Fleiri fréttir Strokudrengir enn týndir Lögreglan á Húsavík leitar enn tveggja fimmtán ára pilta sem hurfu frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal. Drengirnir fóru frá heimilinu í gærkvöldi og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Hundar eru notaðir við leitina en að sögn lögreglu er erfitt að leita að fólki sem ekki vill láta finna sig. 3.9.2007 13:42 Níu ára barnshafandi stúlka í umsjá Þróunarsamvinnustofnunar Á meðal ungra tilvonandi mæðra sem dvelja í mæðrahúsinu í Bluefields í Níkarakva, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja, dvelur nú níu ára barnshafandi stúlka. Mál stúlkunnar hefur vakið fjölmiðlaathygli í landinu en hún var misnotuð af frænda sínum. Fóstureyðingar eru ólöglegar með öllu í landinu. 3.9.2007 13:13 Verðlaunaður fyrir að stuðla að framgangi stærðfræði í Lettlandi Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims og fyrrverandi formaður Íslenska stærðfræðifélagsins, hlaut í síðustu viku Atis Kronvalds verðalunin í Lettlandi, sem eru virtustu verðlaun Letta í menntamálum. Hann er jafnframt fyrsti útlendingurinn til þess að hljóta þessi verðlaun. 3.9.2007 12:35 Hvíldartímareglur að ganga að flutningabílstjórastéttinni dauðri Aksturs- og hvíldartímareglur Evrópusambandsins eru að gagna af stétt flutningabílstjóra dauðri, að mati flutningahóps heildarsamtaka atvinnulífsins í Evrópu. Sömu reglur gilda hér á landi. 3.9.2007 12:15 Nærri þrjú þúsund hlýddu á Noruh Jones Tæplega þrjú þúsund manns voru á tónleikum bandarísku jass og kántrýsöngkonunnar Noruh Jones sem haldnir voru í Laugardagshöllinni í gærkvöld. 3.9.2007 12:05 Minni hækkun á bensínverði hjá Atlantsolíu en stóru olíufélögunum Atlantsolía hækkar verð á bensíni í dag um eina krónu og fimmtíu aura en stóru olíufélögin hækkuðu verðið um tvær krónur fyrir helgi. 3.9.2007 12:00 Vilja selja nýja Grímseyjarferju og láta smíða nýja Jón Bjarnason og Árni Þór Sigurðsson, fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis, hafa farið fram á að samgönguráðherra skipi nú þegar óháða nefnd með aðild heimamanna í Grímsey til að fara yfir þá kosti sem eru nú í stöðunni varðandi nýja Grímseyjarferju. 3.9.2007 11:50 Ákærður fyrir sértaklega hættulega árás með ölkönnu Ríkissaksóknari ákærði í morgun mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfararnótt 17. desember í fyrra veist að öðrum manni á veitingahúsinu Hverfisbarnum í Reykjavík og slegið hann hnefahöggum í andlit og með ölkönnu í höfuðið. 3.9.2007 11:08 Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi Meirihluti stjórnar Orkuveitur Reykjavíkur hefur samþykkt að beina því til eigenda fyrirtækisins að rekstrarformi þess verði breytt í hlutafélag. Tillagan var samþykkt af meirihluta en fulltrúar minnihluta gagnrýna gjörninginn og segja undirbúningin að breytingunni allt of lítinn. Svandís Svavarsdóttir lagði fram frestunartillögu en henni var hafnað. Dagur B. Eggertsson segir tillöguna hálfkaraða. 3.9.2007 10:55 Hlutum venjulegra tryggingataka komið til skila Kröfulýsingarfrestur vegna krafna á hendur Samvinnutryggingum gt. rennur út í dag en til stendur að leggja félagið niður og stofna hlutafélagið Gift og sjálfseignarsjóð. Formaður skilanefndar Samvinnutrygginga segir að venjulegir tryggingatakar þurfi ekki að hafa áhyggjur af hlut sínum í félaginu, honum verði komið til skila. 3.9.2007 10:50 Nýr ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið ráðinn til starfa í utanríkisráðuneytinu. Við starfi ráðuneytisstjóra tekur Berglind Ásgeirsdóttir sem áður gegndi stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs í utanríkisráðuneytinu. 