Fleiri fréttir

Mannlíf segir flokkinn hafa kúgað Morgunblaðið

Fullyrt er í Mannlífsgrein að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fyrir áratug reynt að kúga Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins til fylgisspektar við stefnu flokksins. Hafi Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum meðal annars krafist gjaldfellingar lána ritstjórans. Kjartan segir þetta staðlausa stafi og slúður.

Starfsmaður á Kárahnjúkum greinist með berkla

Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum, hefur verið greind með berkla og er í einangrun á Landspítalanum. Vakthafandi læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað staðfesti þetta í samtali við Vísi.

Felldi úr gildi dóm um afhendingu barns

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi dóm héraðsdóms um að íslenskri konu bæri að afhenda barnsföður sínum dóttur sína með beinni aðfararaðgerð þar sem dómur á æðra dómstigi í Frakklandi væri ekki fallinn.

Féll niður tröppu með barn í fanginu

Fertug kona slasaðist um miðjan daginn í gær eftir að hún féll niður tröppu í vesturbæ Reykjavíkur. Konan var með barn sitt fanginu en það sakaði ekki. Nokkuð var um slys á fólki á höfuðborgarsvæðinu í gær en flest voru þau minniháttar.

Bílvelta á Óshlíð

Flytja þurfti konu á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að bíll sem hún ók valt á veginum um Óshlíð laust fyrir klukkan þrjú í dag. Nota þurfti klippur til að ná konunni út úr bifreiðinni.

Lögðu 417 þúsund kílómetra að baki

Nýtt met var sett í hinni árlegu hjólakeppni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, sem stóð frá 2. til 22. maí. Alls lögðu 6642 þátttakendur frá 409 vinnustöðum ríflega 417 þúsund kílómetra að baki á þessum tíma en það jafngildir rúmum tíu hringjum í kringum jörðina.

Boða öflugt umferðareftirlit yfir hvítasunnuhelgi

Allt umferðareftirlit verður aukið yfir hvítasunnuhelgi en meginmarkmiðið er að draga úr hraðakstri og auka umferðaröyryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þá mun embættið leggja sérstaka áherslu á umferðareftirlit í allt sumar.

Fær bætur vegna flutnings í starfi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða hjúkrunarfræðingi hálfa milljón króna í bætur vegna tilfærslu í starfi innan Landspítalans sem var talin íþyngjandi. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu hjúkrunarfræðingsins um að tilfærslan yrði dæmd ógild.

Stofna almenningshlutafélag til kaupa veiðiheimildir

Kanna á möguleikana á því að stofna almenningshlutafélag í Ísafjarðarbæ sem hefur það hlutverk að kaupa veiðiheimildir og tryggja þannig fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Þetta kemur fram í tillögu sem meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram og greint er frá á fréttavef Bæjarins besta.

Össur nýr samstarfsráðherra Norðurlanda

Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur tekið við embætti samstarfsráðherra Norðurlanda samkvæmt ákvörðun Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Tekur hann við því embætti af Jónínu Bjartmarz sem hvarf úr stóli umhverfisráðherra í gær.

Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með glerflösku í andlitið á skemmtistað í Reykjavík í fyrra. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 273 þúsund krónur í skaðabætur.

Héðinn skrefi frá stórmeistaraáfanga

Alþjóðlegi skákmeistarinn Héðinn Steingrímsson er kominn með aðra höndina á stórmeistaraáfanga eftir að hann gerði jafntefli við ítalska meistarann Luca Shytaj í áttundu og næstsíðustu umferð Capo d'Orso-mótsins á Sardiníu.

Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði

Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði í dag en alls bárust sjóðnum 57 umsóknir um styrk. Í ár verður aðeins úthlutað einu sinni úr sjóðnum en heildarupphæð styrkja nam 25 milljónum króna.

Íslandspóstur kolefnisjafnar bíla sína

Íslandspóstur hefur ákveðið að slást í hóp þeirra fyrirtækja sem kolefnisjafna bílaflota sinn. Pósturinn rekur ríflega 120 bíla og ekur þeim nærri 2,8 milljónir kílómetra á ári.

Reið baggamuninn að hann þekkti vafasama fortíð Camerons

Magnús Þorlákur Lúðvíksson, átján ára menntskælingur í MR, bar sigurorð af Pálma Óskarssyni lækni í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð tvö í gærkvöldi. Þar með bar hann fimm milljónir króna úr býtum.

Iðnaðarmenn gagnrýna dóm Hæstaréttar

Hæstiréttur braut á réttindum iðnaðarmanna og sniðgekk réttarvernd heillar iðngreinar þegar hann sýknaði ríkið af kröfu ljósmyndara þessa efnis að þeir einir megi taka myndir í íslensk vegabréf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samtökum iðnaðarins. Þeir gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar harðlega.

Valgerður vill verða varaformaður

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Strandsiglingar frá Akureyri

Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna.

Koma síldarinnar kann að valda núningi við Norðmenn

Síld úr Norsk-íslenska síldarstofninum er nú í mun ríkari mæli innan íslensku efnahagslögsögunnar en verið hefur um áratuga skeið. Þessi hegðan hennar kann að valda núningi í samskiptum norskra og íslenskra stjórnvalda.

Rætt um fyrstu mál á þingi á ríkisstjórnarfundi

Á fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar í morgun voru rædd þau þingmál sem leggja á fyrir suamrþing sem kemur saman á fimmtudag. Forsætisráðherra segir að þar verði lögð fram mál sem snúa að öldruðum og börnum í samræmi við stefnyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Krapi og skafrenningur á Holtavörðuheiði

Vegagerðin varar við miklum krapa og skafrenningi á Holtavörðuheiði. Þá er víða hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og á Vatnsskarði og Þverárfjalli.

Valgerður gefur kost á sér í varaformannsembættið

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Játar að hafa dregið að sér fé

Fyrrum gjaldkeri Starfsmannafélags Norðuráls hefur játað fyrir stjórn félagsins að hafa dregið að sér fé úr sjóðum þess. Talið er að maðurinn hafa stolið allt að tveimur milljónum króna.

Rusl sem datt af bíl olli árekstri

Árekstur varð á Sæbraut upp úr klukkan sex í dag. Óhappið varð með þeim hætti að rusl datt af bíl sem var á ferð. Bílinn sem ók á eftir snarhemlaði til þess að keyra ekki á ruslið sem og sá næsti en ekki vildi betur til en svo að þriðji bíllinn sem kom á eftir ók aftan á ökumanninn sem reynt hafði að forðast árekstur.

18 ára menntaskólanemi er Meistarinn

Það var menntskælingurinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem fór með sigur af hólmi í Meistaranum, spurningaþættinum á Stöð 2, en úrslitaþættinum lauk nú rétt í þessu. Magnús er aðeins 18 ára gamall, hann er yngsti þáttakandinn í sögu kepninnar og þar af leiðandi yngsti sigurvegarinn.

Ævisaga Laxness færa góðar undirtektir í Noregi

Ævisaga Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson kom út í Noregi í síðustu viku og hefur fengið afbragðsgóða dóma gagnrýnenda. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi landsins segir bókina eina bestu ævisögu sem hún hafi lesið.

Hátt kvótaverð ógnar smærri byggðum

Helsti aflaskipstjóri Grímseyinga segir hátt kvótaverð ógna smærri byggðum um land allt. Ungir menn hafi ekki efni á að taka við og kvótinn seljist því burt til útgerða á stærri stöðum.

Ráðherrar láta af völdum

Valdaskipti dagsins eru í samræmi við stífar formreglur en í morgun mætti fráfarandi ríkisstjórn á fund forseta þar sem forsætisráðherra baðst lausnar. Framsóknarráðherrar og Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki sátu þá sinn síðasta ríkisráðsfund.

Ríkisstjórnin tekur við völdum á Bessastöðum

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks með Geir Haarde í forsæti tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks sitja áfram í sínum ráðuneytum en einn nýr kemur í ríkisstjórn frá þeim flokki. Tveir af sex ráðherrum Samfylkingar hafa setið í ríkisstjórn áður.

Staða Íbúðalánasjóðs óljós

Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann.

Stjórnir hinna glötuðu tækifæra

Núverandi forseti lýðveldisins talaði í tvígang um að söguleg tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar hefðu glatast, eftir að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu frekar að snúa sér að Sjálfstæðisflokki eftir kosningar 1991 og 1995. Nú má enn heyra menn tala um glatað sögulegt tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar, þegar Samfylkingin hefur myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Dæmdar bætur vegna þýðinga á Friends

Hæstiréttur dæmdi í dag Árna Samúelsson til að greiða þýðandanum Ólafi Jónssyni eina milljón króna í bætur vegna höfundarréttarbrota í tengslum við þýðingar á Friends-þáttunum.

Staðfesti 15 mánaða fangelsisdóm yfir kynferðisbrotamanni

Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa kynferðislega misnotað 13 ára gamla stúlku. Þá var manninum einnig gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Maður krafðist sýknunar en til vara að dómur héraðsdóms yrði mildaður.

Var svo miður sín vegna taps að hann gat ekki ekið

Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir sigur AC Milan á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þannig var lögregla kölluð að veitingahúsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fáeinir eldheitir Púlarar höfðu brotið glös í bræði sinni þegar úrslitin lágu fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir