Innlent

Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði

Fornleifauppgröftur í Skálholti.
Fornleifauppgröftur í Skálholti. MYND/365

Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði í dag en alls bárust sjóðnum 57 umsóknir um styrk. Í ár verður aðeins úthlutað einu sinni úr sjóðnum en heildarupphæð styrkja nam 25 milljónum króna.

Hæsta styrkinn, að upphæð sjö milljónir króna, fékk Háskólinn á Hólum - Hólaskóli fyrir Hólarannsóknir.

Aðrir sem hlutu styrk:

  1. Fornleifastofnun Íslands fyrir verkefni í tengslum við Víkingaaldarbyggð á Hofstöðum alls 800 þúsund krónur.
  2. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við Sveigakot í Mývatnssveit. Úrvinnsla og greining alls 2,4 milljónir króna.
  3. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við járnöld í Dölum alls 1,5 milljón króna.
  4. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við öskuhauga á Möðruvöllum í Hörgárdal alls 1,8 milljón króna.
  5. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnisins Mapping of archaeological landscapes alls 900 þúsund krónur.
  6. Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu vegna verkefnis í tengslum við merkingu hleðslna í Borgarvirki alls 100 þúsund krónur.
  7. Byggðasafn Skagfirðinga vegna verkefnis í tengslum við Kirkjur í Skagafirði. Alls 1 milljón króna.
  8. SKriðuklaustursrannsóknir vegna verkefnis í tengslum við uppgröft á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal alls 2,4 milljónir króna.
  9. Náttúrustofa Vestfjarðar og Strandagaldur fyrir verkefni í tengslum við hvalveiðar útlendinga við Íslands. Alls 3 milljónir króna.
  10. Fornleifastofan vegna verkefnis í tengslum við rannsóknir á landnámsminjum í Hólmi í Nesjum alls 1,8 milljón króna.
  11. Fornleifafræðistofan vegna verkefnis í tengslum við rannsóknir á rústum 17. aldar býlisins Búðárbakka alls 1,8 milljón króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×