Innlent

Reið baggamuninn að hann þekkti vafasama fortíð Camerons

Magnús Þorlákur Lúðvíksson, átján ára menntskælingur í MR, bar sigurorð af Pálma Óskarssyni lækni í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð tvö í gærkvöldi. Þar með bar hann fimm milljónir króna úr býtum.

Eftir því sem á þáttinn leið náði hann að vinna upp gott forskot Pálma og sigra naumlega í lokin. Það reið baggamuninn að hann vissi sitthvað misjafnt úr fortíð Davids Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, sem Pálmi læknir hafði ekki heyrt um.

Magnús Þorlákur er langyngsti þáttakandi í Meistaranum til þessa og tók hann við verðlaunum úr hendi Jónasar Arnar Helgasonar, sem sigraði í fyrra. Magnús Þorlákur var líka í sigurliði MR í spurningakeppni framhaldsskólanna í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×