3.9.2007 10:46 Frístundakort gefin út á Skagaströnd Hreppsnefnd Höfðahrepps, nú sveitarfélagsins Skagastrandar, ákvað á fundi sínum 27. ágúst að gefa út frístundakort fyrir alla einstaklinga í sveitarfélaginu á grunnskólaaldri. 3.9.2007 10:45 Bjartur leitar að nýjum Dan Brown Bókaútgáfan Bjartur stendur fyrir óvenjulegri bókmenntasamkeppni þessa dagana. Tilefnið er ritteppa Dans Browns, höfundar Da Vinci lykilsins, söluhæstu bókar allra tíma. Bókin kom út árið 2003 og síðan þá - undanfarin fjögur ár - hefur Brown reynt að klára næstu skáldsögu sína, sem hefur vinnuheitið Salomons lykilinn. 3.9.2007 10:09 Rætt við skipaverkfræðing vegna Grímseyjarferju Málefni Grímseyjarferju verða til umfjöllunar á fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst nú klukkan tíu. Á fundinn hafa verið boðaðir fulltrúar Ríkiskaupa og samgönguráðuneytisins auk Einars Hermannssonar skipaverkfræðings. 3.9.2007 09:48 Ferðamaður keyrði á vegþrengingu við Vogaafleggjara Erlendur ferðamaður slasaðist þegar hann ók bíl sínum á steinsteypta vegþrengingu við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut undir morgun. Hann var fluttur í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans, en farþega í bílnum sakaði ekki.- 3.9.2007 08:09 Tveir vélhjólamenn slösuðust Tveir vélhjólamenn slösuðust og tveir aðrir sluppu naumlega þegar þeir voru að forða sér undan bíl, sem kom á móti þeim á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut undir kvöld í gær. Þeir sem slösuðust hlutu meðal annars beinbrot. Tildrög voru þau að bíllinn var að fara fram úr öðrum bíl og ók beint á móti bifhjólamönnunum. Þegar ökumaður varð þeirra var hafði hann ekki svigrúm til að beygja aftur inn á réttan vegarhelming. 3.9.2007 07:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan mann í Flatey Maður meiddist í Flatey á Breiðafirði í gær og var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti hann og flutti á Landsspítalann í Reykjavík. Maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. Þá sótti þyrla veikan mann á bæ við Ísafjarðardjúp og flutti á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var nýlega útskrifaður af sjúkrahúsinu á Ísafirði, en honum sló niður. 3.9.2007 07:18 Kviknaði í bíl í Hafnarfirði Minnstu munaði að illa færi þegar eldur kom upp í bíl sem stóð við iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í nótt. Talsverður eldur logaði í honum þegar slökkivllið kom á vettvagng og sleiktu eldtungur húsvegginn, en slökkviliði tókst að slökkva eldinn áður en hann næði að læsa sig í húsið. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum, sem er stórskemmdur, ef ekki ónýtur. 3.9.2007 07:17 LHG í sjúkraflugi til Flateyjar Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Flateyjar í dag en þar hafði maður handleggsbrotnað. Engar aðstæður eru í eyjunni til að gera að broti sem þessu og því ákveðið að senda þyrluna eftir manninum. Var komið með manninn á slysadeildina í Reykjavík skömmu eftir klukkan tvö í dag. 2.9.2007 19:54 Olíufélögin hækka eigin álagningu á kostnað neytenda Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir olíufélögin harðlega fyrir að hækka bensínverð nánast samtímis um sömu krónutölu. Hann telur engar forsendur fyrir hækkunum olíufélaganna. 2.9.2007 19:40 Setja þarf reglur um ferðalög á hálendinu Ómar Ragnarsson telur að æskilegt sé að setja reglur um ferðalög manna um hálendið til að tryggja öryggi þeirra. Setja þurfi upp kerfi sem geri einfalt að sjá hvar ferðamenn séu staddir í óbyggðum. 2.9.2007 19:36 Iðnaðarráðherra þarf að læknast af stjórnarandstöðusótt Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að iðnaðarráðherra þurfi að læknast af stjórnarandstöðusótt en þá hefur greint á um nokkur mál á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar. 2.9.2007 19:32 Íslensk bæjarfélög gætu nýtt sér orkusparnað Vel er hugsanlegt að íslensk bæjarfélög nýti sér þjónustu íslensks hugbúnaðarfyrirtækis sem sérhæfir sig í orkusparnaði og stjórnar meðal annars götulýsingu í Amsterdam. 2.9.2007 19:18 Næststærsti Íslendingurinn ætlar í atvinnumennsku í körfubolta Næststærsti Íslendingurinn ætlar að verða atvinnumaður í körfubolta. Hann er bara sextán ára gamall og er 2 metrar og 16 sentímetrar á hæð. Hann vantar tvo sentímetra til að verða sá stærsti. 2.9.2007 19:14 Snorri sigraði Hannes Hlífar á Íslandsmótinu FIDE-meistarinn Snorri G. Bergsson sigraði stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í 6. umferð Íslandsmótsins í skák, sem tefld var í dag. Snorri, sem hafði svart, kom með nýjung í 16. leik og vann sigur í 29. leikjum á glæsilegan hátt. 2.9.2007 19:13 60 prósent gætu losnað undan framtalsskyldu Árið 2009 gefst almenningi kostur á því að sleppa við að fylla út hefðbundið skattframtal, en senda í staðinn nauðsynlegar upplýsingar til ríkisskattstjóra í gegnum heimabanka. Ríkisskattstjóri segir að þannig geti embættið talið fram fyrir allt að sextíu prósent landsmanna. 2.9.2007 19:12 Police aldrei betri að mati Magna og félaga Hljómsveitin Police er betri enn nokkru sinni fyrr. Þetta er samhljóma álit íslenskra tónlistarmanna sem sáu endurkomu sveitarinnar á tónleikum í Danmörku í gærkvöldi. 2.9.2007 18:21 Fjögur vélhjól í óhappi á Reykjanesbraut Skömmu eftir klukkan fimm í dag skullu fjögur vélhjól saman í umferðaróhappi á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að tvennt slasaðist. Að sögn lögreglunnar virðist ekki um árekstur að ræða heldur að ökumönnum hjólanna hafi fipast þegar bifreið sem kom úr gagnstæðri átt reyndi framúrakstur á ólöglegan hátt. 2.9.2007 17:42 Öryggishliðið á Saga-class verður áfram ef flugfélögin greiða fyrir það Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri FLE á Keflavíkurflugvelli segir að öryggishliðið á Saga-class muni verða áfram ef flugfélögin séu tilbúin að greiða fyrir það. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á heimasíðu sinni að tilraunin með hliðið muni hafa leitt í ljós, að það sé ónauðsynlegt. 2.9.2007 16:34 Dönsk, norsk og sænsk lögreglukona á Ljósanótt Meðal þeirra sem sinntu lögreglustörfum á Ljósnótt í Reykjanesbæ voru þrjár ungar lögreglukonur frá Norðurlöndunum, ein dönsk, ein norsk og ein sænsk. Þær munu vera nemendur í lögregluskólum viðkomandi landa. Koma þeirra hingað er liður í norrænu samstarfi lögregluembætta á Norðurlöndunum. 2.9.2007 15:00 Bréf Landsvirkjunnar er ekki ítrekun heldur beiðni um nýja rannsókn Ingólfur Jóhannsson formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, segir að bréf það sem Landsvirkjun sendi iðnaðarráðuneytinu í vor um Gjástykki sé ekki ítrekun heldur beiðni um nýja rannsókn. Þetta sé augljóst ef rýnt er í gögn málsins, sem samtökin fengu frá iðnaðarráðuneytinu fyrr í sunmar. 2.9.2007 12:59 Úrbætur á háum FIT-kostnaði neytenda í bígerð Gísli Tryggvason talsmaður neytenda segir að hann hafi nú lokið viðræðum við Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og fulltrúa fimm banka um FIT-kostnað neytenda. Gísli segir að nánar verði greint frá efni viðræðnanna á heimsíðu hans í vikunni en að úrbætur á háum FIT-kostnaði neytenda séu í bígerð. 2.9.2007 11:14 Ölvaðir ökumenn í Borgarfirði Ökumaður var tekinn undir áhrifum áfengis, seinnipartinn í gær, sunnan við Borgarnes. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og var honum veitt eftirför skamma stund. Skapaði það verulega hættu að sögn lögreglu. 2.9.2007 10:05 Metþátttaka er í kvartmílukeppninni í dag Metþátttaka er í kvartmílukeppni Kvartmíluklúbbsins sem hefst kl. eitt í dag á keppnisbrautinni í Kapelluhrauni við hliðina á Straumsvík. Jón Gunnar Kristinsson, varaformaður klúbbsins segir að 60 bílar séu skráðir til leiks en undanfarin ár hafa þetta verið á milli 20 og 30 bílar. 2.9.2007 09:59 FÍB telur engar forsendur fyrir hækkunum olíufélaganna Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að samtökin telji engar forsendur og rök til staðar fyrir nýjustu hækkunum olíufélaganna á bensíni og olíu. Runólfur segir að miðað við þróun á verði olíu á heimsmarkaði og gengi krónunnar sé ekki hægt að álykta annað en að olíufélögin séu að hækka álagingu sína. 2.9.2007 09:42 Ljósanótt gekk ljómandi vel Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur gengið afar vel að sögn lögreglunnar einungis minniháttar mál komu upp, aðallega vegna ölvunar, en fangageymslur voru fullar af þeim sökum. 2.9.2007 09:29 Öryggismat sagt gert eftir forskrift forseta Athafnamaðurinn Þorsteinn Jónsson telur ríkislögreglustjóra kunna að hafa „búið til sjónarmið“ um öryggi gesta forseta Íslands á Laufásvegi eftir forskrift forsetaembættisins til að stöðva framkvæmdir sem falli embættinu ekki í geð. 2.9.2007 09:00 Ofbeldi á heimilum mjög sjaldan kært Um 200 kærur vegna heimilisofbeldis og annars ófriðar hafa komið fram á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. 800 sinnum á árinu hafa slík brot verið tilkynnt. Sextán prósent kvenna sem komu í Kvennaathvarfið í fyrra kærðu ofbeldið. 2.9.2007 08:45 Dreifa strætókortum til 30.000 námsmanna Nemendafélög framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu útdeila kortum til námsmanna, sem veita gjaldfrjálsar ferðir í strætó. Rúmlega þrjátíu þúsund nemar úr um 25 skólum fá frítt í strætó. „Algjör geðveiki,“ segir formaður Stúdentaráðs. 2.9.2007 08:00 Aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda Hafin er þriggja ára tilraun þar sem fólki sem er nýdottið út af vinnumarkaði vegna alvarlegra veikinda er hjálpað í endurhæfingu og svo aftur í vinnu. Af sextíu eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Verkefnið er rétt að hefjast. 2.9.2007 07:45 Eðlilegt að skoða vatnalög en óvíst um breytingar Geir Haarde forsætisráðherra segir að enn sé óvíst hvort breytingar verði gerðar á vatnalögum. Málið sé á forræði iðnaðarráðherra en krefjist samkomulags stjórnarflokkanna. 1.9.2007 19:11 Enn einn unglingurinn myrtur í London Í nótt fannst 17 ára unglingur myrtur eftir hnífstungu í hverfinu Newham í austurhluta London. Morðið er hið síðasta í röð slíkra í borginni. Tveir 16 ára gamlir drengir hafa verið handteknir og eru grunaðir um morðið. 1.9.2007 19:09 Almenningi finnst laun bankastjóra alltof há Meirihluta almennings finnst laun bankastjóranna alltof há, samkvæmt óvísindalegri könnun sem fréttastofa Stöðvar 2 gerði í dag. 1.9.2007 19:06 Íslenskt fyrirtæki stjórnar orkusparnaði í Evrópu Íslendingar eru þekktari fyrir að sóa en spara. Þrátt fyrir það stjórnar íslenskt fyrirtæki orkusparnaði víða í Evrópu frá húsakynnum sínum í Mosfellsbæ. Fyrirtækið DomesticSoft í Mosfellsbæ sérhæfir sig í orkusparnaði og sér meðal annars um götulýsingu og orkunotkun á nokkrum stöðum í Evrópu. 1.9.2007 18:57 Geir telur fráleitt að Sturla segi af sér Forsætisráðherra telur fráleitt að Sturla Böðvarsson segi af sér sem forseti Alþingis vegna Grímseyjarferjumálsins. Hann segir eftirliti með framkvæmdinni hafa verið ábótavant en sérhæfð stofnun ætti að sjá um skiparekstur ríkisins. 1.9.2007 18:52 Sjá næstu 50 fréttir
Strokudrengir enn týndir Lögreglan á Húsavík leitar enn tveggja fimmtán ára pilta sem hurfu frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal. Drengirnir fóru frá heimilinu í gærkvöldi og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Hundar eru notaðir við leitina en að sögn lögreglu er erfitt að leita að fólki sem ekki vill láta finna sig. 3.9.2007 13:42
Níu ára barnshafandi stúlka í umsjá Þróunarsamvinnustofnunar Á meðal ungra tilvonandi mæðra sem dvelja í mæðrahúsinu í Bluefields í Níkarakva, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja, dvelur nú níu ára barnshafandi stúlka. Mál stúlkunnar hefur vakið fjölmiðlaathygli í landinu en hún var misnotuð af frænda sínum. Fóstureyðingar eru ólöglegar með öllu í landinu. 3.9.2007 13:13
Verðlaunaður fyrir að stuðla að framgangi stærðfræði í Lettlandi Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims og fyrrverandi formaður Íslenska stærðfræðifélagsins, hlaut í síðustu viku Atis Kronvalds verðalunin í Lettlandi, sem eru virtustu verðlaun Letta í menntamálum. Hann er jafnframt fyrsti útlendingurinn til þess að hljóta þessi verðlaun. 3.9.2007 12:35
Hvíldartímareglur að ganga að flutningabílstjórastéttinni dauðri Aksturs- og hvíldartímareglur Evrópusambandsins eru að gagna af stétt flutningabílstjóra dauðri, að mati flutningahóps heildarsamtaka atvinnulífsins í Evrópu. Sömu reglur gilda hér á landi. 3.9.2007 12:15
Nærri þrjú þúsund hlýddu á Noruh Jones Tæplega þrjú þúsund manns voru á tónleikum bandarísku jass og kántrýsöngkonunnar Noruh Jones sem haldnir voru í Laugardagshöllinni í gærkvöld. 3.9.2007 12:05
Minni hækkun á bensínverði hjá Atlantsolíu en stóru olíufélögunum Atlantsolía hækkar verð á bensíni í dag um eina krónu og fimmtíu aura en stóru olíufélögin hækkuðu verðið um tvær krónur fyrir helgi. 3.9.2007 12:00
Vilja selja nýja Grímseyjarferju og láta smíða nýja Jón Bjarnason og Árni Þór Sigurðsson, fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis, hafa farið fram á að samgönguráðherra skipi nú þegar óháða nefnd með aðild heimamanna í Grímsey til að fara yfir þá kosti sem eru nú í stöðunni varðandi nýja Grímseyjarferju. 3.9.2007 11:50
Ákærður fyrir sértaklega hættulega árás með ölkönnu Ríkissaksóknari ákærði í morgun mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfararnótt 17. desember í fyrra veist að öðrum manni á veitingahúsinu Hverfisbarnum í Reykjavík og slegið hann hnefahöggum í andlit og með ölkönnu í höfuðið. 3.9.2007 11:08
Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi Meirihluti stjórnar Orkuveitur Reykjavíkur hefur samþykkt að beina því til eigenda fyrirtækisins að rekstrarformi þess verði breytt í hlutafélag. Tillagan var samþykkt af meirihluta en fulltrúar minnihluta gagnrýna gjörninginn og segja undirbúningin að breytingunni allt of lítinn. Svandís Svavarsdóttir lagði fram frestunartillögu en henni var hafnað. Dagur B. Eggertsson segir tillöguna hálfkaraða. 3.9.2007 10:55
Hlutum venjulegra tryggingataka komið til skila Kröfulýsingarfrestur vegna krafna á hendur Samvinnutryggingum gt. rennur út í dag en til stendur að leggja félagið niður og stofna hlutafélagið Gift og sjálfseignarsjóð. Formaður skilanefndar Samvinnutrygginga segir að venjulegir tryggingatakar þurfi ekki að hafa áhyggjur af hlut sínum í félaginu, honum verði komið til skila. 3.9.2007 10:50
Nýr ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið ráðinn til starfa í utanríkisráðuneytinu. Við starfi ráðuneytisstjóra tekur Berglind Ásgeirsdóttir sem áður gegndi stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs í utanríkisráðuneytinu. 3.9.2007 10:46
