Innlent

Íslandspóstur kolefnisjafnar bíla sína

Íslandspóstur hefur ákveðið að slást í hóp þeirra fyrirtækja sem kolefnisjafna bílaflota sinn. Pósturinn rekur ríflega 120 bíla og ekur þeim nærri 2,8 milljónir kílómetra á ári.

Til þess að kolefnisjafna þann akstur hyggst Pósturinn gróðursetja rúmlega 7600 tré á skógræktarlandi Geitasands á Suðurlandi í samvinnu við Kolvið.

Þá segir í tilkynningu frá Póstinum að hann hafi sett sér umhverfisstefnu. Þannig reki hann fimm metangasbíla á höfuðborgarsvæðinu og eigi von á fleiri slíkum bílum í lok næsta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×