Innlent

Hátt í þrjú þúsund ungmenni til starfa hjá Vinnuskólanum

MYND/GVA

Gert er ráð fyrir að um 2.500 ungmenni muni starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Skráningum lýkur í næstu viku og segir skólastjóri Vinnuskólans að hægt verði að útvega öllum þeim vinnu sem vilja.

„Það er nóg af verðugum og skemmtilegum verkefnum sem bíða okkar í sumar," sagði Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, í samtali við Vísi. „Það verður auðvelt útvega öllum vinnu sem vilja."

Vinnuskólinn býður ungmennum á aldrinum 14 til 16 ára upp á sumarvinnu. Skólinn hefst 11. júní næstkomandi og gerir Guðrún ráð fyrir því að fjöldi nemenda verði svipaður og í fyrra eða um 2.500 manns.

Sumarstarf skólans stendur til 3. ágúst næstkomandi en elstu nemendurnir fá tækifæri til að vinna til 10. ágúst ef þeir óska þess sérstaklega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×