Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi 3. september 2007 10:55 Meirihluti stjórnar Orkuveitur Reykjavíkur hefur samþykkt að beina því til eigenda fyrirtækisins að rekstrarformi þess verði breytt í hlutafélag. Tillagan var samþykkt af meirihluta en fulltrúar minnihluta gagnrýna gjörninginn og segja undirbúningin að breytingunni allt of lítinn. Svandís Svavarsdóttir lagði fram frestunartillögu en henni var hafnað. Fallist eigendur á breytinguna mun Orkuveitan hf. taka til starfa 1. janúar 2008. Helstu rök meirihlutans með breytingunni eru fjárhagsleg ábyrgð eigenda, fyrirliggjandi ábending til Eftirlitstofnunar EFTA vegna samkeppni Orkuveitunnar við hlutafélög á orkumarkaði og skattamál, að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Samkvæmt tilkynningunni er talið að breytingin geti sparað OR 800 milljónir í skattgreiðslur á næsta ári. Á fundinum var einnig samþykkt að beina því til iðnaðarráðherra að hann flytji frumvarp til laga um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar og Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, eru bæði ósátt með breytinguna og gagnrýna harðlega hve lítill undirbúningur hafi verið að breytingunni. Þau segja að gögn skorti til þess að hægt sé að taka ákvörðun um þetta og benda á að ekki hafi verið sýnt fram á hve mikið sparist með breytingunni en það hefur verið ein röksemdin sem notuð hefur verið af meirihlutanum í stjórninni. Þau Svandís og Dagur segja bæði að breytingin sé aðeins fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu. Dagur B. Eggertsson, segir að tillagan sé hálfköruð og því hafi hann greitt atlvæði gegn henni. Hann segir ekki liggja fyrir hvað lánakjör OR breytist mikið til hins verra eða hvaða áhrif þessi breyting hafi á skattaleg atriði eða lagalega stöðu OR. „Málið kemur nú til kasta borgarstjórnar og annarra eigenda og þar mun Samfylkingin hér eftir sem hingað til standa vörð um þá almannahagsmuni að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í samfélagslegri eigu, lúti lýðræðislegu eftirliti eigenda og að ekki verði gengið á rétt minni sveitarfélaga sem lagt hafa veitur sinnar inn í fyrirtækið í góðri trú," segir Dagur. Dagur lét bóka sitt álit á gjörningnum og fer hún hér á eftir: „Það vekur furðu að meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur ætli að afgreiða tillögu um formbreytingu á rekstri félagsins á hlaupum og vísa málinu til eigenda án þess að lykilgögn hafi verið lögð fram og tekin hafi verið afstaða til fjölmargra álitamála. Þau eru skilin eftir óútkljáð fyrir eigendur og undirstrikar það veikleika þess að frumkvæði þessarar umræðu komi frá stjórn fyrirtækisins en ekki eigendum," segir meðal annars í bókun Dags. MYND/valgarður „Því er þó fagnað að stjórnarmenn meirihlutans lýsa skýlaust yfir vilja til þess að útfæra tryggingar og "girðingar" gegn sölu félagsins að hluta eða heild í nýjum lögum þess og samþykktum. Eftir því mun Samfylkingin ganga. Jafnframt að boðað sé náið samráð og samstarf á vettvangi eigenda um afstöðu til einstakra álitamála." Dagur bætir því við að Samfylkingin muni á vettvangi eigenda standa vörð um „þá almannahagsmuni að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í samfélagslegri eigu, lúti lýðræðislegu eftirliti eigenda og að ekki verði gengið á rétt minni sveitarfélaga sem lagt hafa veitur sinnar inn í fyrirtækið í góðri trú." Svandís Svavarsdóttir deilir áhyggjum með Degi. „Tilburðir meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur með borgarstjórann í Reykjavík í broddi fylkingar er óljós leiðangur með einkavæðingu að markmiði," segir hún. „Sporin hræða. Ljóst er að viðnám og málafylgja Vinstri grænna er eina skýra röddin gegn áróðri og ásetningi einkavæðingaraflanna í þessu máli sem öðrum." Hún segir einnig í bókun að lengi hafi sá vilji legið fyrir hjá frjálshyggjumönnum að „einkavæða allt sem hægt er, og færa samfélagslegar eigur í hendur auðmanna og peningavaldsins. Þess er skemmst að minnast að landsfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn í því skyni að gera harða einkavæðingarstefnu flokksins söluvænni í aðdraganda kosninga. Tillagan um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar verður án undanbragða skoðuð í því samhengi, - hér er um að ræða fyrsta skrefið í átt til einkavæðingar fyrirtækisins. Það er afdráttarlaus afstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að samfélagsþjónustan, þar með talin Orkuveita Reykjavíkur, eigi að vera í eigu almennings. Af því verður ekki gefinn afsláttur undir nokkrum kringumstæðum." Borgarstjórn Reykjavíkur tekur málið fyrir á fundi á morgun. