Innlent

Bílvelta á Óshlíð

Bíllinn er mikið skemmdur.
Bíllinn er mikið skemmdur. MYND/HG

Flytja þurfti konu á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að bíll sem hún ók valt á veginum um Óshlíð laust fyrir klukkan þrjú í dag. Nota þurfti klippur til að ná konunni út úr bifreiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði barst tilkynning um slysið klukkan 14.47. Konan var að keyra um Óshlíð þegar bíll hennar fór út af veginum og valt upp í brekkuna. Hún var ein í bifreiðinni.

Í fyrstu var óttast að konan væri mikið slösuð en nota þurfti klippur til að ná henni út úr bílnum. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en áverkar hennar reyndust minni en við fyrstu sýn.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en að sögn lögreglunnar er bíllinn mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×