Innlent

Felldi úr gildi dóm um afhendingu barns

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi dóm héraðsdóms um að íslenskri konu bæri að afhenda barnsföður sínum dóttur sína með beinni aðfararaðgerð þar sem dómur á æðra dómstigi í Frakklandi væri ekki fallinn.

Maðurinn, sem er franskur, krafðist þess fyrir dómi hér á landi að fá dóttur sína afhenta með beinni aðfarargerð en hún var ásamt móður sinni á Íslandi. Byggði hann það á því barnsmóðir hans hefði flutt stúlkuna hingað til lands með ólögmætum hætti eftir að héraðsdómstóll í París hafði dæmt að þau skyldu fara með sameiginlega forsjá yfir barninu.

Þeim dómi hafði konan áfrýjað til æðra dómstigs í Frakklandi og á þeim grundvelli að dómur væri ekki fallinn þar felldi Hæstiréttur úr gildi þá ákvörðun héraðsdóms að manninum væri heimilt að fá stúlkuna afhenta með beinni aðfarargerð innan þriggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×