Innlent

Féll niður tröppu með barn í fanginu

MYND/RE

Fertug kona slasaðist um miðjan daginn í gær eftir að hún féll niður tröppu í vesturbæ Reykjavíkur. Konan var með barn sitt fanginu en það sakaði ekki. Nokkuð var um slys á fólki á höfuðborgarsvæðinu í gær en flest voru þau minniháttar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð um slys á fólki í gær. Um miðjan daginn datt kona á níræðisaldri í vesturhluta borgarinnar og var hún flutt á slysadeild. Skömmu síðar féll þrettán ára piltur af reiðhjóli í Garðabæ en sá var að leika listir sínar þegar óhappið varð. Að sögn lögreglunni var þetta slæm bylta og þurfti að flytja drenginn á slysadeild.

Um kvöldmatarleytið í gær þurfti svo að flytja sjö ára dreng á slysadeild eftir að hann beit í tunguna á sér þegar hann féll af leiktæki. Eftir miðnætti leitaði svo hálfþrítugur karlmaður sér læknisaðstoðar eftir vinnuslys á byggingarsvæði í Kópavogi. Þá þurfti að flytja rúmlega sjötugan karlmann slysadeild í morgun eftir að hann datt illa á gangi í Breiðholtinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×