Frístundakort gefin út á Skagaströnd Hreppsnefnd Höfðahrepps, nú sveitarfélagsins Skagastrandar, ákvað á fundi sínum 27. ágúst að gefa út frístundakort fyrir alla einstaklinga í sveitarfélaginu á grunnskólaaldri. 3.9.2007 10:45
Bjartur leitar að nýjum Dan Brown Bókaútgáfan Bjartur stendur fyrir óvenjulegri bókmenntasamkeppni þessa dagana. Tilefnið er ritteppa Dans Browns, höfundar Da Vinci lykilsins, söluhæstu bókar allra tíma. Bókin kom út árið 2003 og síðan þá - undanfarin fjögur ár - hefur Brown reynt að klára næstu skáldsögu sína, sem hefur vinnuheitið Salomons lykilinn. 3.9.2007 10:09
Rætt við skipaverkfræðing vegna Grímseyjarferju Málefni Grímseyjarferju verða til umfjöllunar á fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst nú klukkan tíu. Á fundinn hafa verið boðaðir fulltrúar Ríkiskaupa og samgönguráðuneytisins auk Einars Hermannssonar skipaverkfræðings. 3.9.2007 09:48
Ferðamaður keyrði á vegþrengingu við Vogaafleggjara Erlendur ferðamaður slasaðist þegar hann ók bíl sínum á steinsteypta vegþrengingu við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut undir morgun. Hann var fluttur í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans, en farþega í bílnum sakaði ekki.- 3.9.2007 08:09
Tveir vélhjólamenn slösuðust Tveir vélhjólamenn slösuðust og tveir aðrir sluppu naumlega þegar þeir voru að forða sér undan bíl, sem kom á móti þeim á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut undir kvöld í gær. Þeir sem slösuðust hlutu meðal annars beinbrot. Tildrög voru þau að bíllinn var að fara fram úr öðrum bíl og ók beint á móti bifhjólamönnunum. Þegar ökumaður varð þeirra var hafði hann ekki svigrúm til að beygja aftur inn á réttan vegarhelming. 3.9.2007 07:18
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan mann í Flatey Maður meiddist í Flatey á Breiðafirði í gær og var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti hann og flutti á Landsspítalann í Reykjavík. Maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. Þá sótti þyrla veikan mann á bæ við Ísafjarðardjúp og flutti á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var nýlega útskrifaður af sjúkrahúsinu á Ísafirði, en honum sló niður. 3.9.2007 07:18
Kviknaði í bíl í Hafnarfirði Minnstu munaði að illa færi þegar eldur kom upp í bíl sem stóð við iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í nótt. Talsverður eldur logaði í honum þegar slökkivllið kom á vettvagng og sleiktu eldtungur húsvegginn, en slökkviliði tókst að slökkva eldinn áður en hann næði að læsa sig í húsið. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum, sem er stórskemmdur, ef ekki ónýtur. 3.9.2007 07:17
LHG í sjúkraflugi til Flateyjar Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Flateyjar í dag en þar hafði maður handleggsbrotnað. Engar aðstæður eru í eyjunni til að gera að broti sem þessu og því ákveðið að senda þyrluna eftir manninum. Var komið með manninn á slysadeildina í Reykjavík skömmu eftir klukkan tvö í dag. 2.9.2007 19:54
Olíufélögin hækka eigin álagningu á kostnað neytenda Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir olíufélögin harðlega fyrir að hækka bensínverð nánast samtímis um sömu krónutölu. Hann telur engar forsendur fyrir hækkunum olíufélaganna. 2.9.2007 19:40
Setja þarf reglur um ferðalög á hálendinu Ómar Ragnarsson telur að æskilegt sé að setja reglur um ferðalög manna um hálendið til að tryggja öryggi þeirra. Setja þurfi upp kerfi sem geri einfalt að sjá hvar ferðamenn séu staddir í óbyggðum. 2.9.2007 19:36
