dýpra í árina.

Stöðvaði 15 ára ökumann

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 15 ára ökumann við almennt umferðareftirlit í nótt. Eigandi bifreiðarinnar sat í farþegasæti bifreiðarinnar og hafði veitt þeim unga til að aka eins og segir í frétt lögreglunnar. Báðir eiga von á kæru fyrir athæfi sitt.

Fyrsta raforkan frá Kárahnjúkum

Orkan frá Kárahnjúkum var í fyrsta sinn notuð til að framleiða rafmagn í dag, - í tilraunaskyni, en stefnt er að því virkjunin verði gangsett eftir helgi.

Djúpivogur vill sameinast Egilsstöðum

Sveitarstjórnir Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu. Minni sveitarfélög eru svelt til hlýðni, segir sveitarstjóri Djúpavogs.

Hagar biðja Samkeppniseftirlitið að rannsaka áskanir um samráð

Hagar, sem meðal annars reka Bónus og Hagkaup, hafa sent Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem fyrirtækið óskar eftir því að stofnunin hefji nú þegar rannsókn á tilhæfulausum ásökunum á hendur fyrirtækjum Haga þess efnis að fyrirtækin séu aðilar að ólögmætu samráði á matvörumarkaðnum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Harma fundarhöld stjórnenda í ógeðfelldum iðnaði

Fundir og kaupstefnur vopnaframleiðenda hér á landi samrýmast ekki því markmiði að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu borgarstjórnarflokks Vinstri grænna. Flokkurinn harmar að Reykjavík sé gerð að vettvangi fundarhalda stjórnenda í þessum ógeðfellda iðnaði.

Þrettán Litháar áfram í farbanni

Þrettán Litháar, sem grunaðir eru um stófelldan þjófnað úr fjölmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi farbann til 13. nóvember.

Sýknaðir af því að grípa í pung skipsfélaga síns

Tveir togarasjómenn voru í dag sýknaðir af því að grípa harkalega í pung skipsfélaga síns með þeim afleiðingum að hann lá sár eftir. Héraðsdómur hafði sakfellt mennina fyrir verknaðinn og dæmt þá í þriggja og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri mennina.

50 þúsund krónur í bætur fyrir hlerun

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni 50 þúsund krónur í skaðabætur vegna vegna þess að sími hans var hleraður í tvær vikur í tengslum við bruna á Sauðárkróki fyrir um þremur árum.

Húsleit í klúbbhúsi Fáfnismanna

Lögreglan í Reykjavík gerði húsleit í klúbbhúsi Fáfnismanna við Frakkastíg fyrir hálftíma síðan. Voru um tuttugu sérsveitarmenn sem brutust inn í húsið þar sem Jón Trausti Lúthersson meðlimur samtakanna var innan dyra.

Níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir bensínstuld. Var það sami dómur og hann fékk í héraðsdómi.

Ekki von á viðbrögðum frá Geysi Green að svo stöddu

Engin viðbrögð hafa borist frá Geysi Green Energy í kjölfar þess að borgarráð samþykkti að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og GGE. Auður Nanna Baldvinsdóttir, kynningarfulltrúi GGE, segir að ekki sé von á viðbrögðum í dag.

Vilja færa ákvæði stjórnarskrár til nútímans

Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram, Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snúa að forsetanum.

Fiskvinnslufólk fær 217 milljónir í aukabætur

Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á alþingi sem gerir ráð fyrir aukagreiðslum til þess fiskvinnslufólks sem verður atvinnulaust vegna kvótaskerðingarinnar. Er gert ráð fyrir að eyða 77 milljónum kr. á þessu ári og 140 milljónum kr. á næsta ári úr ríkissjóði sökum þessa eða samtals 217 milljónum kr.

Kráareigendur safna undirskriftum

Félag kráareigenda í Reykjavík hefur hafið undirskriftasöfnun á netinu þar sem fyrirætlunum borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma nokkurra skemmtistaða í miðbænum er mótmælt. Í tilkynningu frá félaginu segir að kráareigendur hafi fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrirhuguð stytting opnunartíma staðanna Q-bar, Mónakó og Monte Carlo sé „einungis byrjunin á því að stytta opnunartíma skemmtistaða," í borginni.

Menn njóti rjúpnaveiða

Varaformaður Skotveiðifélags Íslands segir nýhafið rjúpnaveiðitímabil leggjast vel í veiðimenn og að félagið sé fylgjandi þeirri aðferðafræði sem stjórnvöld noti við ákvörðun um rjúpnaveiðar. Hann leggur áherslu á að menn njóti þess að vera á veiðum og segir veiðimenn almennt jákvæða gagnvart hófsamlegum veiðum.

Vilja endurskoða áfengislöggjöf

Viðskiptaráð telur tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina með það fyrir augum að koma til móts við sjónarmið heildsala en án þess að það stefnu heilsu landsmanna í hættu. Þá vill ráðið að einkasala ríkisins á áfengissölu verði aflögð en frumvarp svipaðs efnis liggur nú fyrir Alþingi.