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Meirihluti stjórnar Orkuveitur Reykjavíkur hefur samþykkt að beina því til eigenda fyrirtækisins að rekstrarformi þess verði breytt í hlutafélag. Tillagan var samþykkt af meirihluta en fulltrúar minnihluta gagnrýna gjörninginn og segja undirbúningin að breytingunni allt of lítinn. Svandís Svavarsdóttir lagði fram frestunartillögu en henni var hafnað. Fallist eigendur á breytinguna mun Orkuveitan hf. taka til starfa 1. janúar 2008. Helstu rök meirihlutans með breytingunni eru fjárhagsleg ábyrgð eigenda, fyrirliggjandi ábending til Eftirlitstofnunar EFTA vegna samkeppni Orkuveitunnar við hlutafélög á orkumarkaði og skattamál, að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Samkvæmt tilkynningunni er talið að breytingin geti sparað OR 800 milljónir í skattgreiðslur á næsta ári. Á fundinum var einnig samþykkt að beina því til iðnaðarráðherra að hann flytji frumvarp til laga um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar og Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, eru bæði ósátt með breytinguna og gagnrýna harðlega hve lítill undirbúningur hafi verið að breytingunni. Þau segja að gögn skorti til þess að hægt sé að taka ákvörðun um þetta og benda á að ekki hafi verið sýnt fram á hve mikið sparist með breytingunni en það hefur verið ein röksemdin sem notuð hefur verið af meirihlutanum í stjórninni. Þau Svandís og Dagur segja bæði að breytingin sé aðeins fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu. Dagur B. Eggertsson, segir að tillagan sé hálfköruð og því hafi hann greitt atlvæði gegn henni. Hann segir ekki liggja fyrir hvað lánakjör OR breytist mikið til hins verra eða hvaða áhrif þessi breyting hafi á skattaleg atriði eða lagalega stöðu OR. „Málið kemur nú til kasta borgarstjórnar og annarra eigenda og þar mun Samfylkingin hér eftir sem hingað til standa vörð um þá almannahagsmuni að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í samfélagslegri eigu, lúti lýðræðislegu eftirliti eigenda og að ekki verði gengið á rétt minni sveitarfélaga sem lagt hafa veitur sinnar inn í fyrirtækið í góðri trú," segir Dagur. Dagur lét bóka sitt álit á gjörningnum og fer hún hér á eftir: „Það vekur furðu að meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur ætli að afgreiða tillögu um formbreytingu á rekstri félagsins á hlaupum og vísa málinu til eigenda án þess að lykilgögn hafi verið lögð fram og tekin hafi verið afstaða til fjölmargra álitamála. Þau eru skilin eftir óútkljáð fyrir eigendur og undirstrikar það veikleika þess að frumkvæði þessarar umræðu komi frá stjórn fyrirtækisins en ekki eigendum," segir meðal annars í bókun Dags. MYND/valgarður „Því er þó fagnað að stjórnarmenn meirihlutans lýsa skýlaust yfir vilja til þess að útfæra tryggingar og "girðingar" gegn sölu félagsins að hluta eða heild í nýjum lögum þess og samþykktum. Eftir því mun Samfylkingin ganga. Jafnframt að boðað sé náið samráð og samstarf á vettvangi eigenda um afstöðu til einstakra álitamála." Dagur bætir því við að Samfylkingin muni á vettvangi eigenda standa vörð um „þá almannahagsmuni að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í samfélagslegri eigu, lúti lýðræðislegu eftirliti eigenda og að ekki verði gengið á rétt minni sveitarfélaga sem lagt hafa veitur sinnar inn í fyrirtækið í góðri trú." Svandís Svavarsdóttir deilir áhyggjum með Degi. „Tilburðir meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur með borgarstjórann í Reykjavík í broddi fylkingar er óljós leiðangur með einkavæðingu að markmiði," segir hún. „Sporin hræða. Ljóst er að viðnám og málafylgja Vinstri grænna er eina skýra röddin gegn áróðri og ásetningi einkavæðingaraflanna í þessu máli sem öðrum." Hún segir einnig í bókun að lengi hafi sá vilji legið fyrir hjá frjálshyggjumönnum að „einkavæða allt sem hægt er, og færa samfélagslegar eigur í hendur auðmanna og peningavaldsins. Þess er skemmst að minnast að landsfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn í því skyni að gera harða einkavæðingarstefnu flokksins söluvænni í aðdraganda kosninga. Tillagan um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar verður án undanbragða skoðuð í því samhengi, - hér er um að ræða fyrsta skrefið í átt til einkavæðingar fyrirtækisins. Það er afdráttarlaus afstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að samfélagsþjónustan, þar með talin Orkuveita Reykjavíkur, eigi að vera í eigu almennings. Af því verður ekki gefinn afsláttur undir nokkrum kringumstæðum." Borgarstjórn Reykjavíkur tekur málið fyrir á fundi á morgun.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira