Innlent

Rætt um fyrstu mál á þingi á ríkisstjórnarfundi

Á fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar í morgun voru rædd þau þingmál sem leggja á fyrir suamrþing sem kemur saman á fimmtudag. Forsætisráðherra segir að þar verði lögð fram mál sem snúa að öldruðum og börnum í samræmi við stefnyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Það þarf að ljúka mörgum verkefnum á fáum dögum áður en nýtt þing verður kallað saman á fimmtudag. Það á að leggja fram fumvörp um lagabreytingar sem snúa að breyttri verkskiptingu ráðuneytanna og það er nokkuð snúið mál og flókið.

En það á einnig að leggja fram þingmál sem eiga að endurspegla kosniningaloforð og stjórnarsáttamála.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnin muni leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarráðslögunum og þá sé í undirbúningi þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna. Enn fremur verði breytingar á almannatryggingalöggjöfinni varðandi málefni aldraðra. Aldraðir muni því sjá merki þess í næstu viku að farið sé að vinna í þágu þeirra samkvæmt stjórnarsáttmála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×