Ólögráða burðardýr eru nýtt vandamál

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það sé nýtt vandamál að ungmenni undir lögaldri séu handtekin vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tvær sautján ára gamlar stúlkur voru teknar með 300 grömm af kókaíni síðastliðinn mánudag

Björgun hf fær lóð við Álfsnes

Hafnarstjórn vinnur nú að því að finna nýja lóð undir starfsemi Björgunnar hf. á Sævarhöfða. Íbúar Bryggjuhverfisins í grennd við Björgun hafa kvartað undan mikilli mengun frá starfseminni. Að öllum líkindum mun Björgun hf fá lóð við Álfsnes í Kollafirði.

Samstarf á lyfjamarkaði á Norðurlöndum

Heilbrigðisráðherrar norrænu ríkjanna vilja efla samstarf á lyfjamarkaði og styrkja lítil markaðssvæði í þeim geira á Norðurlöndunum. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fundaði með norrænum heilbrigðisráðherrum á þingi Norðurlandaráðs sem lauk í dag.

Ríkar þjóðir hætti að lokka til sín lækna frá fátækari ríkjum

Ríkar þjóðir heimsins eiga að hætta að lokka til sín lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk frá fátækum ríkjum, að mati velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Nefndin vill að Norðurlöndin hafi frumkvæði að því að gerður verði alþjóðlegur samningur sem feli slíkt í sér.

Borgin greiðir 263 milljónir fyrir Austurstræti 22

Tillaga þess efnis að Reykjavíkurborg kaupi lóðina Austurstræti 22 var samþykkt í borgarráði í dag. Borgin þarf að reiða fram 263 milljónir króna fyrir kaup á einkahlutafélaginu Austurstræti 22 sem er eignarhaldsfélag um lóðina. Með í kaupunum fylgja 95 milljónir í tryggingabætur eftir brunann í apríl. Kostnaður borgarinnar vegna kaupana er því 168 milljónir.

Sjávarútvegsstefna ESB eins og stórskip

Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er eins og stórskip, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, á þingi Norðurlandaráðs sem lýkur í Osló í dag en sjávarútvegsmálin voru til umræðu á þinginu.

Skjálfti skammt frá Geysi í Haukadal

Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter varð við Högnhöfða sem er um það bil níu kílómetra vestnorðvestur af Geysi í Haukadal nú laust fyrir klukkan eitt.

Ósanngjarnt að staðir í nágrenninu lúti ekki sömu reglum

Eigendur Q-bars í Ingólfsstræti eru ósáttir við ákvörðun borgaryfirvalda að stytta afgreiðslutíma staðarins. Samkynhneigðir sækja staðinn en honum á að loka klukkan þrjú í stað hálfsex. Eigendur skilja ekki af hverju aðrir staðir í Ingólfsstræti lúti ekki sömu reglum.

Vill fá upplýsingar um brot á samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hvetur þá sem telja sig hafa upplýsinga um brot á samkeppnislögum til þess að koma þeim upplýsingum á framfæri við eftirlitið. Þetta segir eftirlitið í yfirlýsingu í framhaldi af umræðu um meint verðsamráð á matvörumarkaði.

Leggja þarf aukna áherslu á öryggisþáttinn á Litla-Hrauni

Í nýrri skýrslu nefndar sem falið var að gera tillögur um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni kemur fram að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja stjórnskipulag fangelsisins. Þá vill nefndin að lögð verði aukin áhersla á öryggisþáttinn í starfsemi fangelsisins, móta þurfi skýra starfsmannastefnu og markvissa endurhæfingu þeirra fanga sem vistaðir eru á Litla-Hrauni. „Þá telur nefndin mikilvægt að kvenfangar eigi möguleika á því að afplána refsivist í sérstöku kvennafangelsi,“ segir í fréttatilkynningu.

Leitar upplýsinga um alla Breiðavíkurdrengi

Þór Jónsson upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að samvinna hans og Breiðavíkurdrengsins Guðmundar Gissurarsonar hafi leitt til þess að nú sé leitað að upplýsingum um alla þá sem voru á Breiðuvík í gögnum Kópavogsbæjar.

Björn Ingi: Ákvörðun tekin til að skapa sátt um Orkuveituna

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að ákvörðun um að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy, sé tekin til þess að skapa frið um málefni OR eftir miklar deilur um lögmæti eigendafundarins og 20 ára samningsins.

Farið fram á farbann yfir grunuðum í nauðgunarmáli

Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um nauðgun á Selfossi á laugardag verða leiddir fyrir dómara í dag til þess að gefa staðfestan framburð. Þá er einn maður til viðbótar grunaður um tilraun til nauðgunar.

Sjá næstu 50 fréttir