Iðnaðarráðherra þarf að læknast af stjórnarandstöðusótt Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að iðnaðarráðherra þurfi að læknast af stjórnarandstöðusótt en þá hefur greint á um nokkur mál á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar. 2.9.2007 19:32
Íslensk bæjarfélög gætu nýtt sér orkusparnað Vel er hugsanlegt að íslensk bæjarfélög nýti sér þjónustu íslensks hugbúnaðarfyrirtækis sem sérhæfir sig í orkusparnaði og stjórnar meðal annars götulýsingu í Amsterdam. 2.9.2007 19:18
Næststærsti Íslendingurinn ætlar í atvinnumennsku í körfubolta Næststærsti Íslendingurinn ætlar að verða atvinnumaður í körfubolta. Hann er bara sextán ára gamall og er 2 metrar og 16 sentímetrar á hæð. Hann vantar tvo sentímetra til að verða sá stærsti. 2.9.2007 19:14
Snorri sigraði Hannes Hlífar á Íslandsmótinu FIDE-meistarinn Snorri G. Bergsson sigraði stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í 6. umferð Íslandsmótsins í skák, sem tefld var í dag. Snorri, sem hafði svart, kom með nýjung í 16. leik og vann sigur í 29. leikjum á glæsilegan hátt. 2.9.2007 19:13
60 prósent gætu losnað undan framtalsskyldu Árið 2009 gefst almenningi kostur á því að sleppa við að fylla út hefðbundið skattframtal, en senda í staðinn nauðsynlegar upplýsingar til ríkisskattstjóra í gegnum heimabanka. Ríkisskattstjóri segir að þannig geti embættið talið fram fyrir allt að sextíu prósent landsmanna. 2.9.2007 19:12
Police aldrei betri að mati Magna og félaga Hljómsveitin Police er betri enn nokkru sinni fyrr. Þetta er samhljóma álit íslenskra tónlistarmanna sem sáu endurkomu sveitarinnar á tónleikum í Danmörku í gærkvöldi. 2.9.2007 18:21
Fjögur vélhjól í óhappi á Reykjanesbraut Skömmu eftir klukkan fimm í dag skullu fjögur vélhjól saman í umferðaróhappi á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að tvennt slasaðist. Að sögn lögreglunnar virðist ekki um árekstur að ræða heldur að ökumönnum hjólanna hafi fipast þegar bifreið sem kom úr gagnstæðri átt reyndi framúrakstur á ólöglegan hátt. 2.9.2007 17:42
Öryggishliðið á Saga-class verður áfram ef flugfélögin greiða fyrir það Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri FLE á Keflavíkurflugvelli segir að öryggishliðið á Saga-class muni verða áfram ef flugfélögin séu tilbúin að greiða fyrir það. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á heimasíðu sinni að tilraunin með hliðið muni hafa leitt í ljós, að það sé ónauðsynlegt. 2.9.2007 16:34
Dönsk, norsk og sænsk lögreglukona á Ljósanótt Meðal þeirra sem sinntu lögreglustörfum á Ljósnótt í Reykjanesbæ voru þrjár ungar lögreglukonur frá Norðurlöndunum, ein dönsk, ein norsk og ein sænsk. Þær munu vera nemendur í lögregluskólum viðkomandi landa. Koma þeirra hingað er liður í norrænu samstarfi lögregluembætta á Norðurlöndunum. 2.9.2007 15:00
Bréf Landsvirkjunnar er ekki ítrekun heldur beiðni um nýja rannsókn Ingólfur Jóhannsson formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, segir að bréf það sem Landsvirkjun sendi iðnaðarráðuneytinu í vor um Gjástykki sé ekki ítrekun heldur beiðni um nýja rannsókn. Þetta sé augljóst ef rýnt er í gögn málsins, sem samtökin fengu frá iðnaðarráðuneytinu fyrr í sunmar. 2.9.2007 12:59
Úrbætur á háum FIT-kostnaði neytenda í bígerð Gísli Tryggvason talsmaður neytenda segir að hann hafi nú lokið viðræðum við Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og fulltrúa fimm banka um FIT-kostnað neytenda. Gísli segir að nánar verði greint frá efni viðræðnanna á heimsíðu hans í vikunni en að úrbætur á háum FIT-kostnaði neytenda séu í bígerð. 2.9.2007 11:14
Ölvaðir ökumenn í Borgarfirði Ökumaður var tekinn undir áhrifum áfengis, seinnipartinn í gær, sunnan við Borgarnes. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og var honum veitt eftirför skamma stund. Skapaði það verulega hættu að sögn lögreglu. 2.9.2007 10:05
Metþátttaka er í kvartmílukeppninni í dag Metþátttaka er í kvartmílukeppni Kvartmíluklúbbsins sem hefst kl. eitt í dag á keppnisbrautinni í Kapelluhrauni við hliðina á Straumsvík. Jón Gunnar Kristinsson, varaformaður klúbbsins segir að 60 bílar séu skráðir til leiks en undanfarin ár hafa þetta verið á milli 20 og 30 bílar. 2.9.2007 09:59
FÍB telur engar forsendur fyrir hækkunum olíufélaganna Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að samtökin telji engar forsendur og rök til staðar fyrir nýjustu hækkunum olíufélaganna á bensíni og olíu. Runólfur segir að miðað við þróun á verði olíu á heimsmarkaði og gengi krónunnar sé ekki hægt að álykta annað en að olíufélögin séu að hækka álagingu sína. 2.9.2007 09:42
Ljósanótt gekk ljómandi vel Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur gengið afar vel að sögn lögreglunnar einungis minniháttar mál komu upp, aðallega vegna ölvunar, en fangageymslur voru fullar af þeim sökum. 2.9.2007 09:29
Öryggismat sagt gert eftir forskrift forseta Athafnamaðurinn Þorsteinn Jónsson telur ríkislögreglustjóra kunna að hafa „búið til sjónarmið“ um öryggi gesta forseta Íslands á Laufásvegi eftir forskrift forsetaembættisins til að stöðva framkvæmdir sem falli embættinu ekki í geð. 2.9.2007 09:00
Ofbeldi á heimilum mjög sjaldan kært Um 200 kærur vegna heimilisofbeldis og annars ófriðar hafa komið fram á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. 800 sinnum á árinu hafa slík brot verið tilkynnt. Sextán prósent kvenna sem komu í Kvennaathvarfið í fyrra kærðu ofbeldið. 2.9.2007 08:45
Dreifa strætókortum til 30.000 námsmanna Nemendafélög framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu útdeila kortum til námsmanna, sem veita gjaldfrjálsar ferðir í strætó. Rúmlega þrjátíu þúsund nemar úr um 25 skólum fá frítt í strætó. „Algjör geðveiki,“ segir formaður Stúdentaráðs. 2.9.2007 08:00
Aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda Hafin er þriggja ára tilraun þar sem fólki sem er nýdottið út af vinnumarkaði vegna alvarlegra veikinda er hjálpað í endurhæfingu og svo aftur í vinnu. Af sextíu eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Verkefnið er rétt að hefjast. 2.9.2007 07:45
Eðlilegt að skoða vatnalög en óvíst um breytingar Geir Haarde forsætisráðherra segir að enn sé óvíst hvort breytingar verði gerðar á vatnalögum. Málið sé á forræði iðnaðarráðherra en krefjist samkomulags stjórnarflokkanna. 1.9.2007 19:11
Enn einn unglingurinn myrtur í London Í nótt fannst 17 ára unglingur myrtur eftir hnífstungu í hverfinu Newham í austurhluta London. Morðið er hið síðasta í röð slíkra í borginni. Tveir 16 ára gamlir drengir hafa verið handteknir og eru grunaðir um morðið. 1.9.2007 19:09
Almenningi finnst laun bankastjóra alltof há Meirihluta almennings finnst laun bankastjóranna alltof há, samkvæmt óvísindalegri könnun sem fréttastofa Stöðvar 2 gerði í dag. 1.9.2007 19:06
Íslenskt fyrirtæki stjórnar orkusparnaði í Evrópu Íslendingar eru þekktari fyrir að sóa en spara. Þrátt fyrir það stjórnar íslenskt fyrirtæki orkusparnaði víða í Evrópu frá húsakynnum sínum í Mosfellsbæ. Fyrirtækið DomesticSoft í Mosfellsbæ sérhæfir sig í orkusparnaði og sér meðal annars um götulýsingu og orkunotkun á nokkrum stöðum í Evrópu. 1.9.2007 18:57
Geir telur fráleitt að Sturla segi af sér Forsætisráðherra telur fráleitt að Sturla Böðvarsson segi af sér sem forseti Alþingis vegna Grímseyjarferjumálsins. Hann segir eftirliti með framkvæmdinni hafa verið ábótavant en sérhæfð stofnun ætti að sjá um skiparekstur ríkisins. 1.9.2007 18:52